Ályktun Iðnþings Samtaka iðnaðarins

- 14. mars 2003

Komið er að ögurstund í efnahagsmálum þjóðarinnar. Að baki er ár stöðnunar eftir langt hagvaxtarskeið. Framundan eru mestu verklegar framkvæmdir Íslandssögunnar. Í senn er vaxandi atvinnuleysi en um leið miklar væntingar um þensluskeið. Undanfarin missiri hafa einkennst af sveiflum í gengi og verðlagi. Þessi umskipti auka mjög hættuna á að stjórn efnahagsmála fari úr böndum.

Komið er að ögurstund í efnahagsmálum þjóðarinnar. Að baki er ár stöðnunar eftir langt hagvaxtarskeið. Framundan eru mestu verklegar framkvæmdir Íslandssögunnar. Í senn er vaxandi atvinnuleysi en um leið miklar væntingar um þensluskeið. Undanfarin missiri hafa einkennst af sveiflum í gengi og verðlagi. Þessi umskipti auka mjög hættuna á að stjórn efnahagsmála fari úr böndum.

Hins vegar lofar ekki góðu, varðandi framtíðina í þessum efnum, að á sama tíma og opinberir aðilar boða stóraukin framlög til framkvæmda og flýta öðrum sem mest má verða, heldur Seðlabankinn uppi stífu aðhaldi með háum vöxtum. Það vantar greinilega samstillingu í efnahagsstjórnina.

Samstillt átak stjórnvalda, Seðlabanka og atvinnulífs þarf til þess að þjóðin komist klakklaust í gegnum þá umbrotatíma sem framundan eru. Ella er hætt við að framleiðslunni verði rutt úr landi með sama hætti og gerist í Noregi, þar sem háir vextir og hátt gengi norsku krónunnar eru að rústa norskan iðnað um þessar mundir. Ekki má einblína á verðbólgumarkmið og beita vaxta- og gengisstefnu sem kyrkir atvinnulífið.

Þetta verkefni ætti að vera efst á listanum yfir umræðuefni fyrir komandi Alþingiskosningar.