Nýir stjórnarmenn Samtaka iðnaðarins

Guðlaugur Adolfsson og Sigurður Bragi Guðmundsson eru nýir liðsmenn í stjórn Samtaka iðnaðarins.

Guðlaugur Adolfsson og Sigurður Bragi Guðmundsson eru nýir liðsmenn í stjórn Samtaka iðnaðarins.

Guðlaugur AdolfssonGuðlaugur Adolfsson er fæddur árið 1960 og er húsasmíðameistari að mennt. Síðastliðin 16 ár hefur hann rekið byggingafyrirtækið Fagtak ehf. sem hefur sérhæft sig í byggingu og sölu íbúðarhúsnæðis. Guðlaugur hefur lengi haft áhuga á hagsmunamálum iðnfyrirtækja og m.a. setið í stjórn Meistarafélags iðnaðarmanna í Hafnarfirði frá 1994 og gegnt formennsku í því félagi sl. þrjú ár. Undanfarin ár hefur hann átt sæti í ráðgjafaráði SI og í stjórn Samtaka atvinnulífsins.

Sigurður Bragi GuðmundssonSigurður Bragi Guðmundsson er fæddur árið 1958 og hefur starfað við iðnað með einum eða öðrum hætti frá 17 ára aldri. Sigurður lauk námi í iðnaðar- og kerfisverkfræði og gegnir nú starfi framkvæmdastjóra Plastprents og Sigurplasts hf. en er einnig starfandi stjórnarformaður Unifleks í Lettlandi. Hann hefur setið í stjórn Skipasmíðastöðvar Þorgeirs og Ellerts á Akranesi frá 1995. Á árunum 1997–2001 var Sigurður formaður stjórnar Alpan á Eyrarbakka.