Iðnþing 2004

Iðnþing Samtaka iðnaðarins verður haldið föstudaginn 12. mars nk. í Húsi iðnaðarins að Hallveigarstíg 1 Kosningar Í tengslum við Iðnþing fara að venju fram kosningar til stjórnar Samtaka iðnaðarins og valdir eru fulltrúar í fulltrúaráð Samtaka atvinnulífsins.

Iðnþing Samtaka iðnaðarins verður haldið föstudaginn 12. mars nk. í Húsi iðnaðarins að Hallveigarstíg 1.

Kosningar Í tengslum við Iðnþing fara að venju fram kosningar til stjórnar Samtaka iðnaðarins og valdir eru fulltrúar í fulltrúaráð Samtaka atvinnulífsins.

Formaður er kjörinn til árs í senn. Núverandi formaður er Vilmundur Jósefsson og gefur hann kost á sér til endurkjörs.

Að þessu sinni ganga þrjú úr stjórn, þau Baldur Guðnason, Hreinn Jakobsson og Halla Bogadóttir. Þau gefa öll kost á sér til endurkjörs.

Þau sex sem næst eru því að ná kjöri í stjórn taka sæti í ráðgjafaráði SI.

Í fulltrúaráði SA eiga sæti 100 fulltrúar og þar af hefur SI nú 31. Reikna má með að fjöldi þeirra svipaður að þessu sinni.

Óskað er eftir tilnefningum til allra þessara trúnaðarstarfa og þurfa þær að hafa borist eigi síðar en 11. febrúar nk. til skrifstofu Samtaka iðnaðarins.

Aðalfundur

Hefðbundin aðalfundarstörf fara fram fyrir hádegi. Að þeim loknum er hádegisverður og ræður formanns og iðnaðarráðherra.

Dagskrá Iðnþings að þessu sinni verður helguð 10 ára afmæli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið og áhrifa hans á íslenskt atvinnulíf. Sömuleiðis mun 10 ára afmæli Samtaka iðnaðarins setja svip sinn á Iðnþing 2004.

Árshóf

Árshóf Samtakanna verður að venju haldið að kvöldi Iðnþingsdags í veislusalnum Versölum í Húsi iðnaðarins og hefst kl. 19.

Félagsmenn eru hvattir til þess að fjölmenna til Iðnþings og árshófs.

©Samtök iðnaðarins, 2004