• Vilmundur Jósefsson

Niðurstaða úr kjöri til stjórnar og ráðgjafaráðs Samtaka iðnaðarins

Halla Bogadóttir, Þorsteinn Víglundsson og Hreinn Jakobsson hlutu kosningu til stjórnar SI næstu tvö árin. Vilmundur Jósefsson var endurkjörinn formaður SI með rúmlega 90% greiddra atkvæða.

Kosningaþátttaka var 78,37%.

Formannskjör:

Vilmundur Jósefsson fékk 91,13% greiddra atkvæða.

Aðrir fengu 0,23% greiddra atkvæða.

Auð og ógild atkvæði 8,65%.

Vilmundur Jósefsson verður því formaður Samtaka iðnaðarins fram

að Iðnþingi 2005.

Kjör stjórnar og ráðgjafaráðs:

Alls gáfu 9 kost á sér.
Stjórn

Þessi þrjú hlutu flest atkvæði og setjast í stjórn Samtaka iðnaðarins til næstu tveggja ára:

Halla BogadóttirHalla Bogadóttir, Halla Boga gullsmíði 37.562 atkvæði

Þorsteinn VíglundssonÞorsteinn Víglundsson, BM Vallá hf. 37.014 atkvæði

Hreinn JakobssonHreinn Jakobsson, Skýrr hf. 28.952 atkvæði

 

 

 


Fyrir í stjórn Samtakanna eru:

Eiður HaraldssonEiður Haraldsson, Háfell ehf.

Guðlaugur AdolfssonGuðlaugur Adolfsson, Fagtak ehf.

Hörður ArnarssonHörður Arnarson, Marel hf.

Sigurður Bragi GuðmundssonSigurður Bragi Guðmundsson, Plastprent hf.

 

 

 

 

 
Ráðgjafaráð

Þessi komu næst að atkvæðatölu og eru kjörin til setu í ráðgjafaráði Samtaka iðnaðarins til eins árs og eru jafnframt varamenn í stjórn Samtakanna.

Þeim er raðað hér í stafrófsröð.

Aðalheiður Héðinsdóttir, Kaffitár ehf.

Baldur Guðnason, Mjöll-Frigg hf.

Bergsteinn Einarsson, Set hf.

Birgir Snorrason, Brauðgerð Kr. Jónsson & Co

Helgi Jóhannesson, Norðurmjólk ehf.

Páll Freysteinsson, Hugur hf.