• Þorsteinn Víglundsson

Nýr liðsmaður í stjórn SI.

Þorsteinn Víglundsson er nýr liðsmaður í stjórn SI.

Þorsteinn Víglundsson er nýr liðsmaður í stjórn Samtaka iðnaðarins. Hann er fæddur í Reykjavík árið 1969 og er stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands.

Þorsteinn var blaðamaður á viðskiptablaði Morgunblaðsins árin 1995-1997, yfirmaður greiningardeildar Kaupþings frá 1998-2000, deildarstjóri hjá Kaupthing Bank Luxembourg frá 2000-2002 og stjórnarformaður Lánstrausts 1999-2001. Þorsteinn á nú sæti í stjórn Sementsverksmiðjunnar hf. Hann hefur verið framkvæmdastjóri BM Vallár frá 2002.