Árshóf Samtaka iðnaðarins

Árshóf SI verður haldið í Gullteig á Grand Hótel Reykjavík föstudaginn 11. mars. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna á hófið.

Árshóf Samtaka iðnaðarins verður haldið í Gullteig á Grand Hótel Reykjavík föstudaginn 11. mars. Vinsamlegast hafið samband við Þóru Ólafsdóttur í síma 591 0103 eða tilkynnið þátttöku í netfangið thora@si.is eða mottaka@si.is.

Miðinn kostar 6.700 kr. Hófið hefst með fordrykk kl. 19.30.

Dagskrá

Helgi Magnússon, formaður SI setur hófið

Veislustjóri: Halldór Einarsson, HENSON Sports

Ræðumaður kvöldsins: Guðni Ágústsson

Skemmtiatriði:

  • Jóhannes Kristjánsson, eftirherma
  • 3Raddir & Beatur

Hljómsveitin Akademían leikur fyrir dansi.

Matseðill

Forréttur

  • Humarveisla - Sítrusmaríneraður humar, humarcarpaccio og smjörsteiktur humar

Aðalréttur

  • Lambatvenna - Villikryddað innralæri og lambafillet í kryddjurtum með gljáðu grænmeti, kartöfluturni og anískrydduðum soðgljáa.

Eftirréttur

  • Hnetusúkkulaðikaka með kahlúasósu og lime ís
  • Kaffi og Nóakonfekt

Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna á hófið.