Í framboði til stjórnar SI

Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins á Grand Hóteli 10. mars næstkomandi verður kosið til stjórnar. Árlega er kosið um formann og að þessu sinni er kosið um fjögur almenn stjórnarsæti. Póstkosning fer fram dagana 25. febrúar til 9. mars.

Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins á Grand Hóteli 10. mars næstkomandi verður kosið til stjórnar. Árlega er kosið um formann og að þessu sinni er kosið um fjögur almenn stjórnarsæti. Póstkosning fer fram dagana 25. febrúar til 9. mars.

Í kjöri til formanns

Helgi-Magnusson2011

Helgi Magnússon
f. 14. janúar 1949

Formaður SI

 

Kosið er til almennrar stjórnarsetu til tveggja ára í senn. Frambjóðendur voru spurðir um áhugamál þeirra auk þess sem grennslast var fyrir um ástæðu þess að viðkomandi býður sig fram til stjórnar SI.

Í kjöri til almennra stjórnarstarfa

 Andri-Gudmundsson Andri Þór Guðmundsson

f. 24. september 1966, Öl. Egill Skallagrímsson ehf.

Ég vil hafa áhrif á gang mála hjá SI. Ég tel að starfið megi gera markvissara. Rödd iðnaðarins þarf að heyrast hátt og skýrt og starfsumhverfi þarf að bæta sérstaklega með tilliti til vaxtastigs og gjaldmiðils.

Áhugamál: Þau eiga það sammerkt að snúast um útiveru og eru helst fjallganga, golf, veiði og skíði.

 
   
 Halldór-Einarsson---2009-25 Halldór Einarsson

f.23.desember 1947, HENSON       

Ég hef notið þeirrar ánægju að reka iðnfyrirtækið HENSON í yfir fjörutíu ár þar sem hráefni er umbreytt í söluvöru. Hver dagur er áskorun og vöruþróun stöðug og spennandi. Með framboði mínu til stjórnar SI vil ég miðla viðhorfum þeirra sem starfa í meðalstóru fyrirtæki á opnum markaði. Að undanförnu hefur mikil áhersla verið lögð á fjárfestingar í stóriðju en menn gleyma því gjarnan að 95% fyrirtækja eru lítil og meðalstór. Innan slíkra fyrirtækja eru nýsköpun, fjárfestingar og ný störf sá slagkraftur sem atvinnulífið þarf á að halda.

Áhugamál: vinnan, íþróttir, listmálun og tónlist.

   
 hilmar Hilmar V. Pétursson

f. 14. júlí 1973, CCP hf.

Í gegnum störf mín hjá CCP í alþjóðlegu samkeppnisumhverfi hef ég kynnst þeim leiðum sem aðrar þjóðir hafa farið til að ýta undir sprotaiðnað og hvetja til nýsköpunar. Síðustu 6 ár hef ég komið að starfi Samtaka iðnaðarins á margvíslegan hátt. Ég hef setið í stjórn fyrirtækja á sviði upplýsingatækni, starfað með sprotafyrirtækjum, er formaður SUT og komið að stofnun Samtaka leikjafyrirtækja innan SI. Þessi ár hafa verið lærdómsrík og mér hefur þótt gefandi að miðla þeirri

þekkingu sem ég hef öðlast hjá CCP. Nú langar mig að taka næsta skref og bjóða fram krafta mína í stjórn SI.

Áhugamál: Tölvuleikir, ljósmyndun og stangveiði.

   
 kolbeinn-kristinsson Kolbeinn Kolbeinsson

f. 30. desember 1953, Ístak hf.

Ég tel mjög brýnt að íslenskur iðnaður taki forystu í þjóðfélagsumræðunni og beiti sér af krafti í endurreisninni. Ég er málsvari þess að koma af stað atvinnuskapandi og arðbærum verkefnum, jafnt smáum sem stórum, með aðkomu innlendra og erlendra fjárfesta. Íslenskum iðnaði þarf að tryggja jafnara og samkeppnishæfara starfsumhverfi í alþjóðlegum samanburði. Þá vil ég stuðla enn frekar að heilbrigðara starfsumhverfi fyrir mannvirkjagerð hér á landi, öllum til heilla. Að síðustu tel ég mikilvægt að samtök okkar hafi forystu í að efla tæknimenntun og rannsóknir hér á landi.

Áhugamál: Mannvirkjagerð, menntamál og allt sem fær blóðið til að renna.

   
 Gudrun-2007-012 Guðrún Hafsteinsdóttir

f. 9. febrúar 1970, markaðsstjóri Kjörís ehf.

Ég hef setið  í stjórn  Kjöríss ehf. síðan 1993. Ég hef fylgst með íslenskri matvælaframleiðslu frá unga aldri og þeim breytingum og þróun sem orðið hafa í þeirri grein íslensks iðnaðar.  Alla tíð hefur framleiðsla hvers konar vakið sérstakan áhuga minn enda tel ég að atburðir síðustu ára hafi fært okkur heim sanninn um  að innlend framleiðsla og iðnaður skipta sköpum fyrir íslenskt samfélag. Ég eins og aðrir Íslendingar allir er afar stolt af fyrirtækjunum sem starfa á því sviði.  Ég vil sjá íslenskan iðnað vaxa og eflast í sátt við umhverfi sitt og samfélag. Til þess að svo geti orðið þarf að standa vörð um hagsmuni íslensks iðnaðar og gæta  þess að íslensk fyrirtæki starfi á jafnréttisgrunni óháð búsetu. Með framboði mínu býðst ég til þess að taka þátt í eflingu íslensks iðnaðar með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi.

   
 Tomas-Mar Tómas Már Sigurðsson

f. 1. febrúar 1968, Alcoa Fjarðaál.

Ég hef alið allan minn starfsaldur í iðnaði og hef mikinn áhuga á hagsmunamálum iðnaðar, umhverfi til nýsköpunar og vaxtar. Það er afar mikilvægt að við stöndum öflug saman á tímum mikilla hremminga. Við þurfum að beina kröftum okkar að því að byggja upp til framtíðar og hlúa að undirstöðum, menntun og auðlindum. Ég hef þegar verið 2 ár í stjórn SI en tel að mikið verk sé framundan við að tryggja stöðu fyrirtækja í landinu og byggja upp grunninn til framtíðar. Áhugamálin eru mjög mörg en snúast flest um að eiga góðar samverustundir með fjölskyldunni við útiveru eins og skíði, veiðar og golf.