Skýrslur og rit

Lengi býr að fyrstu gerð

05.01.2009

Samtök iðnaðarins og Háskólinn á Akureyri hafa gefið út rit um nýliðun sem nefnist Lengi býr að fyrstu gerð. Ritið er vefrit og er notkun þess frjáls og án endurgjalds. Höfuðmarkmið ritsins eru:

  • Að sýna hve mikilvægt er að taka vel á móti nýju starfsfólki; upplýsa það hratt og vel um hlutverk sitt og gefa því völd í samræmi við það
  • Að kynna mikilvægi mannauðsstjórnunar
  • Að gefa innsýn í hvernig sum íslensk fyrirtæki standa að nýliðun og stjórnun starfsfólks

Ritið kom út í september 2008, rétt um það leyti sem íslenskt samfélag tók skyndilega dýfu sem enn er ekki ljóst hvernig endar.

Ingi Bogi Bogason, forstöðumaður mennta- og mannauðsmála, og Ingi Rúnar Eðvarðsson, prófessor í stjórnun við Viðskipta- og raunvísindadeild Háskólans á Akureyri eru höfundar ritsins.