Fréttasafn  • Lög

19. jan. 2015 Lögfræðileg málefni

Samantekt yfir nýsamþykkt lög og breytingar á lögum

Samtök iðnaðarins hafa tekið saman yfirlit yfir nýsamþykkt lög og breytingar á lögum sem SI hafa látið sig varða.

Lög um breytingu á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, brottfall laga nr. 97/1987, um vörugjald, breytingu á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, og breytingu á fleiri lögum (kerfisbreyting á virðisaukaskatti, brottfall laga og hækkun barnabóta).

http://www.althingi.is/altext/144/s/0779.html  

Með þessum laga breytingum er bilið á milli skattþrepa í virðisaukaskatti minnkað og undanþágum frá skattinum fækkað. Þá hafa lög nr. 97/1987, um vörugjald, verði felld niður. Loks hafa verið gerðar breytingar á ákvæðum laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, er varða barnabætur.

Umsögn SI:

http://www.si.is/media/logfraedileg-malefni/umsogn.vsk.og.ymsar.forsendur.fjarlagafrumvarps.2.og.3.mal.2014.lokautga....pdf

  Lög um ýmsar forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2015

http://www.althingi.is/altext/144/s/0780.html

Lög þessi eru í beinum tengslum við fjárlög 2015 og hafa bæði áhrif á tekju- og gjaldahlið fjárlaganna. Samhliða þessum lögum voru samþykktar breytingar á lögum um virðisaukaskatt og vörugjald, auk mótvægisaðgerða í formi breytinga á ákvæðum tekjuskattslaga um barnabætur.

Umsögn SI:

http://www.si.is/media/logfraedileg-malefni/umsogn.vsk.og.ymsar.forsendur.fjarlagafrumvarps.2.og.3.mal.2014.lokautga....pdf

Lög um breytingu á lögum nr. 106/2000, um mat á umhverfisáhrifum, með síðari breytingum (viðaukar, tilkynningarskyldar framkvæmdir, flutningur stjórnsýslu). 

http://www.althingi.is/altext/144/s/0748.html

Með lögunum er leitast til að að mæta athugasemdum EFTA (ESA) sem bárust umhverfisráðuneytinu vegna núgildandi laga um mat á umhverfisáhrifum.

Umsögn SI:

http://www.si.is/media/logfraedileg-malefni/Umsogn-um-mat-a-umhverfisahrifum.pdf

Lög um byggingarvörur. 

http://www.althingi.is/altext/144/s/0514.html

Lögunum er ætlað að tryggja að áreiðanlegar upplýsingar liggi fyrir um eiginleika byggingarvara með tilliti til þeirra grunnkrafna sem mannvirkjum er ætlað að uppfylla, t.d. um öryggi og hollustu. Með því að samræma aðferðir, kröfur og hugtakanotkun í samræmdri Evrópulöggjöf skapast grundvöllur fyrir frjálsu flæði byggingarvara innan Evrópu.

Umsögn SI:

http://www.si.is/media/logfraedileg-malefni/Byggingavorur-54.-mal-umsogn.pdf

Lög um breytingu á lögum um breytingu á lögum 152/2009 mál 405  um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki

http://www.althingi.is/altext/144/s/0784.html

Með þessum lagabreytingum var gildistími laganna framlengdur til ársins 2019 en þau hefðu annars fallið úr gildi í árslok 2014.  Með lagabreytingunni var einnig skerpt á nokkrum skilgreiningum, umsóknarfrestur færður til 1. október í stað 1. september auk þess sem Ríkisskattstjóra var heimilað að veita Rannís upplýsingar um niðurstöðu skattfrádráttar hjá einstökum fyrirtækjum.

Umsögn SI: 

http://www.si.is/media/logfraedileg-malefni/log-nr.-1522009-um-studning-vid-nyskopunarfyrirtaeki-mal-nr.-405.pdf