A-Vottun

a-gaedaA-Vottun

Þegar fyrirtæki hefur öðlast C-vottun hafa verið búin til þau stjórntæki sem eru forsenda fyrir B- og A-vottun. Þau fyrirtæki, sem ná A-vottun, eiga mjög skammt í að fullnægja hinum alþjóðlega gæðastaðli ISO-9000:2000.



a.1 Árleg stefnumótun

Í upphafi hvers árs er stefnumótun, samanber c.1 í 2. þrepi, endurskoðuð, ný markmið sett og aðgerðaráætlun útbúin.

a.2 Áætlanir

Eftirtaldar áætlanir liggja fyrir í upphafi hvers árs:

- Rekstraráætlun

- Söluáætlun

- Fjárfestingaráætlun.

- Greiðsluáætlun

- Endurmenntunaráætlun

a.3 Verklagsreglur

Í fyrirtækinu hefur verið gengið frá verklagsreglum um eftirfarandi þætti, þær vistaðar í gæðahandbók og eru aðgengilegar til að mæta kröfum verkkaupa og þörfum starfsmanna vegna starfa þeirra:

- Fjármálastjórn

- Launagreiðslur

- Tilboðsgerð

- Samningsgerð

- Fundir

- Verkáætlanir

- Innra eftirlit

- Umhirða tækja

a.4 Notendahandbók

Í stærri verkum er gerð notendahandbók með leiðbeiningum um notkun, hirðu og gerð véla, tækja og/eða mannvirkja.

a.5 Yfirlit verktrygginga

Í tengslum við greiðsluáætlun, sbr. a.2. í 4. þrepi, liggur fyrir yfirlit yfir útistandi verktryggingar og geymslufé.