B-Vottun

B vottunB-Vottun

Þegar fyrirtæki hefur öðlast B - vottun er nokkuð víst að þau uppfylli öll skilyrði sem verkkaupar gera um gæðastjórnun.b.1 Starfslýsingar

Allir starfsmenn hafa undir höndum skriflega lýsingu á starfi sínu og stöðu í samræmi við fyrirliggjandi skipurit.

b.2 Verklagsreglur

Í fyrirtækinu hefur verið gengið frá verklagsreglum um eftirfarandi þætti, þær vistaðar í gæðahandbók og eru aðgengilegar til að mæta kröfum verkkaupa og þörfum starfsmanna vegna starfa þeirra:

- Póst inn og út

- Þjálfun starfsmanna

- Frábrigði

- Gæðatryggingu

- Innkaup

- Móttöku á vörum

- Aukaverk við verksamning

- Breytingar á verksamningi          

- Móttöku á hönnunargögnum

- Skjalavarsla

- Útsendir reikningar

- Verkþáttarýni

- Dagbók

- Vikuskýrslur

b.3 Samanburður á arðsemi

Gerður er samanburður á afkomu samningsverkefna (projekt) sem og eigin framleiðslu þannig að greina má þau verkefni sem skapa mesta framlegð.

b.4 Tilboðs- og samningsrýni

Væntingar og kröfur viðskiptavina hafa verið greindar og niðurstöður skráðar á vinnslublað og/eða gátlista, sem þeir hafa staðfest.

b.5 Eftirlitsáætlun

Gerð er áætlun um vöktun á framgangi verkþátta sem byggir m.a. á niðurstöðum gátlista frá verkþáttarýni, samanber c.9 í 2. þrepi og kröfum í útboðsgögnum.

b.6 Öryggiseftirlit

Farið er eftir öryggis- og heilbrigðisáætlun, samanber c.7 í 2. þrepi

b.7 Verkefnafundir

Stjórnendur halda reglubundna fundi um framvindu einstakra verkefna. Til að tryggja rekjanleika er haldin fundargerð, ákvarðanir tímasettar og ábyrgðamenn tilgreindir.