D-Vottun

d-gaedaD-Vottun

Vottun fyrsta þreps (D-vottun) krefst þess að fyrirtæki standist tilteknar lágmarkskröfur um aðgengi að áreiðanlegum upplýsingum um staðreyndir í rekstrinum. Þessar upplýsingar eru undirstaða þess að stíga næsta skref (C-vottun) að undangenginni úttekt og vottun. Fyrirtæki getur óskað sérfræðiaðstoðar við þessa vinnu.



d.1 - Verkskráningar

Manna,- og vélatími og aðrir kostnaðarliðir skili sér með hagkvæmum hætti til útskriftar reikninga og útreikninga á framlegð. Tími og kostnaður greinist á sérhvert verk.

d.2 - Hráefnisskráningar

Aðföng (hráefni, vara- og íhlutir til ákveðinna verka) og aðrir kostnaðarliðir skráðir á viðkomandi verk

d.3   - Rekjanleiki tilboða

Samningar eru í tölusettri röð með hlaupandi númerum.  Samningsnúmer er sama og  verknúmer sem notað er til verkskráningar.

d.4   - Rekjanleiki samninga 

Tilboð eru í tölusettri röð með hlaupandi númerum.

d.5   - Véla og tækjalisti 

Listi yfir tæki og vélar sem inniheldur númer og aldur ásamt verðgildi (innkaupsverð að frádregnum afskriftum).  Vélar og tæki númeruð með greinilegu númeri.

d.6   - Rýni hönnunargagna 

Fyrirmæli og óskir viðskiptavinarins skilgreindar og skráðar. Vafaatriði útkljáð  og niðurstöður skjalfestar á gátlistum eða verkbeiðnum.

d.7   - Innkaupaáætlun í upphafi verks

Áætlun um aðföng fyrir verkið í heild, tenging við tímasetningu sérhvers verkþáttar.

d.8   - Verklagsreglur um öryggismál

Verklagsregla um hvernig tekið er (verður) á öryggis- og umhverfismála í fyrirtækinu.

d.9   - Gæðaviðmið

Tæknilýsing yfir alla framleiðslu og þjónustu fyrirtækisins. Teikningar, verklýsingar, kröfur,   skilgreind leyfileg frávik.

d.10 - Skipurit

Skipurit yfir starfsemina og alla starfsmenn

d.11 - Skipulag

Uppdráttur af fyrirtækinu sem sýnir helstu starfsstöðvar og flæði milli þeirra.

d.12 - Ráðningasamningar

Ráðningasamningar fyrir alla starfsmenn