Viðburðir
03.05.2018 Háskólinn í Reykjavík

Stelpur og tækni

Verkefnið Stelpur og tækni verður 3. maí þegar um 750 stelpum úr 9. bekkjum grunnskóla er boðið í Háskólann í Reykjavík og fjölmörg tæknifyrirtæki. Að verkefninu standa Háskólinn í Reykjavík, Ský og Samtök iðnaðarins. Það fór upphaflega af stað með styrk úr framkvæmdasjóði jafnréttismála og hefur nú hlotið styrk úr samfélagssjóði Alcoa. Markmiðið er að vekja áhuga stelpna á ýmsum möguleikum í tækninámi og störfum, brjóta niður staðalímyndir og sýna þeim fjölbreytileikann sem einkennir tækniiðnaðinn. 

Hér er hægt að lesa nánar um viðburðinn.