Viðburðir
04.04.2024 kl. 16:00 Hús atvinnulífsins, Borgartúni 35

Aðalfundur Samtaka sprotafyrirtækja

Aðalfundur Samtaka sprotafyrirtækja, SSP,  fer fram fimmtudaginn 4. apríl kl. 16.00 í Húsi atvinnulífsins. Að fundi loknum verður opinn fundur um fyrstu sporin í fjárfestingum sprotafyrirtækja.

Óskað er eftir framboðum í stjórn samtakanna, kosið verður í embætti formanns, 2-4 meðstjórnenda til tveggja ára. Hægt verður að bjóða sig fram á fundinum sjálfum en þangað til er tekið við framboðum á netfanginu erla@si.is.

Dagskrá

16:00 – 17:00: Hefðbundinn aðalfundur

  1. Fida Abu Libdeh, stofnandi og framkvæmdastjóri GeoSilica, og fráfarandi formaður SSP opnar fundinn
  2. Kjör á fundarstjóra og ritara fundar
  3. Formaður flytur skýrslu stjórnar fyrir starfsárið 2023-2024
  4. Breytingar starfsreglna, sjá viðfestar breytingartillögur
  5. Kosning stjórnar a. Formaður til eins árs b. Kosning meðstjórnenda
  6. Stjórnarkjöri lýst
  7. Önnur mál

17:00 – 18:00: Sjálfbærni; Hafþór Ægir Sigurjónsson frá KPMG

Panelumræður í kjölfar fyrirlestrar Hafþór Ægis. Þátttakendur í panel ásamt Hafþóri verða:

  • Ásthildur Otharsdóttir, frá Frumtak Ventures og í stjórn Framvís

  • Guðmundur Sigbergsson, stofnandi og framkvæmdarstjóri International Carbon Registry

Alexander Jóhönnuson, stofnandi og framkvæmdarstjóri Ignas ehf. og í stjórn SSP, stýrir umræðum.

Að fundi loknum verður boðið upp á veitingar.

Bókunartímabil er frá 20 mar. 2024 til 4 apr. 2024