Viðburðir
14.05.2024 kl. 11:30 - 13:00 Gróska í Vatnsmýri

Patent Pioneers - fundur í Nýsköpunarvikunni

HugverkastofanKerecis og Samtök iðnaðarins standa fyrir fundi í Nýsköpunarvikunni þriðjudaginn 14. maí kl. 11.30-13.00 í Grósku þar sem rætt verður um nýsköpun og mikilvægi hugverkaréttinda og einkaleyfa.

Yfirskrift fundarins er Patent Pioneers - stories of how innovation and patents are shaping the future.

Framsögu hafa Borghildur Erlingsdóttir hjá Einkaleyfastofu, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Karl Jónsson hjá LUUM.iO og Visiolite LLC, Sveinbjörn Gizurarson hjá Háskóla Íslands, Helga Dögg Flosadóttir hjá Atmonia, Guðmundur Fertram Sigurjónsson hjá Kerecis og Sigurður Hannesson hjá Samtökum iðnaðarins.

Á Facebook er hægt að nálgast frekari upplýsingar um viðburðinn.