11. FPC- Leiðbeining og framkvæmd til að fá CE- merkingu - Dæmi; síða 1 af 3.

Hvernig útbý ég virka verkáætlun þannig að ég geti CE-merkt framleiðslu mína þegar þess verður krafist?

Dæmi

Þrep 1: Skilgreina fyrirtækið

Eitt af því fyrsta,, sem þarf til að geta CE-merkt eina eða fleiri framleiðsluvörur, er að gera sér grein fyrir hversu umfangsmikið það er í hverju tilviki.

Umfangið ræðst að mestu af þrem þáttum:

 1. Fjölda krafna sem koma fram í tæknilýsingum varðandi viðkomandi vöru

 2. Flækjustig framleiðslunnar

 3. Stærð fyrirtækisins

Síða 1 - Þessi síða
Síða 2 - FPC- Leiðbeining og framkvæmd til að fá CE-merkingu á framleiðslu
Síða 3 - Dæmi um aðgerðir ásamt tímaáætlun

Hvernig útbý ég virka verkáætlun þannig að ég geti CE-merkt framleiðslu mína þegar þess verður krafist?

Dæmi

Þrep 1: Skilgreina fyrirtækið

Eitt af því fyrsta,, sem þarf til að geta CE-merkt eina eða fleiri framleiðsluvörur, er að gera sér grein fyrir hversu umfangsmikið það er í hverju tilviki.

Umfangið ræðst að mestu af þrem þáttum:

 1. Fjölda krafna sem koma fram í tæknilýsingum varðandi viðkomandi vöru

 2. Flækjustig framleiðslunnar

 3. Stærð fyrirtækisins

Fjöldi krafna og tæknieiginleika

Í þriggja manna fyrirtæki þar sem framleiðsla er einföld, t.d. möl, og fáar kröfur gerðar í tæknilýsingum ætti hvorki að taka langan tíma né mikla vinnu að fá CE-merkingu. Ef um er að ræða flóknari framleiðslu, t.d. bjálkahús, og stóra verksmiðju og gerðar eru margar tæknilegar kröfur má búast við að þetta taki lengri tíma og krefjist margra aðgerða.

Í þessum einföldu dæmum má benda á að í stóru verksmiðjunni, þar sem framleiðslan er flókin, eru allar líkur á að til staðar sé meiri reynsla og þekking varðandi gæðastjórnunarkerfi og að stjórnendur séu vanir að takast á við álíka verkefni. Öll slík reynsla auðveldar fyrirtæknum að fá CE-merkingu.

I fylgiskjali. 11.1 og 11.2 eru sýnd tvö dæmi um hvernig hægt er að skipuleggja tíma og aðgerðir til að fá CE-merkingu. Þau sýna á hversu stuttum tíma því verður komið í verk ef dugnaður og góður vilji eru fyrir hendi.

Með því að skipuleggja ferlið er auðveldara að gera sér grein fyrir umfanginu og því sem gera þarf til að ná markmiðinu.

Þrep 2: Hvaða kröfum þarf að fullnægja til að fá CE-merkið

Mikilvæg atriði
Lykilorðin að góðum árangir eru:

 • „Jákvætt viðhorf”

 • Engir galdrar

 • Í þágu fyrirtækisins

 • Gerið hlutina sjálf – Gerið sjálf það sem gera þarf

 • Notið þann fjársjóð sem þið eigið

 • Lítið er gott

Jákvætt viðhorf – þú mátt gráta þegar þessu er lokið!
Það er oftast vegna utanaðkomandi krafna og þá helst frá markaðnum að fyrirtæki sækist eftir CE- merkingu á framleiðslu sína. Í sjálfu sér getur þetta verið hvatning fyrir fyrirtækið – fullnægðu kröfunum eða „lokaðu fyrirtækinu” – en slík hvatning er sjaldan sú besta til að ná árangri. Það getur orðið til þess að menn velja að stökkva yfir „garðinn þar sem hann er lægstur” – að ráðast í slíkt til þess eins að standast lágmarkskröfur.

Eins og fram kemur hér á eftir felst mesti ávinningur fyrirtækisins í að grípa tækifærið og fara með markvissum hætti gegnum tilheyrandi ferla og aðgerðir til að fá CE- merkingu á eina eða fleiri framleiðsluvörur. Þetta er verkefni sem stjórnendur eiga að vera í fararbroddi við að vinna.


Engir galdrar – forgangsverk og skipulögð heilbrigð skynsemi
Einn þáttur í hugmyndafræðinni að baki FPC (framleiðslustjórnun) er að tryggja einsleita framleiðslu sem getur aðeins orðið til bóta fyrir öll fyrirtæki. Misgóð framleiðsla eykur líkur á óánægðum viðskiptavinum, gallaðri framleiðslu og lakri þjónustu. Kröfur til gæðakerfisins, sem fyrirtækið þarf að útbúa og reka, eru fyrst og fremst forgangsröðun og skipulögð heilbrigð skynsemi. En hvort gæðakerfið gerir sitt gagn fer allt eftir því hvernig fyrirtækið innleiðir notkun þess og hvernig það er upp byggt.

Þess vegna skal allt frá byrjun vinna að kerfi sem kemur að gagni og er notað:

 • í þágu fyrirtækisins!

 • með áherslu á framleiðsluna – ekki kröfurnar!

Með sama hætti þarf að tengja kröfurnar við gæðakerfið sem er byggt upp í samræmi við framleiðsluna. Sjónum skal beint að þeim þáttum framleiðslunnar þar sem flest mistök verða eða þar sem mistök geta haft alvarlegar afleiðingar. Þá eru líkur á að starfsmennirnir sjái gagnsemi gæðakerfisins og tilgang með gæðaeftirliti og tilheyrandi skráningum.

Ekkert kerfi virkar nema þeir, sem nota það, sjái tilgang og gagnsemi í því. Hvorki starfsmenn né stjórnendur munu leggja sig fram við að framfylgja kerfi sem þeir hafa ekki trú á að skili árangri.

Gerið hlutina sjálf – þið þekkið fyrirtækið ykkar best
Í þessu ferli er auðveldast að biðja ráðgjafa um tilboð: Hvað tekur þú fyrir og hvað langan tíma tekur þig að koma upp framleiðslustjórnunarkerfi? En það er ekki endilega besta leiðin.

Þið þekkið framleiðslu ykkar betur en aðrir og eruð því þau hæfustu til að vinna verkið. Notaðu því ráðgjafann eingöngu þar sem þið fáið mest fyrir peningana, sem er:

 • Gagnagrunnur – réttur ráðgjafi býr oft yfir meiri þekkingu en er að finna úti í fyrirtækjunum varðandi áherslur og kröfur um framleiðslustjórnun og reynslu í uppbyggingu gæðastjórnunarkerfa

 • Innblástur – réttur ráðgjafi kann að spyrja spurninga um framleiðsluna með tilliti til þess að þeir, sem hafa unnið við hana í mörg ár, eru e.t.v. orðnir samdauna þeim aðferðum sem beitt er við framleiðsluna.

 • Viðhald og eftirrekstur – oft reynist erfitt að halda sig við efnið samhliða daglegu amstri við framleiðslu. Þá er oft mest þörf fyrir góðan ráðgjafa sem heldur manni við efnið.

Látið ráðgjafana aldrei leiða ykkur til neins sem hljómar ekki sannfærandi, ef einu rökin eru: „það stendur í kröfunum” þá eru þau ekki til neins.

Það tekur oft lengri tíma að byggja sjálfur upp framleiðslustjórnunarkerfi en að kaupa staðlaða útgáfu af ráðgjafa en hættan er að árangurinn verði ómarkvisst kerfi sem virkar ekki sem skyldi. Framleiðslustjórnunarkerfi (FPC) á að vera breytilegt, lifandi kerfi sem aðlagast framleiðslunni og þeim breytingum sem hún tekur. Það getur aðeins heppnast ef fyrirtækið og starfsmennirnir hafa tekið þátt í að skapa það og telja það sitt eigið. Það á sjaldnast við þegar um aðkeypt staðlað kerfi er að ræða.

Notaðu þann „fjársjóð” sem þú átt – starfsmennina!
Starfsmennirnir er oftast sá brunnur þekkingar sem á þarf að halda þegar kemur að því að byggja upp fullnægja kröfum um FPC-kerfi. Þeir þekkja framleiðsluna í smáatriðum og vita hvar „skórinn kreppir.” Það býr jákvæðni og mikil þekking í allflestum starfsmönnum og meðvirkni og þekking þeirra er gulls í gildi í sambandi við uppbyggingu og innleiðingu á FPC-kerfi.

Auk þess vinna flestir – bæði stjórnendur og almennir starfsmenn - af meiri áhuga og natni í kerfi sem þeir hafa sjálfir tekið þátt í að skapa en kerfi sem þeir hafa verið þvingaðir til að nota og kemur því aldrei að fullum notum fyrir fyrirtækið. Ef starfsmennirnir sjá ekki gagnsemi í því sem eru að gera er hætt við að ekki verði samræmi milli þess sem skráð er og þess sem raunverulega er unnið.

Lítið er gott – lærið list takmarkanna
Það auðveldasta er að byggja upp öflugt kerfi með fullt af verklagsreglum og eyðublöðum sem á að fylla út við ólíklegustu aðstæður. Að velja, hafna og finna út hvað hentar í sérhverju tilviki er erfiðara og tekur lengri tíma en annars væri en það er nauðsynlegt ef fyrirtækið á ekki að drukkna í óþarfa pappír og skráningum. Eins og áður hefur komið fram þarf að vera skynsamlegt samhengi milli áhættu og umfangi eftirlitsins.

Aftur í gátlista

Næsta síða »Skjalastjórnun

Skjal nr: 12340                      Síðast samþykkt:  12. júlí 2006
Skjalagerð: Grein                               Síðast endurskoðað: 19. febrúar 2004


 
Copyright © 2006 ce-byg