• Hagvöxtur innan EFTA og ESB 1980 - 1995

15. maí 2003

Aukning hagvaxtar undir meðaltali í Evrópu

Meðalhagvöxtur á Íslandi hefur verið undir meðaltali ríkja sem eiga aðild að EFTA og ESB. Þetta var meðal þess sem kom fram á fundi fjármálaráðherra OECD ríkjanna í París þann 29. apríl sl. í skýrslunni ?Agenda for growth? sem þar var kynnt og mætti e.t.v. kalla Forsendur hagvaxtar.

Í skýrslunni er að finna mikið af athyglisverðum upplýsingum m.a. um það sem kallað er ?Average trend growth in GDP per capita? þ.e. aukning meðalhagvaxtar miðað við þjóðarframleiðslu á íbúa.

Tekin eru tvö tímabil, annars vegar frá 1980-1995 og hins vegar frá 1995-2002.

Ef einungis er miðað við þau 18 OECD ríki sem hafa átt aðild að EFTA og ESB á tímabilinu kemur í ljós að Ísland lendir í 16. sæti þessara ríkja á fyrra tímabilinu og því 8. á því síðara og er í báðum tilvikum undir meðaltalshagvexti í þessum ríkjum.

Hagvöxtur innan EFTA og ESB 1980 - 1995


Heimild: OECD Agenda for Growth April 2003

Hagvöxtur innan EFTA og ESB 1980 - 1995 -2
Heimild: OECD Agenda for Growth April 2003

Þessar upplýsingar má auðvitað skoða frá ýmsum hliðum. Fyrir íslenskt þjóðarstolt er best að skoða breytinguna milli þessara tveggja tímabila. Þá lendum við í 5. sæti en í þeim samanburði ber svo við Lúxemborg lendir í 16. sæti þrátt fyrir að vera í 1. sæti 1980-1995 og 2. sæti 1995-2002, annars vegar með 4,2% og hins vegar 3,7% hagvöxt. Í báðum tilvikum miklu hærri en á Íslandi sem var 1,2% og 2,3% á sama tíma.

Auking meðalhagvaxtar milli tímabila 1980 / 1995 - 1995 /2002 í EFTA og ESB
Heimild: OECD Agenda for Growth April 2003

Á þetta er bent hér til þess að vekja athygli á því að þrátt fyrir að Ísland standi sig allvel í samanburði við önnur ríki hvað hagvöxt varðar þá er enn langt í land að Ísland sé í fararbroddi í þeim efnum meðal Evrópuríkja. Þetta er hollt að hafa í huga þegar rætt er um efnahagsmál á Íslandi og stöðu smærri ríkja í Evrópu en á síðara viðmiðunartímabilinu sem OECD skoðar hafa m.a Írland, Lúxemborg, Finnland og Svíþjóð náð betri árangri í hagvexti en Ísland.

Skýrsla OECD á PDF sniði

Jón Steindór Valdimarsson

©Samtök iðnaðarins, 15. maí 2003