Iðnþing 2000
Iðnaður og upplýsingatækni við upphaf nýrrar aldar - Upplýsingatækni lykill að hagsæld -
Iðnþing 2000 var haldið undir kjörorðinu "Upplýsingatækni og þekkingariðnaður á Íslandi" og var dagskráin fjölbreytt að vanda. Í ályktun Iðnþings leggja Samtök iðnaðarins áherslu á að áfram verði haldið að markaðsvæða hagkerfið og færa umhverfi fyrirtækja hér á landi í það horf sem best gerist í heiminum.
Iðnþing 2000 var haldið undir kjörorðinu "Upplýsingatækni og þekkingariðnaður á Íslandi" og var dagskráin fjölbreytt að vanda. Í ályktun Iðnþings leggja Samtök iðnaðarins áherslu á að áfram verði haldið að markaðsvæða hagkerfið og færa umhverfi fyrirtækja hér á landi í það horf sem best gerist í heiminum.
Í ályktuninni kemur fram að launakjör þurfi að þróast hér í takt við framleiðni og vera í samræmi við það sem gerist í okkar nágranna- og samkeppnislöndum. Í ályktuninni er fullyrt að tæknivæðing og aukin menntun starfsmanna sé besta leiðin til að bæta varanlega lífskjör þjóðarinnar.
Vilmundur Jósefsson, framkvæmdastjóri Gæðafæðis, var kosinn formaður SI og tekur hann við af Haraldi Sumarliðasyni sem gaf ekki kost á sér eftir áratuga störf í framvarðarsveit iðnaðarins.
Dagskrá Iðnþings 2000
9:30 |
Iðnþing sett - Haraldur Sumarliðason formaður |
|
|
|
Upplýsingatækni og þekkingariðnaður á Íslandi
Möguleikar við upphaf nýrrar aldar? Hreinn Jakobsson, forstjóri, Skýrr hf. Guðmundur Óskarsson, verkfr., Hugvit hf. Friðrik Sigurðsson, forstjóri, TölvuMyndir hf. Gunnar Ingimundarson, framkv.stj., Hugur forritaþróun / EJS hf. |
|
Hádegisverður í boði Samtaka iðnaðarins
Margmiðlunarkynning á nokkrum verkefnum á vegum SI Ræða formanns SI, Haraldar Sumarliðasonar Ræða iðnaðarráðherra, Valgerðar Sverrisdóttur |
|
Opnun vefs um iðnað fyrir ungt fólk - idnadur.is
Iðnaðarráðherra opnar vefinn formlega |
|
Notendur upplýsingatækninnar
Hvernig nota iðnfyrirtækin upplýsingatæknina í starfi sínu? Ari Arnalds, forstjóri, Verk- og kerfisfræðistofan hf. Eysteinn Haraldsson, verkfr., Íslenskir aðalverktakar hf. Magnús Ingi Stefánsson, forstöðumaður upplýsingasviðs, MS Ásgeir Ásgeirsson, forstöðumaður upplýsingatæknideildar, Marel hf. Guðbrandur Magnússon, framleiðslustjóri, Morgunblaðið |
|
|
16:00 |
Aðalfundarstörf
1. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár 2. Ársreikningar Samtaka iðnaðarins 3. Tillaga stjórnar að fjárhagsáætlun næsta árs 4. Lagabreytingar 5. Lýst kjöri formanns og meðstjórnenda 6. Kosning löggilts endurskoðanda 7. Kosning kjörstjóra og aðstoðarmanna hans 8. Önnur mál |
|
|
17:00 |
Þingslit |