Fjármálakerfið og sprotafyrirtækin

Erindi Úlfars Steindórssonar framkvæmdastjóra Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins á Iðnþingi 15. mars 2002

Í erindi sínu fjallaði Úlfar um þann vanda sem sprotafyrirtæki eiga í varðandi fjármögnun og hvernig taka mætti á honum. Hann gat þess m.a. að nýjum fyrirtækjum hefði fjölgað mjög ár árunum 1998 til 2000 en þá voru skilyrði til stofnunar og fjármögnunar fyrirtækja mjög góð hér á landi en nú hafi syrt í álinn þar sem verulega hafi dregið úr framboði áhættufjármagns.

Úlfar Steinþórsson á Iðnþingi 2002Í erindi sínu fjallaði Úlfar um þann vanda sem sprotafyrirtæki eiga í varðandi fjármögnun og hvernig taka mætti á honum. Hann gat þess m.a. að nýjum fyrirtækjum hefði fjölgað mjög ár árunum 1998 til 2000 en þá voru skilyrði til stofnunar og fjármögnunar fyrirtækja mjög góð hér á landi en nú hafi syrt í álinn þar sem verulega hafi dregið úr framboði áhættufjármagns.

Fjárfestar virðist mun varkárari en áður enda hafi misjafnlega gengið hjá þeim fyrirtækjum sem fjárfestar komu að. Því sé nú komin upp eins konar pattstaða í fjármögnun, rekstri og framkvæmd nýrra viðskiptahugmynda og fyrirtækja. Skoða þurfi í fullri alvöru að koma upp samstarfsvettvangi fjárfesta, bankakerfisins, hins opinbera og sprotafyrirtækja til að reyna að skilgreina í sameiningu það umhverfi sem hægt væri aðsegja að væri fyrirtækjavænt.

Úlfar sagði m.a. að reynsla Nýsköpunarsjóðs af nýfjárfestingum sé að sumu leyti ekki frábrugðin reynslu annarra en hún sýni að gera verði ráð fyrir að það taki t.d lengri tíma að hleypa nýju fyrirtæki af stokkunum, meira fjármagn þurfi til að hrinda hugmynd í framkvæmd, og arðsemin sé minni en áætlað var ef hún gerir það á annað borð.

Stutt reynslusaga sprotafyrirtækis
Úlfar sagði stutta reynslusögu íslensks fyrirtækis sem var stofnað árið 2000 en það hannar og markaðssetur vörur á alþjóðamarkaði undir eigin vörumerki. ?Hönnun og markaðssetningu er stýrt frá Íslandi en framleiðslan fer fram í Kína. Varan hefur fengið frábærar viðtökur, söluáætlanir staðist og framtíðarhorfur bjartar. Eina vandamál fyrirtækisins er fólgið í fjármögnun á framleiðslunni sem þó er búið að selja fyrirfram.?

Í viðskiptabanka þess fengust þau svör að hann kæmi ekki að fjármögnun afurða nema þær væru fiskur þar sem afurðalán hefði hingað til nánast eingöngu verið vegna fisksölu en bankinn bauðst hins vegar til að lána fyrirtækinu þá peninga sem þar þyrfti til að framleiða vörurnar sem það var búið að selja gegn því að fyrirtækið útvegaði fyrst samsvarandi fjárhæð og geymdi inni á reikningi í bankanum. ?Með öðrum orðum hann var reiðubúinn til að lána fyrirtækinu peninga um leið og það væri orðið það fjársterkt að það þyrfti ekki á bankanum að halda.?

Fyrirtækinu hafi að vísu verið tekið kurteislega þegar það hefur leitað til annarra fjármálastofnana en jafnan fengið þau svör að ekki sé unnt að veita því fyrirgreiðslu nema fá handveð í reiðufé eða fasteign frá þeim sem að því standa þótt stofnanirnar segist hafa trú á fyrirtækinu og óski því alls hins besta.

Viðtækt samstarf til að skapa góð rekstrarskilyrði sprotafyrirtækja
Úlfar gat þess að Nýsköpunarsjóður væri að þróa nýja þjónustu sem gæti leyst þarfir sprotafyrirtækja að hluta en sjóðurinn væri ekki banki og sinnti því ekki þessu hlutverki. Evrópusambandið hafi haft frumkvæði að svonefndu ?Hringborði með þátttöku fjármálafyrirtækja og lítilla og meðalstórra fyrirtækja.? Hugmyndin sé sú að stefna saman þeim sem styðja lítil og meðalstór fyrirtæki til að ræða umhverfi þeirra og hvernig það megi bæta. Stefnt verði saman fulltrúum fjármagns, ríkis, hagsmunaaðila og fyrirtækjanna sjálfra. Tilgangurinn sé í stuttu máli sá að koma á fyrirtækjavænu fjármálaumhverfi þar sem markmiðið sé að skapa þau skilyrði í umhverfinu sem fyrirtækjunum nýtist best. Að mati Úlfars ættu allar forsendur að vera hér á landi fyrir að menn taki höndum saman á þessum vettvangi í þeim tilgangi að byggja upp öflugt umhverfi sem hafi það eitt að leiðarljósi að skapa fyrirtækjunum eðlileg og samkeppnishæf rekstrarskilyrði sem jafnist á við það besta sem þekkist annars staðar.

Erindi Úlfars í heild