Ánægja með störf og málflutning SI
Um 85% félagsmanna eru ánægð með málflutning Samtaka iðnaðarins almennt og rúmlega 80% eru ánægð með þjónustuna. Í viðhorfskönnun, sem Gallup gerði fyrir Samtök iðnaðarins í síðasta mánuði meðal félagsmanna, kom fram að þeir eru mjög sáttir.
„Ekki er hægt annað en fagna útkomu sem þessari í svo stórum samtökum sem okkar. Við teljum að úr þessu megi lesa að félagsmennirnir séu sammála okkur um að vel hafi verið að verki staðið fyrsta áratuginn og þetta er okkur mikil hvatning til að halda áfram á sömu braut“ sagði Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka iðnaðarins á Iðnþingi fyrr í dag.
Einnig kom fram að tæp 90% telja að starfsmenn Samtakanna leggi sig vel fram um að leysa úr erindum félagsmanna þegar þeir hafa samband.
- Könnun Gallups meðal félagsmanna SI
- Könnun Gallups meðal almennings
- Glærur Jóns Steindórs, aðst.framkv.stj. SI um kannanirnar
Jón Steindór Valdimarsson