Í framboði til stjórnar Samtaka iðnaðarins
Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins á Grand Hóteli 5. mars næstkomandi verður kosið til stjórnar. Árlega er kosið um formann en að þessu sinni er kosið um fjögur almenn stjórnarsæti. Nánari upplýsingar um dagskrá Iðnþings er að finna hér.
Í kjöri til formanns:
![]() |
|||
---|---|---|---|
Helgi Magnússon f. 14. janúar 1949 Stjórnarformaður Eignarhaldsfélagsins Hörpu ehf. |
Kosið er til almennrar stjórnarsetu til tveggja ára í senn. Frambjóðendur voru spurðir um áhugamál þeirra auk þess sem grennslast var fyrir um ástæðu þess að viðkomandi býður sig fram til stjórnar SI.
Í kjöri til almennra stjórnarstarfa:
![]() |
![]() |
||
---|---|---|---|
Aðalheiður Héðinsdóttir Ég hef öðlast þekkingu á íslensku athafnalífi á þeim 18 árum sem ég hef rekið fyrirtæki mitt. Að hafa stofnað fyrirtæki á nýjum markaði og látið það vaxa jafnt og þétt er reynsla sem ég hef trú á að geti nýst samtökum eins og SI og félagsmönnum þeirra. Ég tel einnig að viðhorf kvenna og rödd þeirra eigi að heyrast innan Samtakanna. Áhugamál: Ferðalög og gönguferðir, matargerð og tangó. |
Andrés Gunnlaugsson Ég tel að við sem stjórnum litlum og meðalstórum fyrirtækjum þurfum að láta í okkur heyra. Ef einhvern tíma hefur verið þörf á að láta í sér heyra er það á tímum eins og nú. Það er trú mín að í iðnaði séu mestu möguleikar á að skapa fleiri störf fyrir þjóðina á næstu árum. Áhugamál: Stjórnmál og fjölskyldan. Ég þjálfa hjá meistaraflokk ÍR í handknattleik og fjölskyldan.
|
||
![]() |
![]() |
||
Andri Þór Guðmundsson Ég vil hafa áhrif á gang mála hjá SI. Ég tel að starfið megi gera markvissara. Rödd iðnaðarins þarf að heyrast hátt og skýrt og starfsumhverfi þarf að bæta sérstaklega með tilliti til vaxtastigs og gjaldmiðils. Áhugamál: Þau eiga það sammerkt að snúast um útiveru og eru helst fjallganga, golf, veiði og skíði. |
Bolli Árnason Ég hef áhuga á að beita mér til hagsbóta fyrir iðnaðinn og atvinnulífið í heild. Ég vil tryggja íslenskum iðnfyrirtækjum starfsumhverfi sem gerir þeim kleift að standast alþjóðlega samkeppni, efla verk- og tæknimenntun, hlúa að sprotafyrirtækjum, auka framleiðni með gæðastjórnunarkerfum og halda áfram að styðja það góða starf sem unnið er á ýmsum sviðum innan Samtaka iðnaðarins. Áhugamál: Skokk, almenn útivist og stangveiði.
|
||
![]() |
![]() |
||
Einar Birgir Kristjánsson Mig langar að láta gott af mér leiða. Ég hef mikinn metnað fyrir eflingu íslensks atvinnulífs á öllum sviðum og tel reynslu mína af fyrirtækjarekstri koma sér vel. Þá hef ég tekið þátt í félagsstörfum, meðal annars var ég í stjórn Farmanna- og fiskimannasambands Íslands um árabil. Áhugamál: Félagsmál og það sem ég fæst við á hverri stundu. |
Loftur Árnason Ég býð mig fram til að leggja mitt lóð á vogarskálina til að bæta starfsumhverfi byggingariðnaðarins og skapa jafnræði í verksamningum milli byggingaraðila og stórra verkkaupa. Ég er þess fullviss að reynsla mín kemur þar að góðum notum. Áhugamál: Ég hef starfað í verktakastarfsemi og mannvirkjagerð undanfarin 40 ár og tengjast áhugamálin óneitanlega mest þeirri starfsemi og þeirri útiveru sem af því leiðir.
|
||
![]() |
![]() |
||
Magnús Hilmar Helgason Ég hef reynslu af stjórnun og hef rekið nokkur fyrirtæki. Í júlí árið 2007 tók ég við stöðu framkvæmdastjóra Launafls á Reyðarfirði. Fyrirtækið er með fjölþætta starfsemi á Austurlandi sem hefur vaxið mikið á einu ári. Mér finnst margt spennandi vera að gerast í greininni og í framhaldi af kreppunni koma upp mörg tækifæri. Ég vil leggja mitt af mörkum í þágu samfélagsins og Samtaka iðnaðarins. Áhugamál: Útivist, ganga, skokk, veiðar og knattspyrnuleikir.
|
Sigurður Eggert Gunnarsson Það er nauðsynlegt fyrir sprotafyrirtæki og lítil fyrirtæki að eiga sinn fulltrúa innan stjórnar SI svo rödd þeirra heyrist. Ég tel mikilvægt að fulltrúi komi úr því umhverfi, tengist rekstrinum beint og þekki þannig hverjar eru raunverulegar þarfir fyrirtækjanna. Ég tel að reynsla mín í undirbúningi og rekstri sprotafyrirtækis muni nýtast vel á vettvangi SI. Áhugamál: Helstu áhugamál eru golf og fjölskyldan. |
||
![]() |
![]() |
||
Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir Ég ber hagsmuni minnar iðnstéttar fyrir brjósti og þar með annarra starfsstétta. Ég vil leggja mitt af mörkum við að móta skýr markmið fyrir iðngreinina og til þess tel ég mikilvægt að kynnast öðrum sjónarmiðum. Ég rek mitt eigið fyrirtæki en hef líka setið í stjórn Meistarafélagsins í hárgreiðslu og veit hversu mikilvæg samvinna er. Samtakamáttur ólíkra iðngreina er aldrei mikilvægari en nú. Áhugamál: Ég er svo heppin að fagið sem ég starfa við er stóra áhugamálið og allt sem viðkemur hárgreiðslu, kennslu og fyrirtækjarekstri. Sveitin mín og hestarnir fullkomna síðan dæmið. |
Tómas Már Sigurðsson Ég hef alið allan minn starfsaldur í iðnaði og hef mikinn áhuga á hagsmunamálum iðnaðar, umhverfi til nýsköpunar og vaxtar. Það er afar mikilvægt að við stöndum öflug saman á tímum mikilla hremminga. Við þurfum að beina kröftum okkar að því að byggja upp til framtíðar og hlúa að undirstöðum, menntun og auðlindum. Ég hef þegar verið 2 ár í stjórn SI en tel að mikið verk sé framundan við að tryggja stöðu fyrirtækja í landinu og byggja upp grunninn til framtíðar. Áhugamálin eru mjög mörg en snúast flest um að eiga góðar samverustundir með fjölskyldunni við útiveru eins og skíði, veiðar og golf. |