• Helgi Magnússon

Vaxtalækkun er brýnasta forgangsmálið

Erindi Helga Magnússonar formanns SI á Iðnþingi

Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins, sagði í ræðu sinni á Iðnþingi í dag að brýnasta forgangsatriðið núna væri að lækka vexti. „Núverandi vaxtastig er að kæfa atvinnulíf og heimili í landinu“ sagði Helgi og bætti við að verðbólga yrði að lækka hratt.

Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins, sagði í ræðu sinni á Iðnþingi í dag að brýnasta forgangsatriðið núna væri að lækka vexti. „Núverandi vaxtastig er að kæfa atvinnulíf og heimili í landinu“ sagði Helgi og bætti við að verðbólga yrði að lækka hratt.

Helgi sagði að afnám gjaldeyrishafta væri mikilvæg en slíkt yrði að haldast í hendur við samninga við erlenda kröfuhafa bankanna og eigendur jöklabréfa. Ekki væri síður mikilvægt að endurreisa bankakerfið því það væri ein af lífæðum atvinnulífsins.

Að mati Helga hafa ýmsir ofreist sig í útrásartilburðum en útrás megi ekki verða skammaryrði, hvað útflutning eða alþjóðleg samskipti varðar. „Á næstu mánuðum og misserum munum við ekki komast hjá því að finna gjaldmiðlamálum Íslendinga nothæfan farveg. Tilraunin um íslensku krónuna er fullreynd. Hún mistókst. Það þýðir ekki lengur að berja hausnum við þann stein. Við verðum að greiða úr gjaldmiðlavanda þjóðarinnar af fullri ábyrgð. Það gerum við best með upptöku evru eftir inngöngu í Evrópusambandið. Um það mál hafa Samtök iðnaðarins sagt margt á undanförnum árum. Ég get orðað það á einfaldan hátt, líkt og frægur maður sagði forðum: Auk þess legg ég til að Íslendingar hefji strax aðildarviðræður við ESB þar sem heildarhagsmuna þjóðarinnar og allra atvinnugreina verði gætt“, sagði Helgi.

Erindi Helga í heild (PDF snið)