• Ólafur Ísleifsson lektor við Háskólann í Reykajvík

Efla þarf stoðir atvinnustarfsemi í landinu

Ólafur Ísleifsson á Iðnþingi 2009

Íslenskt samfélag á nú allt undir því að efldar verði stoðir atvinnustarfseminnar í landinu. Þetta kom fram í erindi Ólafs Ísleifsson hagfræðings á Iðnþingi.

Íslenskt samfélag á nú allt undir því að efldar verði stoðir atvinnustarfseminnar í landinu. Þetta kom fram í erindi Ólafs Ísleifsson hagfræðings á Iðnþingi Samtaka iðnaðarins. „Til þess þarf í senn að viðhalda og bæta samkeppnisforsendur atvinnurekstrar á Íslandi. Efnahagsstefna stjórnvalda verður að miðast við að atvinnustarfsemi fái vaxið og dafnað í krafti eigin samkeppnishæfni en ekki á grundvelli verndarstefnu eða enn aukinna opinberra útgjalda,“ sagði Ólafur.

Hann benti á að verkefni í átt til endurreisnar atvinnulífisins blasi við: „Lækkun stýrivaxta til hagsbóta fyrir fyrirtæki og heimili. Skattalegt umhverfi atvinnurekstrar sem tryggir íslenskum fyrirtækjum sterka samkeppnisstöðu til að endurreisa efnahag landsmanna. Aðgerðir til að gera bankana starfhæfa til að geta veitt atvinnulífinu samkeppnishæfa þjónustu til rekstrar og uppbyggingar. Afnám gjaldeyrishafta og samningar við eigendur krónubréfa til að greiða fyrir frjálsum gjaldeyrisviðskiptum. Samningar við Evrópusambandið um gjaldeyrismál sem tryggi Íslendingum aðild að evrópsku myntsamstarfi eins skjótt og kostur er.“

Erindi Ólafs Ísleifssonar (PDF snið)