• Rannveig Rist forstjóri Alcan á Íslandi

Nýsköpun og stóriðja fara vel saman

Rannveig Rist á Iðnþingi 2009

Rannveig Rist, forstjóri Ísal í Straumsvík, segir það algeran misskilning að nýsköpun í atvinnulífinu og stóriðja fari ekki saman. Þetta kom fram í erindi hennar á Iðnþingi í dag.

Rannveig Rist, forstjóri Ísal í Straumsvík, segir það algeran misskilning að nýsköpun í atvinnulífinu og stóriðja fari ekki saman. Þetta kom fram í erindi hennar á Iðnþingi í dag.

„Þvert á móti hafa álverin svo sannarlega verið vettvangur fyrir sprotafyrirtæki. Fjölmargar vélar og tæki, sem hafa mikla þýðingu fyrir framleiðsluferlið í Straumsvík eru íslensk hönnun og framleiðsla. Nokkrir hugvitsamir starfsmenn álversins stofnuðu fyrirtækið Stími og byrjuðu að hanna nýjan háþróaðan, tölvustýrðan vélbúnað sem hefur stórbætt framleiðsluferlið. Sumar uppfinningar þeirra hafa vakið verulega athygli í áliðnaði á heimsvísu og fyrirtækið selur nú vélar og tæki í álver út um allan heim,“ sagði Rannveig á þinginu.

Hún bætti við að uppbygging ál- og orkuiðnaðar á Íslandi hafi átt stóran þátt í að efla verkfræðiþekkingu á Íslandi á undanförnum áratugum.