• Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra

Brýnt að efla iðnað í landinu

Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra á Iðnþingi 2009

Á Iðnþingi í dag lagði Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, áherslu á mikilvægi þess að Íslendingar nýttu auðlindir lands og þjóðar.

Á Iðnþingi í dag lagði Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, áherslu á mikilvægi þess að Íslendingar nýttu auðlindir lands og þjóðar með skynsamlegum hætti. Hann bar mikið lof á Samtök iðnaðarins og það starf sem þar fer fram. Nauðsynlegt væri að efla iðnað í landinu og draga úr atvinnuleysi.

Össur kvaðst myndi leggja allt kapp á að fá Alþingi til að samþykkja fjárfestingasamning um álver í Helguvík. Í því árferði sem nú væri, með auknu atvinnuleysi, væri brýnt að nýta þau tækifæri sem hér væru í boði.