"Við þurfum að koma okkur af slysstað", segir Helgi Magnússon í ræðu sinni á Iðnþingi
Helgi sagði jafnfram unnt að væri ná hröðum efnahagsbata en ekki með núverandi stjórnarstefnu. Koma þurfi á öflugri hagvaxtarstefnu m.a. með því að ná sátt um sjávarútvegsstefnu, fara af krafti í fjárfestingar og skynsamlega uppbyggingu í orku- og stóriðju, hrinda í framkvæmd áætlun um samgönguframkvæmdir með langtímafjármögnun lífeyrirssjóða, lækka skatta á fólk og fyrirtæki og finna framtíðarlausn á gjaldmiðlavandanum.
Helgi segir að til að bæta samfélagið verði að byrja á hinum kjörnu fulltrúum – þinginu sjálfu. Seta á alþingi þurf að vera eftirsóknarverð, m.a. vegna viðunandi launa. Bætt starfskjör þingmanna muni leiða til meira framboðs af hæfu og öflugu fólki til þingstarfa og full ástæða sé til bjartsýni þegar umbótum þar hefur verið hrint í framkvæmd. Þá þurfi einnig að koma til hugarfarsbreytingar hjá þjóðinni. Rjúfa þurfi vítahring neikvæðni og niðurrifstilburða. „Það gengur ekki að halda áfram að afsaka slælega frammistöðu á ýmsum sviðum með því að vísa stöðugt í hrunið sem varð fyrir þremur og hálfu ári. Við þurfum að fara að koma okkur af slysstað.“
Framtíðin er björt í efnahagslegu tilliti þó þar sé mikið verk að vinna. Ísland býr yfir auðæfum sem mannkynið vanhagar hvað mest um: hreint vatn, matvæli, orku og landrými sagði Helgi og lauk ræðu sinni með orðunum „Grípum tækifærin. Ekki er eftir neinu að bíða!“