Efni tengt iðnþingi 2012

Iðnþing2012-pallborð

Um 300 manns á velheppnuðu Iðnþingi

Um 300 manns sóttu Iðnþing Samtaka iðnaðarins sem haldið var í Íþrótta- og sýningarhöllinni í gær. Erindi fluttu Helgi Magnússon, fráfarandi formaður SI, iðnðarráðherra Oddný G. Harðardóttir, Jón Daníelsson, prófessor við London School of Economics, Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi og Sigsteinn P. Grétarsson, aðstoðarforstjóri Marel.

Lesa meira
iðnþing2012-Sigsteinn

Verðmætasköpun í hátækniiðnaði

Aukin útflutningsverðmæti eru forsenda varanlegs hagvaxtar sagði Sigsteinn P. Grétarsson, aðstoðarforstjóri Marel sagði í erindi sínu á Iðnþingi í dag. Marel er skólabókardæmi um fyrirtæki sem hefur náð afburðarárangi á liðnum áratugum.
Lesa meira
Iðnþing2012-Rannveig

Erum við að leysa rétta vandann?

Rannveig Rist sagði á Iðnþingi í dag að of mikið væri einblínt á efnahags- og fjármál á Íslandi, því rót vandans væri miklu fremur slæmt siðferði, eiginhagsmunasemi, óheiðarleiki og virðingarleysi. Sagði hún að Íslendingar þyrftu að taka sig saman í andlitinu hvað þetta varðar. Þá sagði hún ekki búandi við það til lengdar hversu lítið traust helstu stofnanir samfélagsins hafa hjá almenningi.
Lesa meira
Iðnþing2012-Jon Dan

Hægt að afnema gjaldeyrirshöftin á skömmum tíma

Jón Daníelsson fjallaði um ESB, Ísland og gjaldeyrishöftin í erindi sínu á Iðnþingi Samtaka iðnaðarins í dag. Jón sagði m.a. að hönnun evrusamstarfsins væri það gallað frá upphafi að það gat ekki annað en leitt til erfiðleika síðar, eins og hefur nú komið í ljós.
Lesa meira
iðnþing2012-iðnaðarráðherra

Ekkert í vegi fyrir því að skuldastaða hins opinbera verði komin undir Maastricht skilyrðin á næsta kjörtímabili

Iðnaðarráherra, Oddný G. Harðardóttir ávarpaði Iðnþing í dag. Oddný sagði Ísland vissulega hafa staðið tæpt en að frá hruni séum við á réttri leið og að náðst hafi mikill árangur. Nýjustu tölur um hagvöxt, þróun atvinnuleysis og afkomu ríkissjóðs bendi til þess.
Lesa meira
HM-Iðnþing2012

"Við þurfum að koma okkur af slysstað", segir Helgi Magnússon í ræðu sinni á Iðnþingi

Ríkisstjórn síðustu þriggja ára hefur hamlað gegn endurreisn Íslands með því að framfylgja rangri efnahagsstefnu sem einkennst hefur af úlfúð í garð atvinnulífsins og lamandi skattpíningarstefnu sagði Helgi Magnússon, fráfarandi formaður SI í ræðu sinni á Iðnþingi í dag.
Lesa meira
Borgartún 35

Ályktun Iðnþings 2012

Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins í morgun var samþykkt eftirfarandi ályktun: Það er verk að vinna í íslenskum hagkerfi. Lykilatriði er að koma arðbærum fjárfestingum af stað á nýjan leik. Þannig má leggja grunn að hagvexti næstu ár, skapa atvinnutækifæri sem sárlega skortir og uppfæra innviðina í landinu. Lesa meira
Borgartún 35

Svana Helen Björnsdóttir kjörin formaður SI

Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins í dag var Svana Helen Björnsdóttir kjörin formaður SI. Þetta er í fyrsta sinn sem kona gegnir embætti formanns. Í stjórnina voru endurkjörin Bolli Árnason, GT tækni ehf., Sigsteinn P. Grétarsson, Marel hf. og Vilborg Einarsdóttir, Mentor ehf.
Lesa meira
Verk-ad-vinna

Iðnþing 2012 - Bein útsending

Iðnþing 2012 verður haldið í Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal fimmtudaginn 15. mars, kl. 13.00 - 16.00. Yfirskrift þingsins er Verk að vinna. Fjallað verður um efnahagsumhverfið, gjaldmiðlavandann og tækifæri í iðnaði til framtíðar. 

Lesa meira
Borgartún 35

Framboðsfrestur útrunninn

Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins 15. mars næstkomandi verður kosið til stjórnar. Árlega er kosið um formann. Tvö framboð til formanns hafa borist og kosið er um þrjú almenn stjórnarsæti. Póstkosning fer fram dagana 29. febrúar til hádegis 14. mars. Lesa meira
Síða 1 af 2