Óskað eftir tilnefningum til stjórnar SI og fulltrúaráðs SA
Í tengslum við Iðnþing fer að venju fram kosning til stjórnar Samtaka iðnaðarins og valdir eru fulltrúar í fulltrúaráð Samtaka atvinnulífsins.
Formaður er kjörinn til árs í senn. Núverandi formaður er Helgi Magnússon og gefur hann kost á sér til endurkjörs.
Að þessu sinni ganga þrír úr stjórn, Anna María Jónsdóttir, Ingvar Kristinsson, sem gefa kost á sér til endurkjörs. Þorsteinn Víglundsson hefur setið sex ár samfleytt í stjórninni og er því ekki lengur kjörgengur, samkvæmt lögum SI.
Þeir sex, sem næst eru því að ná kjöri í stjórn, taka sæti í ráðgjafaráði SI skv. 9. grein.
Í fulltrúaráði SA eiga sæti 100 fulltrúar og þar af hefur SI nú 28. Gera má ráð fyrir að fjöldi þeirra verði svipaður að þessu sinni.
Óskað er eftir tilnefningum til allra þessara trúnaðarstarfa og þurfa þær að hafa borist eigi síðar en 4. febrúar nk. til skrifstofu Samtaka iðnaðarins.