Efni tengt Iðnþingi 2010

Kristín Pétursdóttir á Iðnþingi 2010

Fjölbreytt atvinnulíf tryggir stöðugleika

Kristín Pétursdóttir, forstjóri Auðar Capital, segir að fjölbreytt atvinnulíf sé mikilvægt framlag til aukins stöðugleika í efnahagslífinu. Þetta kom fram í ræðu hennar á Iðnþingi Samtaka iðnaðarins í dag. Kristín lagði mikla áherslu á nýsköpun og fjölbreytni í atvinnulífinu en þar sé verk að vinna. Lesa meira
Helgi Magnússon á Iðnþingi 2010

Hagvöxtur er forsenda endurreisnar

Helgi Magnússon, formaður Samtaka iðnaðarins sagði í ræðu sinni á Iðnþingi í dag að ein ástæða þess að svo illa gengi að endurreisa efnahag Íslendinga væri sú að hér á landi væru áhrifamikil öfl sem virðast vera á móti hagvexti. „Þessi öfl beita afli sínu gegn endurreisn atvinnulífsins vegna þess að þau telja að hag landsmanna verði betur borgið í framtíðinni án hagvaxtar. Þessi átök standa nú yfir á Íslandi. En við aðhyllumst ekki þetta sjónarmið,“ sagði Helgi.

Lesa meira

Helgi Magnússon

Niðurstaða úr kjöri til stjórnar og ráðgjafaráðs SI

Vilborg Einarsdóttir, Sigsteinn P. Grétarssson og Bolli Árnason eru nýir stjórnarmenn Samtaka iðnaðarins. Helgi Magnússon endurkjörinn formaður. Lesa meira

Útsending frá IÐNÞINGI 2010

bein_utsending Bein útsending verður frá IÐNÞINGI Samtaka iðnaðarins hér á vefsetri SI. Útsendingin hefst kl. 13:00. Lesa meira
Jón Sigurðsson forstjóri Össurar á Iðnþingi 2010

Skýra stefnumörkun og forystu

Jón Sigurðsson forstjóri Össurar lagði í ávarpi sínu á Iðnþingi í dag áherslu á að nú þyrfti að hætta hausaveiðum og fortíðarhyggju og huga að framtíðinni. Það væru því miður engar patentlausnir á þeim vanda sem við er að etja heldur þyrfti skýra stefnumörkum og forystu til að hér geti áfram þrifist kröftugt atvinnulíf Lesa meira
Katrín Júlíusdóttir á Iðnþingi 2010

Ávarp iðnaðarráherra á Iðnþingi 2010

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra sagði m.a. á Iðnþingi í dag að fjármunum sem varið væri í aðildarumsókn að ESB væri vel varið. Skýrsla ESB um umsókn Íslands veiti okkur góða innsýn í okkar eigin mál og hvað betur megi fara. Mikil þörf sé á heilstæðri atvinnuþróunarstefnu. Lesa meira

Ályktun Iðnþings 4. mars 2010

Á Aðlfundi Samtaka iðnaðarins í dag var eftirfarandi ályktun samþykkt. Lesa meira
Síða 1 af 2