• Helgi Magnússon

Niðurstaða úr kjöri til stjórnar og ráðgjafaráðs SI

Vilborg Einarsdóttir, Sigsteinn P. Grétarssson og Bolli Árnason eru nýir stjórnarmenn Samtaka iðnaðarins. Helgi Magnússon endurkjörinn formaður.

Niðurstaða úr kjöri til stjórnar og ráðgjafaráðs Samtaka iðnaðarins liggja fyrir en kosningaþátttaka var 62,18%.

Formannskjör

Helgi Magnússon fékk 62.146 atkvæði eða 79,54% greiddra atkvæða.

Þrír aðrir fengu samtals 1.494 atkvæði.

Auð og ógild atkvæði voru 14.495 eða 18,55%

Helgi Magnússon verður því formaður Samtaka iðnaðarins fram

til Iðnþings 2011.                             

Kjör stjórnar og ráðgjafaráðs

Alls gáfu sjö kost á sér.

 

Stjórn

Þessi þrjú hlutu flest atkvæði og setjast í stjórn Samtaka iðnaðarins til næstu tveggja ára:

 

Bolli Árnason, GT Tækni ehf.

Sigsteinn P. Grétarsson, Marel hf.

Vilborg Einarsdóttir, Mentor ehf.

 

Fyrir í stjórn Samtakanna eru:

Aðalheiður Héðinsdóttir, Kaffitár ehf.                                                            

Andri Þór Guðmundsson, Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf.

Loftur Árnason, ÍSTAK hf.

Tómas Már Sigurðsson, Alcoa Fjarðaál sf.

 

Ráðgjafaráð

Þessi fjögur komu næst að atkvæðatölu og eru kjörin til setu í ráðgjafaráði Samtaka iðnaðarins til eins árs og eru jafnframt varamenn í stjórn Samtakanna. Þeim er raðað hér í stafrófsröð:

 

Anna María Jónsdóttir, Heilsueyjan ehf.

Ingvar Kristinsson, Fjölblendir hf.

Hilmar V. Pétursson, CCP hf.

Ólafur Steinarsson, Plastprent hf.