Sýnum viljann í verki - Myndbönd frá Iðnþingi 2010

Á Iðnþingi 2010 voru sýnd tvö myndbönd um vaxtarmöguleika íslensks atvinnulífs. Í myndunum er stiklað á stóru um orsakir hrunsins og hvaða leiðir okkur eru færar út úr efnhagslægðinni. 35.000 manns þurfa störf við hæfi næstu 10 árin. Vellaunuð, fjölbreytt og gjaldeyrisskapandi störf. Vax tarmöguleikarnir felast í iðnaði, framleiðslu, þjónustu og ferðaþjónustu. Við þurfum að framleiða og selja vörur og þjónustu úr landi og búa fyrirtækjum okkar hagfelld rekstrarskilyrði. Sýnum viljann í verki og mótum eigin framtíð.