Í framboði til stjórnar Samtaka iðnaðarins

Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins á Grand Hóteli 4. mars næstkomandi verður kosið til stjórnar. Árlega er kosið um formann en að þessu sinni er kosið um þrjú almenn stjórnarsæti.

Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins á Grand Hóteli 4. mars næstkomandi verður kosið til stjórnar. Árlega er kosið um formann en að þessu sinni er kosið um þrjú almenn stjórnarsæti.

Í kjöri til formanns:

HM

Helgi Magnússon
f. 14. janúar 1949
Stjórnarformaður Eignar­halds­félagsins Hörpu ehf.


Kosið er til almennrar stjórnarsetu til tveggja ára í senn. Frambjóðendur voru spurðir um áhugamál þeirra auk þess sem grennslast var fyrir um ástæðu þess að viðkomandi býður sig fram til stjórnar SI.

Í kjöri til almennra stjórnarstarfa:

       

AMJ 

 

 

 

Anna María Jónsdóttir
f. 5. September 1967
Heilsueyjan ehf.

 

BJ

 

 

 

 

Bolli Árnason
f. 25. desember 1959
GT Tækni ehf.

 Ég býð mig fram til áframhaldandi setu í stjórn SI. Ég tel að rödd smærri fyrirtækja innan SI sé mikilvæg, sérstaklega sprotafyrirtækja. Þau eiga möguleika á að skapa gríðarleg verðmæti og efla og byggja upp íslenskt atvinnulíf. Ég tel að þáttur kvenna þurfi að vera meira áberandi í stjórnum fyrirtækja. Ég sit í stjórn Kraums hönnunarverslunar og er einnig í menntanefnd SI en menntamál tel ég mjög mikilvæg fyrir þróun atvinnulífsins.

Áhugamál eru fyrst og fremst starfið mitt en ég er snyrtifræðingur og nuddari. Auk þess vinn ég við ráðgjöf sem tengist almennri heilsu og vellíðan.

 

Ég hef áhuga á að beita mér til hagsbóta fyrir iðnaðinn og atvinnulífið í heild. Ég vil tryggja íslenskum iðnfyrir­tækjum starfsumhverfi sem gerir þeim kleift að standast alþjóð­­lega samkeppni, efla verk- og tæknimenntun, hlúa að sprotafyrirtækjum, auka framleiðni með gæða­stjórnunarkerfum og halda áfram að styðja það góða starf sem unnið er á ýmsum sviðum innan Samtaka iðnaðarins.

Áhugamál: Skokk, almenn útivist og stang­veiði.

 Hilmar_VP

 

 

 

 

Hilmar V. Pétursson
f. 14. júlí 1973
CCP hf.

 

 IK

 

 

 

 

Ingvar Kristinsson
f. 13. júní 1962
Fjölblendir ehf.

 Í gegnum störf mín hjá CCP í alþjóðlegu samkeppnisumhverfi hef ég kynnst þeim leiðum sem aðrar þjóðir hafa farið til að ýta undir sprotaiðnað og hvetja til nýsköpunar. Síðustu 5 ár hef ég komið að starfi Samtaka iðnaðarins á margvíslegan hátt. Ég hef setið í stjórn fyrirtækja á sviði upplýsingatækni og er nýkjörinn formaður SUT, starfað með sprotafyrirtækjum og komið að stofnun Samtaka leikjafyrirtækja innan SI. Þessi ár hafa verið lærdómsrík og mér hefur þótt gefandi að miðla þeirri þekkingu sem ég hef öðlast hjá CCP. Nú langar mig að taka næsta skref og bjóða fram krafta mína í stjórn SI.

Áhugamál: Tölvuleikir, ljósmyndun og stangveiði.

 

Ég hef víðtæka reynslu af rekstri og stjórnun fyrirtækja jafnt smárra sem stærri. Ég kom fyrst inn í stjórn Samtaka iðnaðarins starfandi í upplýsingatækniiðnaði, en er nú í framkvæmdastjóri Fjölblendis, lítils þróunarfyrirtækis, sem mun stíga sín fyrstu skref með vörur sínar á markaði á þessu ári. Reynsla mín og þekking á fjölbreyttum þörfum og hagsmunum iðnfyrirtækja munu nýtast vel í stjórn samtakanna. Því gef ég áfram kost á mér í stjórnina.

Áhugamál: Golf, gönguferðir og bridge.

OS

 

 

 

 

Ólafur Steinarsson
f. 5. apríl 1966
Plastprent hf.

SG

 

 

 

 

Sigsteinn P. Grétarsson
f. 8. nóvember 1966
Marel á Íslandi

Iðnfyrirtækin ganga í gegnum stormasama tíma um þessar mundir. Brýn þörf er á gagnrýnni umræðu um umhverfi lítilla sem stórra fyrirtækja og skapa þarf skilyrði sem bjóða upp á stöðugleika og vöxt að nýju. Samtök iðnaðarins gegna mikilvægu hlutverki og er ég reiðubúin að leggja mína krafta fram þannig að rödd iðnaðarins heyrist sem best. Ég tel líka afskaplega mikilvægt að ráðamenn skilji þau erfiðu skilyrði sem eru í dag í öllum fyrirtækjarekstri og taki mið af því í sínum störfum. Ég hef góða reynslu af rekstri fyrirtækja hérlendis og erlendis og tel að hún geti nýst samtökunum vel.

Áhugamál eru tónlist, veiði og golf.

Ég hef 18 ára reynslu af stjórnunarstörfum á Íslandi, í Þýskalandi, Danmörku og Ástralíu. Sprotafyrirtæki eru mikilvæg uppspretta verðmætasköpunar Íslands í framtíðinni. Ég tel að reynsla Marels í uppbyggingu hátækniiðnaðar og í alþjóðavæðingu geti nýst íslensk­­­um sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum. SI er góður vettvangur til þess að miðla þeirri reynslu. Mikilvæg­­ustu verkefni SI er að tryggja íslenskum iðnfyrirtækjum viðunandi starfsumhverfi til verðmætasköpunar sem tryggi endureisn þjóðfélagsins. Einnig þarf að hlúa að sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum til að ýta undir verðmætasköpun fyrr/snemma á vaxtarskeiði þeirra. Skapa þarf samstöðu í vaxtarstigs-, gjaldmiðils- og skattamálum með samkeppnisstöðu Íslands að leiðarljósi.

Áhugamál: Frítíma minn nota ég í samverustundum með fjölskyldunni og þá helst á skíðum og útivist í íslenskri náttúru.

VE

 

 

 

 

Vilborg Einarsdóttir
f. 31. desember 1967
Mentor ehf.

 Síðastliðin fjögur ár hef ég unnið í stjórn Samtaka sprotafyrirtækja auk þess að stjórna fyrirtæki sem er að ná góðum árangri á erlendum markaði. Ég vil nýta reynslu mína og þekkingu til að vinna að eflingu íslensks iðnaðar með sérstakri áherslu á nýsköpun enda er það bjargföst trú mín að nýsköpun og þekking sé leiðin til vaxtar. Ég tel mikilvægt að í stjórn SI séu bæði karlar og konur því saman náum við auknum árangri.

Áhugamál mín eru blak og samvera með fjölskyldunni.