Framleiðsluþing SI
Fjölmennt var á fyrsta Framleiðsluþing SI þegar hátt í 200 manns mættu í Silfurberg í Hörpu í byrjun desember. Á þinginu var efnt til umræðu um verðmæti íslenskrar framleiðslu, helstu tækifæri og áskoranir sem íslenskir framleiðendur standa frammi fyrir og hvað væri íslenskt. Á þinginu kom fram að á Íslandi er fjölbreyttur og umfangsmikill framleiðsluiðnaður sem skapar fjölda starfa og mikinn gjaldeyrir. Íslensk framleiðsla er einn af burðarásum hagkerfisins þar sem mikilvæg verðmæti verða til og skapa margvísleg margföldunaráhrif. Sérstakur gestur þingsins var Jens Holst-Nielsen, sérfræðingur í alþjóðaviðskiptum hjá Dansk Industri sem gaf innsýn í hvað danskir framleiðendur hafa gert til að skapa vörum sínum sérstöðu innanlands og utan. Efnt var til pallborðsumræðna með iðnaðarráðherra þar sem tæpt var á mörgum þeim málefnum sem skipta íslenskan framleiðsluiðnað mestu máli.
Hér fyrir neðan er hægt að nálgast glærur, myndir og myndbönd frá þinginu.
Myndir
Fleiri myndir frá þinginu eru í myndaalbúmi á Facebook.
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI.
Fullur salur í Hörpu.
Gestur Pétursson, forstjóri Elkem á Íslandi og formaður Framleiðsluráðs SI, var fundarstjóri þingsins og stýrði pallborðsumræðum sem Aðalheiður Héðinsdóttir, eigandi Kaffitárs, Eyjólfur Eyjólfsson, forstjóri Axis, Finnur Geirsson, forstjóri Nóa-Siríus, Nótt Thorberg, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, tóku þátt í.
Dagskrá
- Setning Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI - Setningarávarp
- Ávarp Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
- Verðmæt íslensk framleiðsla Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI Framleidsluthing-_Sigurdur_Hannesson
- Made in Iceland Bryndís Skúladóttir, sviðsstjóri framleiðslusviðs SI Framleidsluthing_Bryndis_Skuladottir
- Hvað er íslenskt? Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands Framleidsluthing_Goddur
- Vilja neytendur íslenskt? Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna Framleidsluthing_Brynhildur_Petursdottir
- Er nægt hillupláss fyrir íslenska framleiðslu? Jón Björnsson, forstjóri Festi Framleidsluthing_Jon_Bjornsson
- Made in Denmark Jens Holst-Nielsen, sérfræðingur í alþjóðaviðskiptum hjá Dansk Industri Framleidsluthing_Jens_Holst-Nielsen
- Helstu tækifæri og áskoranir íslenskra framleiðenda - Pallborðsumræður Aðalheiður Héðinsdóttir, eigandi Kaffitárs - Eyjólfur Eyjólfsson, forstjóri Axis - Finnur Geirsson, forstjóri Nóa-Siríus - Nótt Thorberg, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Fundarstjóri var Gestur Pétursson, forstjóri Elkem á Íslandi og formaður Framleiðsluráðs SI, sem jafnframt stýrði umræðum í pallborði.
Myndbönd
Framleiðsluþing SI var í beinni út sendingu á Vísi en hér er hægt að nálgast þingið í heild sinni.
https://www.youtube.com/watch?v=wc4BgQP9vxo
Á þinginu voru sýnd tvö myndbönd; Hvað segir fólkið á götunni? og Tækifæri og áskoranir íslenskra framleiðenda.
Hvað segir fólkið á götunni?
Tækifæri og áskoranir íslenskra framleiðenda
Hér fyrir neðan er hægt að nálgast einstök erindi:
Setning - Guðrún Hafsteinsdóttir
https://vimeo.com/246145214
Ávarp - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Verðmæt íslensk framleiðsla - Sigurður Hannesson
Made in Iceland - Bryndís Skúladóttir
Hvað er íslenskt? Guðmundur Oddur Magnússon
Vilja neytendur íslenskt?
Er nægt hillupláss fyrir íslenska framleiðslu? Jón Björnsson
Made in Denmark Jens Holst-Nielsen
Pallborðsumræður