Iðnþing 2002
Samkeppnisstaða Íslands
Iðnþing Samtaka iðnaðarins, það níunda í röðinni, var haldið föstudaginn 15. mars. Að þessu sinni var samkeppnisstaða Íslands meginviðfangsefni Iðnþings.
Iðnþing Samtaka iðnaðarins, það níunda í röðinni, var haldið föstudaginn 15. mars. Meginviðfangsefni Iðnþings að þessu sinni var samkeppnisstaða Íslands .
Ályktun þingsins setur fram með skýrum hætti hvað félagsmenn Samtaka iðnaðarins telja brýnast í þeim efnum. Þar segir að rétt sé að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Ekki sé eftir neinu að bíða. Rökin séu fyrst og fremst efnahagsleg og lúti að starfsskilyrðum fyrirtækja á Íslandi og lífskjörum almennings. Stöðugleiki í efnahagsmálum og starfsumhverfi sé nauðsynlegur þróttmiklu atvinnulífi og skilyrði erlendra fjárfestinga. Sífellt verði ljósara að íslenska krónan sé íslensku efnahagslífi of dýrkeypt vegna hárra vaxta, óöryggis sem henni fylgir og neikvæðum áhrifum á erlendar fjárfestingar. Loks sýni niðurstöður margra kannana að ótvíræður vilji félagsmanna Samtaka iðnaðarins og kjósenda standi til þess að teknar verði upp viðræður við ESB um aðild, að taka eigi upp evru og að aðild hafi jákvæð áhrif á efnahag Íslands.
Kosið var til stjórnar og ráðgjafaráðs að venju með almennri póstkosningu. Í framboði var hópur góðra karla og kvenna. Niðurstaðan varð sú að meðstjórnendur til tveggja ára voru kosin Baldur Guðnason, HörpuSjöfn hf, Halla Bogadóttir, Höllu Boga gullsmíði og Hreinn Jakobsson, Skýrr hf. Formaður var kosinn Vilmundur Jósefsson, Gæðafæði ehf. og er þetta í þriðja sinn sem hann er kosinn formaður.
Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa fyrir hádegi kynnti Jón Steindór Valdimarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SI, nýja viðhorfsrannsókn sem Gallup gerði fyrir SI meðal almennings um viðhorf til aðildar að ESB. Niðurstöðurnar voru mjög afgerandi. Meirihlutinn, 52% er hlynntur aðild en 25% eru ekki hlynnt og 23% eru hvorki hlynnt né andvíg. Óhætt er að segja að þessar niðurstöður og fleiri, sem komu fram í könnuninni, hafi vakið mikla athygli og hleypt nýju blóði í Evrópuumræðuna á Íslandi.
Eftir hádegi fluttu formaður SI og iðnaðarráðherra ræður. Auk þeirra fluttu fjórir valinkunnir menn erindi þar sem samkeppnisstaða Íslands var vegin og metin frá mismunandi sjónarhorni. Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, ræddi um samkeppnisstöðu Íslands í samfélagi þjóðanna, Steinþór Ólafsson, forstjóri Sæplasts hf., ræddi um hvað er í lagi í starfsumhverfinu og hvað þarf að bæta, Úlfar Steindórsson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, fjallaði um fjármálakerfið og sprotafyrirtækin og að lokum fjallaði Baldur Gíslason, skólameistari Iðnskólans í Reykjavík, um stöðu og framtíð iðn- og verkmenntunar.
Iðnþing var fjölsótt og lauk með velheppnuðu árshófi um kvöldið undir styrkri veislustjórn Eiðs Haraldssonar, Háfelli ehf. Ræðumaður kvöldsins var Helgi Magnússon, HörpuSjöfn hf. og vakti stormandi lukku.
Niðurstöður Gallupkönnunar á PDF sniði
Dagskrá Iðnþings 15. mars 2002
9:45 |
Mæting og afhending fundargagna |
10:00 | Aðalfundarstörf
|
Ályktun Iðnþings | |
12:00 | Opin dagskrá
Hádegisverður í boði Samtaka iðnaðarins |
14:15 |
Samkeppnisstaða Íslands Samkeppnisstaða Íslands í samfélagi þjóðanna Hvað er í lagi og hvað þarf að bæta? Fjármálakerfið og sprotafyrirtækin Staða og framtíð iðn- og verkmenntunar |
16:15 | Iðnþingi slitið |
Dagskrá Iðnþings 2002 á PDF sniði |