Gæðavottun SI


Áfangaskipt gæðavottun SI er aðgengileg aðferð til að bregðast við aukinni samkeppni og hentar þeim sem vilja beita sér til að reka betri og arðvænni fyrirtæki.

Mörg fyrirtæki veigra sér við að hefja vinnu við koma á ISO 9001 gæðavottun, enda er það mikil aðgerð, tímafrek og kostnaðarsöm. Með þessari nýju aðferð er komið til móts við þarfir fjölmargra aðildarfyrirtækja SI sem vilja bæta rekstur sinn markvisst skref fyrir skref. Þótt fyrirtæki kjósi að taka aðeins fyrstu eitt eða tvö þrepin hafa þau þá þegar í mörgum tilvikum gert umtalsverðar úrbætur fyrir sig og viðskiptavini sína. Afraksturinn kemur fljótlega í ljós með aukinni framleiðni, betri framleiðslu og þjónustu.

Eitt símtal og ferðin er hafin
Öll fyrirtæki geta óskað eftir úttekt á því hvort þau standast kröfur D-vottunar. Síðan taka þau næstu þrep upp á við - eftir því sem við á. Ekki þarf annað en að hafa samband við SI og panta slíka úttekt í síma 591 0100.

Smelltu hér til að sjá vottuð fyrirtæki.


Kynntu þér þrepin...

d-gaedaD-Vottun

Vottun fyrsta þreps (D-vottun) krefst þess að fyrirtæki standist tilteknar lágmarkskröfur um aðgengi að áreiðanlegum upplýsingum um staðreyndir í rekstrinum. Þessar upplýsingar eru undirstaða þess að stíga næsta skref (C-vottun) að undangenginni úttekt og vottun. Fyrirtæki getur óskað sérfræðiaðstoðar við þessa vinnu.
                             Sjá nánar


c-gaedaC Vottun

Að lokinni D-vottun má meta hvort fyrirtæki stenst kröfur um C-vottun.
Uppfylli fyrirtæki ekki kröfurnar eru gerðar ráðstafanir til úrbóta og síðan er það metið að nýju.
Sjá nánar


b-gaedaB-Vottun

Þegar fyrirtæki hefur öðlast C-vottun hafa verið búin til þau stjórntæki sem eru forsenda fyrir B- og A-vottun. Þau fyrirtæki, sem ná A-vottun, eiga mjög skammt í að fullnægja hinum alþjóðlega gæðastaðli ISO-9000:2000.
Sjá nánar


a-gaedaA-Vottun

Þegar fyrirtæki hefur öðlast C-vottun hafa verið búin til þau stjórntæki sem eru forsenda fyrir B- og A-vottun. Þau fyrirtæki, sem ná A-vottun, eiga mjög skammt í að fullnægja hinum alþjóðlega gæðastaðli ISO-9000:2000.
Sjá nánar


Aðdragandinn

Í framhaldi af stefnumótun Málms – samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði um æskilega þróun málmiðnaðarins var ákveðið að leggja höfuðáherslu á að efna til sérstaks átaks til að auka framleiðni, enda var það talið forsenda þess að unnt væri að bæta samkeppnisstöðu greinarinnar.

Samtök iðnaðarins og Fræðslumiðstöð málmiðnaðarins ehf. tóku einnig þátt í þessu verkefni sem hófst með því að tekið var saman aðgengilegt kynningarefni um framleiðni. Að því loknu voru haldnir fræðslufundir í tíu málm- og véltæknifyrirtækjum með öllum starfsmönnum þeirra um framleiðni, þýðingu góðrar framleiðni fyrir fyrirtækin og starfsmenn þeirra og hvað unnt er að gera til að auka hana.

Þessu næst voru ýmsir rekstrarþættir bornir saman við önnur samskonar fyrirtæki í Evrópu með aðferð Hagnýtra viðmiða (Microscope-könnun). Síðan var metið með forstöðumönnum þeirra hvar fyrirtæki þeirra stæðu í þeim samanburði.

Þannig safnaðist mikill fróðleikur um veikleika og styrk fyrirtækjanna og fólust í honum gagnleg skilaboð um nauðsynlegar aðgerðir til að bæta rekstur fyrirtækja í málm- og véltækniiðnaði. Við það mótuðust þær hugmyndir sem hér eru kynntar. Þær geta án nokkurs vafa komið öðrum iðngreinum að góðu gagni.