Iðnþing 2001
Iðnþing Samtaka iðnaðarins var haldið í dag, föstudaginn 16. mars, undir yfirskriftinni: Umhverfi iðnaðar á nýrri öld. Í
Iðnþing Samtaka iðnaðarins var haldið í dag, föstudaginn 16. mars, undir yfirskriftinni: Umhverfi iðnaðar á nýrri öld. Í ályktun Þingsins kom m.a. fram að hátt gengi, há laun og háir vextir vegi að samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja. Bent er á að íslenska krónan er of dýru verði keypt og veik staða hennar hindrar eðlilegar fjárfestingar innlendra og erlendra fyrirtækja á Íslandi. Þá er í ályktuninni lög áhersla á að þótt EES-samningurinn hafi reynst vel dugi hann ekki til frambúðar, jafnvægið milli aðila samningsins hafi raskast og samningurinn þróist ekki í takt við það sem gerist innan ESB. Mikill meirihluti (62%) félagsmanna í Samtökum iðnaðarins er þeirrar skoðunar að aðild að Evrópusambandinu sé efnahagslega hagkvæm.
Að venju fóru fram kosningar til stjórnar og ráðgjafaráðs Samtaka iðnaðarins og gaf hópur góðra manna kost á sér til þessara trúnaðarstarfa. Til setu í stjórn SI, til næstu tveggja ára, voru kjörnir þeir Hörður Arnarsson, Marel hf, Eiður Haraldsson, Háfelli ehf., Sverrir D. Hauksson, Prentsmiðjunni Grafík hf. og Theodór Blöndal, Stáltaki hf. en Vilmundur Jósefsson var endurkjörinn formaður SI en hann tók við embættinu í fyrra af Haraldi Sumarliðasyni, sem hafði verið formaður frá stofnun Samtakanna árið 1993.
Verðlaunasjóður iðnaðarins veitti Jóni Þór Ólafssyni, verkfræðingi hjá Marel, viðurkenningu sjóðsins fyrir framúrskarandi verkfræði- og tæknistörf á sviði iðnaðar.
Dagskrá Iðnþings var vönduð að vanda. Fjórir valinkunnir menn fluttu erindi um mál sem munu hafa mikil áhrif á þróun iðnaðarins á næstu árum og áratugum. Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, ræddi um einkavæðingu, Per Magnus Wijkman kynnti skýrslu UNICE um Nýja hagkerfið, sem gefin var út í Brussel daginn fyrir Iðnþing, Hörður Arnarson, forstjóri Marels hf., fjallaði um samkeppnisstöðu útflutningsfyrirtækja og Þorsteinn Þorgeirsson, hagfræðingur SI, reifaði síðan íslenska skattkerfið í alþjóðlegum samanburði.
Dagskrá Iðnþings 16. mars 2001
09:45 |
Mæting og afhending fundargagna |
10.00 |
Hefðbundin aðalfundarstörf
|
Ályktun Iðnþings | |
12.00 |
Opin dagskrá Hádegisverður í boði Samtaka iðnaðarins Verðlaun úr Verðlaunasjóði iðnaðarins afhent
|
Ræða formanns, Vilmundar Jósefssonar
|
|
|
Ræða iðnaðarráðherra, Valgerðar Sverrisdóttur |
14.15 |
Umhverfi iðnaðar á nýrri öld
|
Einkavæðing |
|
Nýja hagkerfið - hagnýt viðmið |
|
Samkeppnisstaða Íslands |
|
|
Skattkerfið
|
16.15 | Iðnþingi slitið |