CE Merkingar (Síða 3)
11. FPC- Leiðbeining og framkvæmd til að fá CE- merkingu - Dæmi; síða 1 af 3.
Hvernig útbý ég virka verkáætlun þannig að ég geti CE-merkt framleiðslu mína þegar þess verður krafist?
Dæmi
Þrep 1: Skilgreina fyrirtækið
Eitt af því fyrsta,, sem þarf til að geta CE-merkt eina eða fleiri framleiðsluvörur, er að gera sér grein fyrir hversu umfangsmikið það er í hverju tilviki.
Umfangið ræðst að mestu af þrem þáttum:
-
Fjölda krafna sem koma fram í tæknilýsingum varðandi viðkomandi vöru
-
Flækjustig framleiðslunnar
-
Stærð fyrirtækisins
6. Er til samræmdur staðall fyrir mína framleiðslu?
Formleg skilgreining á staðli er:
Skjal til sameiginlegrar og endurtekinnar notkunar sem boðar reglur og leiðbeiningar eða dregur fram einkenni aðgerða eða árangur af niðurstöðum þeirra. Skjalið er tengt samkomulagi og samþykkt viðurkenndra samtaka. Ath! Tilgangurinn er að ná hagstæðasta skipulagi miðað við gefnar forsendur.