Iðnþing 2003 (Síða 2)
Ánægja með störf og málflutning SI
Ályktun Iðnþings Samtaka iðnaðarins
Komið er að ögurstund í efnahagsmálum þjóðarinnar. Að baki er ár stöðnunar eftir langt hagvaxtarskeið. Framundan eru mestu verklegar framkvæmdir Íslandssögunnar. Í senn er vaxandi atvinnuleysi en um leið miklar væntingar um þensluskeið. Undanfarin missiri hafa einkennst af sveiflum í gengi og verðlagi. Þessi umskipti auka mjög hættuna á að stjórn efnahagsmála fari úr böndum.
Lesa meiraÚtrásin, útflutningur og fjárfestingar erlendis
Samsetning atvinnulífsins og líklegar breytingar næsta áratug
Páll ræddi m.a um stjórnkerfið, hagkerfið og grundvallarþætti hinnar lifandi mannveru sem væri skynjandi, hugsandi og skapandi. Stjórnkerfið væri kerfi þjóðríkisins en rökvísi stjórnmálanna fælist í réttlæti og lýðræði. Fyrirtækin treystu á rökvísi viðskipta- og efnahagslífs en markmið þess væri arðsemi. Menntastofnanir stæðu vörð um rökvísi menningar og félagslífs og menntunin væri afurð þeirra. Þá vék háskólarektor m.a. að tengslum menntastofnana, þ.á m. Háskóla Íslands, og fyrirtækja.
Hvernig fáum við erlend fyrirtæki til landsins og hvað er á því að græða?
Staða Íslands í samfélagi þjóðanna - Hvar verðurm við árið 2013?
- Fyrri síða
- Næsta síða