Iðnþing 2003 (Síða 2)

Ánægja með störf og málflutning SI

Um 85% félagsmanna eru ánægð með málflutning Samtaka iðnaðarins almennt og rúmlega 80% eru ánægð með þjónustuna. Í viðhorfskönnun, sem Gallup gerði fyrir Samtök iðnaðarins í síðasta mánuði meðal félagsmanna, kom fram að þeir eru mjög sáttir. Lesa meira

Ályktun Iðnþings Samtaka iðnaðarins

Komið er að ögurstund í efnahagsmálum þjóðarinnar. Að baki er ár stöðnunar eftir langt hagvaxtarskeið. Framundan eru mestu verklegar framkvæmdir Íslandssögunnar. Í senn er vaxandi atvinnuleysi en um leið miklar væntingar um þensluskeið. Undanfarin missiri hafa einkennst af sveiflum í gengi og verðlagi. Þessi umskipti auka mjög hættuna á að stjórn efnahagsmála fari úr böndum.

Lesa meira

Útrásin, útflutningur og fjárfestingar erlendis

Pharmaco hf. varð til við sameiningu lyfjafyrirtækjanna Delta og Pharmaco í september árið 2002 undir nafni Pharmaco. Frá árinu 2001 hafa bæði fyrirtækin fjárfest í fjölda fyrirtækja bæði innanlands og utan. Pharmaco hf. er nú eitt verðmætasta félagið Kauphöll Íslands og áætlað verðmæti þess er um 45 milljarðar króna. Það er því vel í stakk búið til að takast á við erlenda samkeppni. Lesa meira

Samsetning atvinnulífsins og líklegar breytingar næsta áratug

Páll ræddi m.a um stjórnkerfið, hagkerfið og grundvallarþætti hinnar lifandi mannveru sem væri skynjandi, hugsandi og skapandi. Stjórnkerfið væri kerfi þjóðríkisins en rökvísi stjórnmálanna fælist í réttlæti og lýðræði. Fyrirtækin treystu á rökvísi viðskipta- og efnahagslífs en markmið þess væri arðsemi. Menntastofnanir stæðu vörð um rökvísi menningar og félagslífs og menntunin væri afurð þeirra. Þá vék háskólarektor m.a. að tengslum menntastofnana, þ.á m. Háskóla Íslands, og fyrirtækja.

Lesa meira

Hvernig fáum við erlend fyrirtæki til landsins og hvað er á því að græða?

Þórólfur sagði m.a. að í nokkur ár hefði verið talað um að alþjóðavæða íslenskt atvinnulíf en einhvern veginn hefðu kandidatar ekki staðið í biðröðum eftir að fá að leggja fé í það. Í fjölda ára hefði helsta fjárfesting erlendra aðila falist í orkufrekum framkvæmdum og það væri yfirleitt hið besta mál en nú beindust sjónir manna frekar að meiri alþjóðavæðingu í íslensku atvinnulífi og hvað við getum gert til að laða að erlenda fjárfestingu jafnt í smáu sem stóru. Lesa meira

Staða Íslands í samfélagi þjóðanna - Hvar verðurm við árið 2013?

„Til að vita hvert við stefnum verðum við að vita hvar við stöndum nú? Hvernig mælum við framleiðni og lífskjör og hvernig hafa skattar og skuldir þróast? Svarið er að við stefnum fram á við á flestum sviðum. Ég tel einnig að við stefnum inn í Evrópusambandið með evrunni og öllu saman löngu fyrir árið 2013,“ sagði Þorvaldur í upphafi erindis síns. Lesa meira
Síða 2 af 2