Iðnþing 2003
Iðnþing 2003
Tíunda Iðnþing Samtaka iðnaðarins var haldið föstudaginn 14. mars. Meginviðfangsefni Iðnþings að þessu sinni var umbreyting íslensks atvinnulífs og einkum staldrað við árin 1993, 2003 og 2013.
Lesa meiraDagskrá
Stjórn Samtaka iðnaðarins býður til Iðnþings föstudaginn 14. mars. Þingið er haldið í Versölum, samkomusal í Húsi iðnaðarins að Hallveigarstíg 1.
Niðurstaða úr kjöri til stjórnar og ráðgjafaráðs Samtaka iðnaðarins
Kosningaþátttaka í stjórnar- og formannskjöri var tæp 70% -
Lesa meiraNýir stjórnarmenn Samtaka iðnaðarins
Guðlaugur Adolfsson og Sigurður Bragi Guðmundsson eru nýir liðsmenn í stjórn Samtaka iðnaðarins.
Lesa meiraRáðgjafaráð
Þessir komu næst að atkvæðatölu og eru kjörnir til setu í ráðgjafaráði Samtaka iðnaðarins til eins árs og eru jafnframt varamenn í stjórn Samtakanna. Þeim er raðað hér í stafrófsröð:
Lesa meira
Kosning endurskoðanda og kjörstjórnar
Tillaga stjórnar Samtaka iðnaðarins um löggiltan endurskoðanda
Stjórn Samtaka iðnaðarins leggur til við Iðnþing að Gunnar Erlingsson, DFK Endurskoðun, verði kjörinn löggiltur endurskoðandi Samtaka iðnaðarins til eins árs.
Lesa meiraTillaga um fulltrúaráði SA
Tillaga kjörnefndar um 31 fulltrúa Samtaka iðnaðarins í fulltrúaráði Samtaka atvinnulífsins árið 2003
Lesa meira
Mikill meirihluti vill aðildarviðræður við ESB
Tæplega 70% félagsmanna Samtaka iðnaðarins vilja taka upp aðildarviðræður við ESB og um 60% vilja taka upp evru í stað krónu.
Lesa meiraValgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra kom víða við í ræðu sinni á Iðnþingi. Hún gat þess m.a. að þau liðlega þrjú ár, sem hún hefði gegnt starfi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefði samkeppnisstaða atvinnulífsins verið viðvarandi úrlausnarefni og það skipti sig miklu að þau mörgu mál sem grunnur hefði verið lagður að nái að skila þeim ávinningi sem að var stefnt.
Lesa meira
Vilmundur Jósefsson formaður SI
Vilmundur gat þess m.a. í setningarræðu sinni á tíunda Iðnþingi að á slíkum tímamótum væri við hæfi að staldra við og meta hvað hefði áunnist og hvað væri framundan. Starf Samtakanna hefði verið farsælt og vel hefði tekist að sinna fjölbreyttum og gerólíkum þörfum og óskum félagsmanna. Félagsmenn kæmu úr öllum greinum iðnaðarins allt frá handverki til stóriðju.
Lesa meira
Síða 1 af 2
- Fyrri síða
- Næsta síða