Iðnþing 2003

Tíunda Iðnþing Samtaka iðnaðarins var haldið föstudaginn 14. mars. Meginviðfangsefni Iðnþings að þessu sinni var umbreyting íslensks atvinnulífs og einkum staldrað við árin 1993, 2003 og 2013.

Tíunda Iðnþing Samtaka iðnaðarins var haldið föstudaginn 14. mars. Meginviðfangsefni Iðnþings að þessu sinni var umbreyting íslensks atvinnulífs og einkum staldrað við árin 1993, 2003 og 2013.

Iðnþing 2003

Ályktun þingsins endurspeglar jafnan hvað félagsmenn Samtaka iðnaðarins telja brýnast á hverjum tíma. Þar segir að komið sé að ögurstund í efnahagsmálum þjóðarinnar. Að baki séu ár stöðnunar eftir langt hagvaxtarskeið en framundan séu mestu verklegar framkvæmdir í sögu þjóðarinnar. Undanfarin misseri hafi einkennst af sveiflum í gengi og verðlagi en þessi umskipti auki mjög hættuna á að stjórn efnahagsmála fari úr böndunum. Á sama tíma haldi Seðlabankinn uppi stífu aðhaldi með háum vöxtum en þetta tvennt beri vott um skort á samstillingu í stjórn efnahagsmála. Því þurfi samstillt átak stjórnvalda, Seðlabanka og atvinnulífs til að þjóðin komist klakklaust gengum þá umbrotatíma sem framundan séu. Ekki megi einblína á verðbólgumarkmið og beita vaxta- og gengisstefnu sem kyrkir atvinnulífið.

Úrslit í stjórnarkjöri


Kosið var til stjórnar og ráðgjafaráðs með almennri póstkosningu venju samkvæmt. Alls gáfu 10 kost á sér til stjórnarsetu. Niðurstaðan varð sú að flest atkvæði hlutu Hörður Arnarson, Marel hf., Eiður Haraldsson, Háfelli ehf.,sem voru báðir í stjórninni fyrir en Guðlaugur Adolfsson, Fagtaki ehf. og Sigurður Bragi Guðmundsson, Plastprenti hf., koma nýir í stjórnina og setjast þeir í stjórn til næstu tveggja ára. Fyrir í stjórn SI eru Baldur Guðnason, Sjöfn hf., Halla Bogadóttir, Höllu Boga gullsmíði og Hreinn Jakobsson, Skýrr hf. Helmingur stjórnar er kosinn hverju sinni til tveggja ára í senn. Formaður var kosinn Vilmundur Jósefsson, Gæðafæði ehf. og er þetta í fjórða sinn sem hann er kosinn formaður.

Könnun á viðhorfi félagsmanna til ESB
Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum fyrir hádegi kynnti Jón Steindór Valdimarsson, aðstoðarframkvæmdastjóri SI, niðurstöður nýrrar viðhorfsrannsóknar sem Gallup gerði fyrir SI meðal félagsmanna og almennings um Evrópumál og þjónustu SI. Af sex spurningum, sem lagðar voru fyrir félagsmenn um Evrópumál , urðu svör jákvæð við 5 þeirra en neikvæð í einu en það var þegar spurt var hvort menn væru hlynntir eða andvígir aðild Íslands að ESB. Þegar einungis er litið til þeirra sem tóku afstöðu sögðust 44% hlynnt aðild en 56% andvíg. Hins vegar þegar spurt var: ?Ertu hlynntur eða andvígur því að taka upp aðildarviðræður við ESB?? sögðust tæp 70% hlynnt en 20% andvíg. Varðandi þá spurningu var svipað uppi á teningnum hjá almenningi, 64% sögðust hlynnt því að teknar yrðu upp aðildarviðræður við ESB en 25% voru andvíg.

Almenn ánægja virðist ríkja í röðum félagsmanna SI með störf Samtakanna. Áttatíu af hundraði eru ánægðir með þjónustuna og 85 af hundraði ánægðir með málflutning þeirra almennt.

Umbreyting íslensks atvinnulífs


Eftir hádegi fluttu formaður og iðnaðarráðherra ræðu en auk þeirra héldu fjórir þjóðkunnir menn erindi sem fjölluðu um umbreytingu íslensks atvinnulífs á sl. tíu árum og hvernig þar verður umhorfs eftir önnur tíu ár. Róbert Wessmann, forstjóri Pharmaco hf./Delta hf., fjallaði um útrás, útflutning og fjárfestingar erlendis, Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands, fjallaði um samsetningu atvinnulífsins og líklegar breytingar næsta áratug, Þórólfur Árnason, borgarstjóri í Reykjavík, ræddi um starfsskilyrðin og hvernig við fáum erlend fyrirtæki til landsins og hvað sé á því að græða. Að lokum fjallaði Þorvaldur Gylfason, prófessor við Háskóla Íslands um stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna og hvar við verðum árið 2013.

Iðnþing var fjölsótt að vanda og lauk með glæsilegu árshófi um kvöldið. Veislustjóri var Theódór Blöndal en ræðumaður kvöldsins var Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs.

Dagskrá

Stjórn Samtaka iðnaðarins býður til Iðnþings föstudaginn 14. mars. Þingið er haldið í Versölum, samkomusal í Húsi iðnaðarins að Hallveigarstíg 1.

10:00

Afhending fundargagna
10:10 Hefðbundin aðalfundarstörf
  1. Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
  2. Ársreikningar Samtaka iðnaðarins
  3. Tillaga stjórnar að fjárhagsáætlun næsta árs
  4. Lýst kjöri formanns og meðstjórnenda
  5. Kjör í fulltrúaráð Samtaka atvinnulífsins
  6. Kosning löggilts endurskoðenda
  7. Kosning kjörstjóra og aðstoðarmanna hans
  8. Önnur mál
    - Almennar umræður um innri mál SI, störf og stefnur
    - Könnun Gallups meðal félagsmanna SI
    - Könnun Gallups meðal almennings
    - Glærur Jóns Steindórs, aðst.framkv.stj. SI um kannanirnar
Ályktun Iðnþings
12:00 Opin dagskrá

Hádegisverður í boði Samtaka iðnaðarins
Ræða formanns, Vilmundar Jósefssonar
Ræða iðnaðarráðherra, Valgerðar Sverrisdóttur

14:15

Umbreyting íslensks atvinnulífs
- staldrað við árin 1993, 2003 og 2013 -

Róbert Wessman Útrásin, útflutningur og fjárfestingar erlendis
Róbert Wessman, forstjóri Delta hf.
Glærur Róbers á PDF sniði
Páll Skúlason Samsetning atvinnulífsins og líklegar breytingar næsta áratug
Páll Skúlason, rektor Háskóla Íslands
Glærur Páls á PDF sniði
Þórólfur Árnason Starfsskilyrðin. Hvernig fáum við erlend fyrirtæki til landsins og hvað er á því að græða?
Þórólfur Árnason, borgarstjóri í Reykjavík
Glærur Þórólfs á PDF sniði
Þorvaldur Gylfason Staða Íslands í samfélagi þjóðanna. Hvar verðum við árið 2013?
Þorvaldur Gylfason, prófessor við Háskóla Íslands
Glærur Þorvalds á PDF sniði


16:15 Iðnþingi slitið
Dagskráin á PDF sniði