Skýrslur og rit (Síða 2)

17.03.2016 : Iðnþing 2016

Með Morgunblaðinu 17. mars fylgdi 16 síðna sérblað þar sem fjallað er um Iðnþingið og greint frá helstu fréttum af Samtökum iðnaðarins.

28.10.2013 : Rafiðnaður - Framtíðarsýn til ársins 2018

Framtíðarsýn rafiðnaðarins var mótuð á stefnumótunarfundi 2013 með þátttöku forsvarsmanna helstu fyrirtækja í greininni. Hún er sett fram í formi lýsingar á þeim árangri sem greinin sér fyrir sér að hafi náðst árið 2018 og þeim forsendum sem þurfa að vera fyrir hendi.

28.10.2013 : Líftækniiðnaður - hugvit, verðmætasköpun, vöxtur

Samtök íslenskra líftæknifyrirtækja hafa gefið út bækling með helstu áherslumálum greinarinnar.

01.03.2013 : Málm- og véltækniiðnaður - framtíðarsýn til ársins 2017

Framtíðarsýn málm- og véltæknifyrirtækja var mótuð á stefnumótunarfundi haustið 2012 með þátttöku forsvarsmanna helstu fyrirtækja í greininni. Hún er sett fram í formi lýsingar á þeim árangri sem greinin sér fyrir sér að hafi náðst árið 2017 og þeim forsendum sem þurfa að vera fyrir hendi.

19.02.2013 : Framtíðarsýn tækni- og hugverkagreina til ársins 2016

Framtíðarsýn tækni- og hugverkaiðnaðar var mótuð á stefnumótunarfundi 2011 þar sem saman kom stór hópur fulltrúa fyrirtækja, stuðningsaðila, ráðuneyta og þingflokka. Framtíðarsýnin er sett fram í formi lýsingar á þeim árangri sem hópurinn sér fyrir sér að hafi náðst árið 2016 og forsendum sem þurfa að vera fyrir hendi.

23.12.2012 : Upplýsingabæklingur um mjólkur- og kjötvinnslu á Íslandi

Samtök mjólkur- og kjötvinnslufyrirtækja hafa tekið saman upplýsingabækling um mjólkur- og kjötvinnslu á Íslandi.

20.12.2012 : GERT - Grunnmenntun efld í raunvísindum og tækni

Aðgerðaáætlun starfshóps á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka iðnaðarins til að auka áhuga 10-15 ára nemenda á raunvísindum og tækni

20.12.2012 : Raunvísinda- og tæknimenntun: Staða íslenskra nemenda og framtíðarþörf samfélagsins

Skýrsla starfshóps á vegum Mennta- og menningarmálaráðuneytis, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtaka iðnaðarins.

06.09.2012 : Vernd vöruheita með uppruna- eða staðarvísun

Greinargerð um landfræðilegar merkingar á vegum Samtaka mjólkur- og kjötvinnslufyrirtækja og Samtaka iðnaðarins.

09.12.2011 : Þekkingarverðmæti - kennsluefni

Kennsluefni um þekkingarverðmæti unnið af dr. Eggert Claessen og Magneu Lilju Þorgeirsdóttur.

31.08.2011 : Aðild Íslands að ESB og möguleg áhrif á iðnfyrirtæki

Áfangaskýrsla unnin 2010 af Evrópunefnd SI um möguleg áhrif inngöngu í ESB á iðnfyrirtæki.

10.02.2011 : Þörf fyrir menntað starfsfólk - könnun gerð í desember 2010 og janúar 2011

Könnun á þörfum iðnaðarins fyrir menntað fólk. Könnunin var unnin af Capacent fyrir Samtök iðnaðarins í janúar 2011. Þar kemur m.a. í ljós að fyrirtækin hafa þörf fyrir fleira starfsfólk og að skortur er á fólki með verk- iðn eða tæknimenntun.

05.03.2009 : Vöxtur og verðmæti - Mótum eigin framtíð

Ritið Vöxtur og verðmæti - Mótum eigin framtíð var lagt fram á Iðnþingi 2009. Í því eru fjölmargar greinar er lúta að tækifærum á vexti og verðmætasköpun auk þess sem rætt er um efnahagsmálin.

05.01.2009 : Lengi býr að fyrstu gerð

Samtök iðnaðarins og Háskólinn á Akureyri hafa gefið út rit um nýliðun sem nefnist Lengi býr að fyrstu gerð. Ritið er vefrit og er notkun þess frjáls og án endurgjalds.

05.06.2008 : Iðnnám - nema hvað?

Margir möguleikar opnast þeim sem fara í iðnnám. Í iðnaði er eftirspurn eftir hæfileikaríku fólki í margar þeirra 60 iðngreina sem kenndar eru við um 20 verkmenntaskóla um allt land. Atvinnulífið þarf á miklu fleira og betur menntuðu fólki að halda en völ er á. Samtök iðnaðarins vilja vekja áhuga á iðnnámi og hvetja ungt fólk til að íhuga þessa námsleið.

06.03.2008 : Mótum eigin framtíð - Ísland og Evrópa

Í þessu riti er fjallað um eitt stærsta hagsmunamál iðnaðarins og um leið þjóðarinnar allrar: Aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evru í stað íslensku krónunnar. Það er gefið út í tengslum við Iðnþing 2008 sem er helgað Evrópumálum.

18.02.2008 : Kvennabrekkan

Hér er að finna ritið Kvennabrekkuna um þróun nemendafjölda og brautskráningar í framhaldsskóla og háskóla undanfarin ár með tilliti til kynjaskiptingar.

30.10.2006 : Keppt að sama marki

Baráttan fyrir heilsusamlegum lífsháttum er verkefni alls samfélagsins.

20.09.2006 : Um hollustu brauða

Í bakaríum innan Landssambands bakarameistara er að finna gott úrval af hollum, trefjaríkum brauðum sem innihalda heilt korn eða mjöl úr heilu korni. Algengast er að brauð sé bakað úr hveiti, rúgi eða höfrum en einnig stundum úr byggi.
Síða 2 af 4