Hugmyndalandið

2024

Banner-1

Með hugmyndum, góðum ákvörðunum, framkvæmdum og samtakamætti hefur Ísland náð miklum framförum á skömmum tíma. Með elju og staðfestu höfum við fjárfest í innviðum, samgöngum, fjarskiptum, húsnæði, nýsköpun og menntun og með því skapað frjóan jarðveg fyrir fjölbreytt atvinnulíf og velsæld.

Samtakamátturinn og viljinn til uppbyggingar færðu okkur stóra sigra. Nú þarf að ráðast í nýja sókn á ýmsum sviðum. Það er nýtt í íslensku samfélagi að raforka sé ekki næg til nauðsynlegra nota. Innviðir landsins þjóna sums staðar ekki hlutverki sínu, og nú, eins og of oft áður, stöndum við frammi fyrir alvarlegum lóða- og húsnæðisskorti. Efla þarf framleiðslugetu hagkerfisins og mynda þannig grunn fyrir aukna verðmætasköpun og stöðugleika.

Nú þarf að líta til framtíðar og sækja tækifærin. Koma öflugum hugmyndum í framkvæmd og halda áfram á braut framfara. Þannig verður Ísland Hugmyndalandið.

Hugvitið er okkar allra dýrmætasta auðlind, en til þess að það verði okkur til góðs verðum við að virkja hugmyndir í íslensku samfélagi og atvinnulífi.

 

Idnadur_samantekt

 

Íslenskur iðnaður stendur nú undir um fimmtungi verðmætasköpunar hagkerfisins, hlutdeild sem hefur aukist á undanförnum árum. Í iðnaði starfa um 51 þúsund manns, sem samsvarar 22% af heildarfjölda starfandi á íslenskum vinnumarkaði. Á síðasta ári skilaði iðnaðurinn 698 milljörðum króna í útflutningstekjur, sem nemur 38% af heildarútflutningstekjum þjóðarbúsins. Iðnaður er stærstur allra útflutningsgreina. Skattspor iðnaðarins, þ.e. framlag iðnaðarins til samfélagsins í formi skattgreiðslna, nam 213 milljörðum króna árið 2022 og er það stærst allra útflutningsgreina.

Hugmyndalandid_forsida

Hér er PDF með 30 umbótatillögum Samtaka iðnaðarins sem stuðla að aukinni samkeppnishæfni.

 

Hér eru helstu staðreyndir um hugverkaiðnaðinn.   Hér eru helstu staðreyndir um íbúðamarkaðinn. Hér eru helstu staðreyndir um innviði landsins.           
Hugverkaidnadur_Stadreyndir-1 Ibudamarkadur_Stadreyndir-1 Innvidir_Stadreyndir-1

 

Hér eru helstu staðreyndir um
mannauðinn.                                           
Mannaudur_Stadreyndir-1 

 

Kosningafundur SI

Hugmyndalandið var yfirskrift kosningafundar SI sem fór fram fyrir fullum sal í Silfurbergi í Hörpu með þátttöku formanna og fulltrúa átta flokka. 

Hér er hægt að nálgast upptökur, ljósmyndir, glærur og annað efni fundarins.

Könnun meðal félagsmanna SI

Hér er hægt að nálgast greiningu sem SI gáfu út í tengslum við kosningafundinn þar sem birtar eru niðurstöður úr könnun sem gerð var meðal félagsmanna. 

Könnun meðal flokkanna

Hér er hægt að nálgast niðurstöður könnunar sem gerð var meðal flokkanna átta sem eiga fulltrúa á Alþingi og tóku þátt í kosningafundi SI.

Hér fyrir neðan eru niðurstöður einstakra málefna:

 

Iðnaður á Íslandi - atvinnustefna og samkeppnishæfni

 

 Hér er skýrsla SI með 33 umbótatillögum.   Hér er skýrsla SI um atvinnustefnu.                       Hér er skýrsla SI um  samkeppnishæfni Íslands. 
 Forsida_1614937170167_1729779431951
Motum-framtidina-saman-atvinnustefna-fyrir-island_si_1729780130506 

Island-i-fremstu-rod-eflum-samkeppnishaefnina_si_1729780365938 

 

Iðnaður er stærsta útflutningsgreinin                     Skattspor iðnaðar 462 milljarðar                                                       Stjórnendur iðnfyrirtækja bjartsýnni á þróun efnahagsmála Vaxtartækifæri hagkerfisins í öflugum iðnaði                     

Idnadur-er-staersta-utflutningsgreinin-1 

Skattspor-idnadar-462-milljardar-1 

Stjornendur-idnfyrirtaekja-bjartsynni-a-throun-efnahagsmala-1 

Vaxtartaekifaeri-hagkerfisins-i-oflugum-idnadi-1 

 

 

Orka, umhverfi og loftslag

Öll verðmætasköpun byggir á nýtingu orku. Skynsöm nýting grænnar orku á Íslandi hefur skapað mikil verðmæti, en orkusækinn iðnaður er ein af fjórum útflutningsstoðum landsins. Skerðingar á afhendingu raforku hafa kostað samfélagið tugi milljarða í töpuðum útflutningstekjum undanfarin ár. Framboð raforku hefur ekki haldið í við fólksfjölgun og vöxt hagkerfisins og samfélagið orðið af tækifærum til atvinnuuppbyggingar um allt land vegna stöðu raforkukerfisins. Þá hefur olíunotkun aukist síðustu ár þvert á markmið stjórnvalda í orku- og loftslagsmálum. Með þriðju orkuskiptunum getur Ísland enn á ný verið í fararbroddi á sviði grænnar orku og grænna lausna. Orkuskipti eru mikilvægasti þátturinn í því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Aukin nýting grænnar orku í stað olíu er forsenda árangurs á því sviði. Ferli raforkuuppbyggingar er langt og þarf því að hugsa langt fram í tímann. Næstu ríkisstjórnar bíður það verkefni að taka ákvarðanir til að mæta skuldbindingum Íslands í loftslagsmálum árið 2030 og hún mun ráða miklu um árangur okkar í málaflokknum til lengri tíma. Hugmyndirnar eru svo sannarlega til staðar, en taka þarf ákvarðanir og framkvæma. Með samtakamætti náum við árangri.

Umbótatillögur SI

  1. Auka raforkuöflun og styrkja orkuinnviði til þess að tryggja fjölbreytta atvinnuuppbyggingu um land allt og draga úr innflutningi og notkun olíu.
  2. Flýta ferli leyfisveitinga og tryggja samræmi í vinnubrögðum stofnana og stjórnsýslu, annað hvort í gegnum ferli rammaáætlunar eða með sérlögum um virkjanir og aðrar framkvæmdir í raforkukerfinu.
  3. Skapa jákvæða hvata til nýsköpunar og fjárfestinga í orkuskiptum.
  4. Nýta fjármuni vegna kolefnisgjalda og sölu á losunarheimildum til fjárfestinga sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

 

Hér er kynning sem fulltrúar SI voru með á opnum fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um stöðu orku- og loftslagsmála. Á vefnum orkuskipti.is má finna helstu staðreyndir um orkuskipti.                                                                                                                                                                                  
Stada-orku-og-umhverfismala-1 

 

Mynd3_1730196370432

 

 

 Hér er skýrsla SI um íslenska raforkumarkaðinn. Fyrirtæki í mannvirkjaiðnaði vilja hafa jákvæð umhverfisáhrif          14-17 ma.kr. útflutningstekjur hafa tapast vegna raforkuskerðingar Meirihluti iðnfyrirtækja hefur sett sér markmið í loftslagsmálum         

Forsida-skyrslu-mynd_1729779900253 
 Fyrirtaeki-i-mannvirkjaidnadi-vilja-hafa-jakvaed-umhverfisahrif-1
14-17-makr-utflutningstekjur-hafa-tapast-vegna-raforkuskerdingar-Landsvirkjunar-1 

Meirihluti-idnfyrirtaekja-hefur-sett-ser-markmid-i-loftslagsmalum-1 

 

Nýjar upplýsingar um orkuskipti 

Hér er hægt að nálgast upplýsingar um fund sem Samtök iðnaðarins, Samorka, Landsvirkjun, EFLA og Grænvangur stóðu fyrir 14. nóvember í Kaldalóni í Hörpu þar sem kynntar voru nýjar upplýsingar á vefnum Orkuskipti.is. Yfirskrift fundarins var: Hvar stendur Ísland í orkuframleiðslu og orkunotkun í alþjóðlegum samanburði?

20241114-Orkuskipti_EA_lowres-15

Hér er hægt að nálgast upptöku af fundinum:

https://vimeo.com/1029611185

 

Húsnæðis- og skipulagsmál

Húsnæðismál eru efnahagsmál, en einn meginorsakavaldur verðbólgu um þessar mundir er veruleg hækkun húsnæðiskostnaðar. Húsnæðisverð hefur hækkað mjög mikið á undanförnum árum þar sem uppbygging hefur ekki haldist í hendur við fjölgun landsmanna og lýðfræðilega þróun. Stöðugleiki á húsnæðismarkaði er forsenda stöðugs verðlags, velferðar og uppbyggingar atvinnulífs. Skapa þarf stöðugt og fyrirsjáanlegt starfsumhverfi fyrir fyrirtæki í mannvirkjaiðnaði til að tryggja gæði og byggja upp öfluga atvinnugrein. Hugmyndirnar eru til staðar, en nú þarf að taka ákvarðanir og framkvæma þær.

Umbótatillögur SI

  1. Flýta skipulagsferlum og heimila inngrip ríkisins við tilteknar aðstæður, til dæmis við endurskoðun svæðisskipulags.
  2. Einfalda regluverk húsnæðisuppbyggingar og endurskoða eftirlit til að auka skilvirkni.
  3. Auka framboð lóða fyrir húsnæðisuppbyggingu með því að flýta fyrir húsnæðisuppbyggingu á landi í eigu ríkisins og gera ríkari kröfur til sveitarfélaga um úthlutanir á lóðum.
  4. Skipuleggja húsnæðisuppbyggingu lengra fram í tímann.
  5. Hækka endurgreiðsluhlutfall virðisaukaskatts, vegna vinnu við uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, til að hvetja til uppbyggingar íbúða.

 

 Hér eru helstu staðreyndir um íbúðamarkaðinn.                                             Verktakar vænta aukningar í fjölda íbúða í byggingu þrátt fyrir lóðaskort                                                            Fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði hafa hækkað um 50% á síðustu tíu árum                                Áframhaldandi samdráttur í byggingu nýrra íbúða                                                                                            

Ibudamarkadur_Stadreyndir-1 

Verktakar-vaenta-aukningar-i-fjolda-ibuda-i-byggingu-thratt-fyrir-lodaskort-1 


Fasteignaskattar-a-atvinnuhusnaedi-hafa-haekkad-um-50-a-sidustu-tiu-arum-1

 

 

Aframhaldandi-samdrattur-i-byggingu-nyrra-ibuda-1 
Íbúðauppbygging stefnir í öfuga átt                             Ójafnvægi á íbúðamarkaði   Vænta samdráttar í byggingu íbúða Fyrirsjáanleiki í opinberum framkvæmdum gæti sparað tugi milljarða króna 
 Ibudauppbygging-stefnir-i-ofuga-att-1  Ojafnvaegi-a-ibudamarkadi-1  Vaenta-samdrattar-i-byggingu-ibuda-1  Greining-SI_Fyrirsjaanleiki-i-opinberum-framkvaemdum-20-11-2024-1_1732118216693

 

Spurt og svarað um húsnæðismál og byggingariðnað

SI_Spurt-og-svarad_Husnaedismal-og-byggingaridnadur-15-11-2024-1

 



Innviðir 

Traustir innviðir eru undirstaða verðmætasköpunar og velferðar. Áherslur stjórnvalda á innviðauppbyggingu fela í sér skýr skilaboð um vilja til að styrkja grunnstoðir samfélagsins, stuðla að öryggi landsmanna og efla atvinnulíf og langtímastöðugleika. Þrátt fyrir aukin fjárframlög til málaflokksins hefur viðhaldi og uppbyggingu innviða ekki verið sinnt nægjanlega vel á síðustu 15 árum. Uppsöfnuð viðhaldsskuld í innviðakerfinu nam 420 milljörðum króna árið 2021 og hefur skuldin aukist síðan. Hvað nýfjárfestingar varðar hefur illa gengið að fylgja eftir stefnu stjórnvalda þrátt fyrir góð áform. Skortur hefur verið á fyrirsjáanleika í framkvæmdum og getu stjórnvalda til að koma verkefnum í framkvæmd. Áður urðu hugmyndir að veruleika og innviðir landsins voru byggðir upp. Höldum áfram á þeirri braut.

Umbótatillögur SI

  1. Skapa stöðugleika í nýfjárfestingum og viðhaldi innviða milli ára.
  2. Nýfjárfesting í innviðum í samræmi við þarfir samfélagsins og forgangsraða þarf uppbyggingu þeirra í samræmi við þjóðhagslega arðsemi.
  3. Leggja fram raunhæfar og fyrirsjáanlegar áætlanir um uppbyggingu innviða sem fyrirtæki í mannvirkjaiðnaði geta treyst á. Stefnumótun stjórnvalda, sem birtist í samgöngusáttmála og samgönguáætlun, þarf að vera fullfjármögnuð og raungerast.
  4. Tryggja gæði innviða með fullnægjandi viðhaldi. Sem dæmi þá er uppsöfnuð viðhaldsskuld í þjóðvegakerfinu yfir 110 milljarðar króna og eykst á hverju ári þar sem útgjöld til viðhalds eru undir viðhaldsþörf.
  5. Endurskoða aðferðarfræði sem beitt hefur verið við samvinnuleið ríkis og einkaaðila í innviðauppbyggingu, með það að markmiði að hún nýtist til að koma þjóðhagslega arðsömum verkefnum fyrr í framkvæmd. Breyta þarf lögum um samvinnuverkefni þannig að þau séu ekki bundin við Vegagerðina.
  6. Tryggja að opinber gjaldtaka í samgöngukerfinu fari í uppbyggingu og viðhald vegakerfisins.

 

Hér eru helstu staðreyndir um innviði.                         Hér er skýrsla SI og FRV um ástand innviða á Íslandi. Opinberir verkkaupar boða ríflega tvöföldun í útboðum verklegra framkvæmda  

Innvidir_Stadreyndir-1 
 Skyrsla-2021-forsida_1729779558444  Opinberir-verkkaupar-boda-riflega-tvofoldun-i-utbodum-verkklegra-framkvaemda-1

 

 

Mannauður

Menntakerfið ásamt aðgengi að erlendum sérfræðingum er ein meginundirstaða samkeppnishæfni Íslands, þar sem hæfni mannauðsins þarf að mæta þörfum einstaklinga, fyrirtækja og samfélagsins. Íslenskur iðnaður veitir ríflega 50 þúsund manns atvinnu, eða 22% af öllum starfandi í landinu. Fjölga þarf einstaklingum með iðn- og tæknimenntun og STEAM-menntun (vísindi, tækni, verkfræði, listir og stærðfræði) á vinnumarkaði. Skortur á starfsfólki með þessa þekkingu hefur heft vaxtargetu hagkerfisins á síðustu árum og greiningar sýna að þörfin fyrir slíkt starfsfólk muni vaxa enn frekar á komandi árum. Til dæmis þarf níu þúsund sérfræðinga til starfa í hugverkaiðnaði á næstu fimm árum til að sækja tækifærin og mæta þörf greinarinnar. Á síðustu árum hefur allt að þúsund manns verið synjað um skólavist í iðn- og tækninámi á sama tíma og verulegur skortur hefur verið á vinnuafli með þá þekkingu. Í grunnskólum þarf að auka áherslu á grunnfærni eins og læsi og stærðfræði, auk þess að vekja áhuga á verknámi og STEAM-greinum. Innleiðing gagnvirkra menntatæknilausna er lykilþáttur í að fylgjast með námsframvindu nemenda í rauntíma og aðlaga námsefnið að þörfum hvers og eins. Með markvissri nýtingu menntatækni getum við betur undirbúið ungt fólk fyrir áskoranir samtímans og styrkt íslenskan vinnumarkað. Með því að fjárfesta í mannauði á 20. öld fór íslenskt samfélag úr fátækt í fremstu röð. Þessum árangri þarf að fylgja enn betur eftir á næstu árum.

Umbótatillögur SI

  1. Ljúka uppbyggingu iðnskóla og fjölga nemendaígildum í iðnnámi til að mæta vaxandi eftirspurn í námið og þörf atvinnulífsins fyrir iðnmenntað starfsfólk.
  2. Fjölga nemendum í STEAM-greinum til að mæta eftirspurn. Beita þarf hvötum fyrir framhalds- og háskóla til að taka við fleiri nemendum í þessar greinar og útskrifa fleiri. Einnig þarf að vekja áhuga nemenda í grunnskólum á verk- og raungreinum.
  3. Innleiða menntatæknilausnir í skólum með innbyggða matsferla til að styrkja færni og hæfni nemenda til náms og skapa meiri skilvirkni í vinnuumhverfi kennara.

 

Fyrirtæki í pípulögnum þurfa að ráða 360 pípara á næstu fimm árum Fyrirtæki í rafiðnaði þurfa að ráða 800 rafvirkja á næstu fimm árum                     Vænta 77% fjölgunar starfsfólks í tækni- og hugverkaiðnaði á næstu fimm árum
 Fyrirtaeki-i-pipulognum-thurfa-ad-rada-360-pipara-a-naestu-fimm-arum-1
Fyrirtaeki-i-rafidnadi-thurfa-ad-rada-800-rafvirkja-a-naestu-fimm-arum-1 

Vaenta-77-fjolgunar-starfsfolks-i-taekni-og-hugverkaidnadi-a-naestu-fimm-arum 
Skortur iðnskóla á fjármagni og viðeigandi húsnæði veldur skorti á iðnmenntuðum 600-1.000 vísað frá þegar fleiri þurfa að ljúka iðnnámi                      Níu þúsund sérfræðinga þarf til vaxtar í hugverkaiðnaði
 Skortur-idnskola-a-fjarmagni-og-videigandi-husnaedi-veldur-skorti-a-idnmenntudum-1  600-1.000-visad-fra-thegar-fleiri-thurfa-ad-ljuka-idnnami-1  Niu-thusund-serfraedinga-tharf-til-vaxtar-i-hugverkaidnadi-1

 

Nýsköpun

Hugverkaiðnaður er ein af fjórum útflutningsstoðum Íslands og hefur möguleika til að verða verðmætasta stoðin við lok þessa áratugar. Raunar er hugverkaiðnaður sú atvinnugrein sem hefur vaxið mest á þessu ári. Innan greinarinnar eru fyrirtæki í fjölbreyttri starfsemi eins og tölvuleikjagerð, lyfjaþróun og -framleiðslu, upplýsingatækni, fjarskiptum, líf- og heilbrigðistækni og hátækniframleiðslu. Útflutningstekjur tækni- og hugverkaiðnaðar námu 264 milljörðum króna árið 2023, og gera má ráð fyrir að þær fari yfir 320 milljarða króna á þessu ári. Vöxtur hugverkaiðnaðar þýðir aukinn efnahagslegan stöðugleika og fjölgun háframleiðnistarfa. Stefnumörkun stjórnvalda og lagabreytingar á síðustu árum hafa stutt við vöxt greinarinnar og gert drífandi frumkvöðlum kleift að sækja tækifærin. Breytum ekki þeim kerfum sem skila árangri.

Umbótatillögur SI

  1. Tryggja áframhaldandi öfluga umgjörð og hvata til nýsköpunar á Íslandi, með sterkum Tækniþróunarsjóði, hvötum til fjárfestinga einstaklinga og framtakssjóða í sprotafyrirtækjum og breytingum á regluverki, meðal annars á sviði skattalöggjafar, sem taka mið af þörfum tækni- og hugverkafyrirtækja.
  2. Festa skattahvata vegna rannsókna og þróunar í sessi með því að framlengja lög um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki og halda hlutföllum skattfrádráttar og þaki skattfrádráttar. Núverandi umgjörð með 25–35% skattfrádrætti til fyrirtækja með þaki upp á 1.100 m.kr. þarf að festa til a.m.k. 10 ára.
  3. Laða áfram alþjóðlega sérfræðinga til landsins með skattaívilnunum og gera umsóknarferli og stjórnsýslu skilvirkari.

 

 Hér eru helstu staðreyndir um hugverkaiðnað. Hér er skýrsla SI um nýsköpunarstefnu.   Hér er tímarit SI um nýsköpun á Íslandi.                                                              
                                    
Skattahvatar rannsókna og þróunar auka framleiðni og bæta lífskjör      

Hugverkaidnadur_Stadreyndir-1 

Nyskopun-virkjum-taekifaerin-nyskopunarstefna_si_1729779970464 

Timarit-si_forsida__1729779788642 
 Skattahvatar-rannsokna-og-throunar-auka-framleidni-og-baeta-lifskjor-1

 

  

Starfsumhverfi

Stöðugt, hagkvæmt og skilvirkt starfsumhverfi bætir samkeppnishæfni og stuðlar að aukinni verðmætasköpun. Stöðugleiki skapar skilyrði fyrir samkeppnishæft atvinnu- og efnahagslíf, en þannig er lagður grunnur að fjárfestingum í hagvexti framtíðarinnar. Hagkvæmt starfsumhverfi skapar samkeppnisforskot, þ.e. þegar álögur skatta og gjalda eru lágar í alþjóðlegum samanburði, sem gefur fyrirtækjum sterkari stöðu í samkeppni við erlenda keppinauta og eykur þannig verðmæta- og atvinnusköpun. Skilvirkt starfsumhverfi dregur úr sóun og kostnaði, efnahagslífinu til heilla. Þessu verður eingöngu náð með gagnsæi og einföldu regluverki þar sem eftirlit er fyrirsjáanlegt og ekki óhóflega íþyngjandi. Stjórnvöld skapa heilbrigt og skilvirkt starfsumhverfi með því að tryggja jafnræði fyrirtækja á markaði og draga úr opinberum samkeppnisrekstri. Með bættum starfskilyrðum eykst samkeppnishæfni og þar með verðmætasköpun.

Umbótatillögur SI

  1. Ná þarf verðbólgu og vöxtum niður með aðgerðum í ríkisfjármálum sem efla framboðshlið hagkerfisins, meðal annars þeim sem að framan eru taldar.
  2. Hætta að setja íþyngjandi ákvæði í lög umfram lágmarkskröfur við innleiðingu á evrópuregluverki (gullhúðun) og einfalda gildandi regluverk með því að fjarlægja séríslenskar viðbætur (afhúðun).
  3. Efla hagsmunagæslu gagnvart ESB á frumstigum lagasetningar til að tryggja að íslenskir hagsmunir séu virtir.
  4. Draga úr álögum skatta og gjalda á fyrirtæki.
  5. Auka skýrleika og gagnsæi regluverks. Fyrirtæki og almenningur verða að treysta því að afgreiðsla stofnana sé fyrirsjáanleg og í samræmi við gildandi rétt.
  6. Auka gagnsæi í innheimtu gjalda eftirlitsstofnana.
  7. Aðlaga regluverk að nýjum atvinnugreinum, þar sem regluverk þarf að taka mið af framþróun samfélags og atvinnulífs.
  8. Fækka og sameina ríkisstofnanir með aukna hagkvæmni og skilvirkni að leiðarljósi.
  9. Efla eftirlit með starfsemi réttindalausra í iðngreinum.

 

Hér er skýrsla SI með 26 umbótatillögum. Regluverk og eftirlit hefur aukist mikið                          Stjórnendur vilja stöðugra, hagkvæmara og skilvirkara starfsumhverfi
 Forsidan_1729779657884
Regluverk-og-eftirlit-hefur-aukist-mikid-1 

Stjornendur-vilja-stodugra-hagkvaemara-og-skilvirkara-starfsumhverfi-1