Nýjar upplýsingar um orkuskipti kynntar á fjölmennum fundi
Fjölmennt var á fundi sem Samtök iðnaðarins, Samorka, Landsvirkjun, EFLA og Grænvangur stóðu fyrir í morgun í Kaldalóni í Hörpu þar sem kynntar voru nýjar upplýsingar á vefnum Orkuskipti.is.
Á fundinum kom meðal annars fram eftirfarandi:
- Ísland flytur inn olíu fyrir um 160 milljarða króna á ári og því til mikils að vinna að ná fram þriðju orkuskiptunum.
- Ísland er í 22. sæti yfir orkuframleiðslu á mann af þeim 157 ríkjum heims sem eru með yfir 100.000 íbúa. Við stöndum þó fremst þegar kemur að framleiðslu á endurnýjanlegri orku á mann.
- Orkunotkun á mann á Íslandi er sú 10. mesta í heiminum, við sitjum þar á milli Kanada og Bandaríkjanna en notum ekki mikið meiri orku á höfðatölu en til dæmis Noregur og Svíþjóð. Orkunotkun heimilanna er þó meiri en á hinum Norðurlöndunum.
- Vegna landslags og legu Íslands eru vatnsafl, jarðvarmi og vindorka á landi hagkvæmir kostir hérlendis. Sólarorka og vindorka á hafi eru sem stendur ekki hagkvæmir orkukostir við íslenskar aðstæður. Sjávarorka og fljótandi vindmyllur á hafi nýta tækni sem er enn í þróun og ekki samkeppnishæf við áðurnefnda kosti, en gætu orðið það á næstu áratugum.
Þóra Arnórsdóttir, forstöðumaður samskipta og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun, var fundarstjóri. Fundurinn hófst á samtali Þóru við Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra SI, sem fór yfir hvers vegna væri verið að setja Ísland í alþjóðlegt samhengi og hvað hefði breyst frá því vefurinn var opnaður árið 2022 sem kalli á uppfærðar upplýsingar.
Haukur Ásberg Hilmarsson, sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun og Ágústa Loftsdóttir, sérfræðingur í orkumálaráðgjöf hjá EFLU, fóru yfir vefinn og greindu frá því hvaða nýju upplýsingar væru þar að finna og á hverju þær byggi.
Þá var efnt til umræðu með eftirtöldum þátttakendum: Guðmundur Þorbjörnsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar og nýsköpunar hjá EFLU, Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins, Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar, og Finnur Beck, framkvæmdastjóri Samorku.
Upptaka
Hér er hægt að nálgast upptöku af fundinum:
Myndir
Hægt er að nálgast fleiri myndir á Facebook SI.
Myndir/Eyþór Árnason.
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, og Þóra Arnórsdóttir, forstöðumaður samskipta og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun.
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI.
Þóra Arnórsdóttir, forstöðumaður samskipta og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun.
Haukur Ásberg Hilmarsson, sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða hjá Landsvirkjun og Ágústa Loftsdóttir, sérfræðingur í orkumálaráðgjöf hjá EFLU.
Þóra Arnórsdóttir, forstöðumaður samskipta og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun, Guðmundur Þorbjörnsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar og nýsköpunar hjá EFLU, Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins, Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar, og Finnur Beck, framkvæmdastjóri Samorku.
Umfjöllun
mbl.is, 14. nóvember 2024.