Fréttasafn



20. nóv. 2024 Almennar fréttir Efnahagsmál Iðnaður og hugverk Mannvirki Menntun

Flokkarnir boða áframhaldandi stuðning við iðn- og tækninám

Allir þeir átta flokkar sem tóku þátt í kosningafundi SI undir yfirskriftinni Hugmyndalandið eru sammála um uppbyggingu menntakerfisins þegar horft er til könnunar sem gerð var meðal flokkanna.

Allir flokkarnir áforma að styðja áframhaldandi uppbyggingu húsnæðis við iðn- og verknámsskóla til að mennta fleiri iðn- og tækninema. 

Þeir eru einnig sammála um að auka fjármagn til iðn- og verknámsskóla til að mennta fleiri iðn- og tækninema. Þá er enginn ágreiningur milli flokkanna þegar kemur að því að styðja hvata til háskóla til að mennta og útskrifa fleiri nemendur í STEAM greinum, þar eru allir flokkar sammála. 

Jafnframt áforma allir flokkarnir að beita sér fyrir innleiðingu gagnvirkra menntatæknilausna í grunnskólum til að bæta gæði kennslu og undirbúa nemendur fyrir stafræna framtíð.

Sjálfstæðisflokkur einn flokka vill ekki svara því hvort flokkurinn áformi að efla eftirlit með starfsemi réttindalausra í iðngreinum. Allir aðrir flokkar áforma slíkt. 

 

Menntamal_

 

Hér er hægt að nálgast niðurstöður fleiri spurninga sem lagðar voru fyrir flokkanna.

 

Formenn og fulltrúar átta flokka tóku þátt í umræðum á kosningafundi SI í Silfurbergi í Hörpu. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, stýrði umræðunum.