Greinasafn (Síða 23)
Fyrirsagnalisti

Framleiðni er ekki allt...
Á austurströnd Bandaríkjanna býr úfinn og úrillur
Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði að nafni Paul Krugman. Sá dælir út blaðagreinum og
bloggfærslum og hefur tautað ýmislegt óvenjulegt í skegg sér í gegnum tíðina.
Að mati hans eru ríkisútgjöld flestra efnahagsmeina bót.

Pattstaða á fasteignamarkaði
Íbúðarhúsnæði er helsta uppspretta eigna og eignamyndunar í samfélaginu, bæði hjá þeim sem eiga húsnæði en líka hjá þeim sem lána fé til kaupa á húsnæði. Ennfremur er íbúðarhúsnæði ein af grunnþörfum manna. Þróun þessa markaðar snertir því alla með einum eða öðrum hætti, bæði heimili og atvinnulíf.

Ekki vernda störfin
Þegar efnahagssamdrátturinn skall á Íslendingum fyrir um fimm árum sögðu margir íslenskir stjórnmálamenn að þeir hygðust vernda störfin. Fólk úr öllum stjórnmálaflokkum, hvort sem var í meirihluta eða minnihluta, í sveitarstjórnum eða á Alþingi, tók undir þessa stefnu. Hún fólst í að halda eins mörgum á launaskrá hins opinbera og framast væri unnt við erfiðar aðstæður. Yfirlýst markmið var að missa fólk ekki úr virkni í atvinnuleysi.

Tækifæri til að efla atvinnulífið
Árlegt stefnumót atvinnulífsins í Evrópu (European Business Summit) fór fram í Brussel um miðjan maí. Þar komu saman helstu forystumenn atvinnulífsins og Evrópusambandsins til að ræða um framtíðina. Viðfangsefni fundarins að þessu sinni var að finna leiðir til að efla evrópskan iðnað og skapa vöxt með því að nýta þau fjölmörgu tækifæri sem eru til staðar.

Vægi atvinnulífs í kosningaumfjöllun
Samtök iðnaðarins gerðu ítarlega könnun meðal félagsmanna í aðdraganda Iðnþings. Rýnt var í stöðu efnahagslífsins, viðhorf til gjaldmiðlamála, Evrópumála o.fl. Ennfremur var lagt mat á það hversu mikla eða litla áherslu Samtökin ættu að leggja á margvísleg málefni. Viðhorf og hagsmunir félagsmanna eru jafnan höfð að leiðarljósi í starfi SI og því eru kannanir sem þessar afar mikilvægar.

Hvaða leið verður vörðuð?
Það er ekki algengt að stjórnmálamenn úr ólíkum flokkum tali einni röddu um málefni atvinnulífsins. Merkilegt nokk átti það sér stað nú um miðjan febrúar. Þá héldu Samtök iðnaðarins Tækni- og hugverkaþing ársins 2013 ásamt samstarfsaðilum. Fulltrúar hvers stjórnmálaflokks á fætur öðrum færðu þar fram afmarkaðar tillögur sem þeir töldu til hagsbóta fyrir umhverfi tækni- og hugverkafyrirtækja hér á landi.

Íslenskur iðnaður - uppspretta hagvaxtar
Árið 2013 er runnið upp. Ár sem margir binda miklar vonir við. Munu lífskjör fólks loksins fara batnandi? Leiða kosningar í vor til þess að takist að mynda sterka og einhuga ríkisstjórn sem er fær um að bæta skilyrði atvinnulífsins og þar með auka hagvöxt og bæta lífskjör?

Leynivopnið er traust
Við Austurvöll og allt umhverfis Arnarhól sinna íslenskir stjórnmála- og embættismenn nú sínum árlegu aðventuverkefnum. Þau felast í að breyta skattkerfinu sem hér á að gilda innan nokkurra vikna. Í þetta sinn á meðal annars að hækka matarskatta, ferðamannaskatta, fjármálaskatta, orkuskatta og tryggingarskatta á vinnu fólks.

Gæðastjórnun í iðnaði
Gæðastjórnun hefur verið mikið kappsmál innan Samtaka iðnaðarins í langan tíma. Þrátt fyrir þá einföldu staðreynd að gæðastjórnun þýðir einfaldlega „góð stjórnun“ og fjallar um „stjórnunarleg gæði“ hefur hugtakinu verið haldið á lofti sem mjög háfleygu hugtaki sem einungis sérfræðingum væri ætlað að skilja. Þetta viðhorf hefur, illu heilli, valdið því að meiri árangur hefur ekki náðst en raun ber vitni.

Krefjandi áskoranir
Þótt bati sé hafinn í hagkerfinu standa félagsmenn í Samtökum iðnaðarins frammi fyrir krefjandi áskorunum. Fjögur ár eru liðin frá falli bankanna og krónunnar. Tvö ár eru liðin síðan kaupleigusamningar voru dæmdir ólögleg lán og eitt ár er liðið frá því að fjármögnunarleigusamningar voru dæmdir sem ólögleg lán. Samt eru þessi mál og uppgjör félagsmanna okkar ófrágengin.

Atvinnulífið hefur ekki kosningarétt
Kosningavetur er runninn upp, eins og fjárlagafrumvarpið ber skýrt vitni um. Stjórnvöld hafa hvorki í hyggju að ná endum saman með því draga úr útgjöldum til stórra kjósendahópa né hækka á þá sýnilega skatta. Fyrirtækjunum í landinu eru í staðinn skammtaðar stórauknar byrðar, fjórða árið í röð.

Verkmenntun er forsenda velferðar
Ekki er ofmælt að miklir möguleikar eru framundan á sviði málm- og véltækni hér á landi. Þessi tæknigrein varð ekki illa úti í kreppunni vegna skorts á verkefnum eins og margar aðrar greinar þurftu að þola. Skýringarinnar er m.a. að leita í því að greinin hefur byggt á áratuga viðhaldsþjónustu við öflug fyrirtæki hér á landi eins og álver, orkuvirki, útgerðir og matvælavinnslu.
Síða 23 af 34