Greinasafn (Síða 23)

Fyrirsagnalisti

23. des. 2014 : Menntun er forsenda bættra lífskjara

Menntakerfið okkar stendur á tímamótum. Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra kynnti Hvítbók í haust þar sem farið er yfir þá stefnu í menntamálum sem ráðherra vill framfylgja. Þetta er ögrandi verkefni og í því felast róttækar breytingar.

12. nóv. 2014 : Samvinna og allir vinna

Verkefni SI, nú sem endranær, eru býsna mörg og fjölbreytt. Í öllum málaflokkum skiptir samvinnan höfuðmáli, hvort sem það er í menntamálum, nýsköpun eða almennum starfsskilyrðum iðnaðar. Á fyrstu vikunum í starfi finn ég að það býr mikill kraftur í Samtökum iðnaðarins. Það kemur mér ekki á óvart. Það er okkar verkefni að nýta þennan kraft betur og virkja hann í átt að mikilvægustu verkefnunum hverju sinni. Með aukinni samvinnu fyrirtækja innan SI og með aukinni samvinnu okkar við stjórnvöld má skila góðum árangri.

Guðrún Hafsteinsdóttir

14. ágú. 2014 : Fjárfestum í gæðum frekar en magni

Orðatiltækið „vinnan göfgar manninn“ hefur lengi staðið Íslendingum nærri. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr má segja að Íslendingar meti manngildið út frá vinnu.

7. júl. 2014 : Krafan um samkeppnishæft fjármögnunarumhverfi

Í byrjun árs ákváðum við hjá Samtökum iðnaðarins að efna til Nýsköpunartorgs í víðtæku samstarfi, sem frá er sagt hér í blaðinu, bæði til að fagna 20 ára afmæli SI og blása til nýrrar sóknar gegn flutningi fólks og fyrirtækja í nýsköpun frá Íslandi.

22. apr. 2014 : Samstaða

Fyrir réttu ári urðu ríkisstjórnarskipti hér á landi. Ríkisstjórnin, sem kenndi sig við norræna velferð, féll á eftirminnilegan hátt og við tók ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Okkur atvinnurekendum þótti fráfarandi stjórn ekki verðskulda mikið hrós fyrir frammistöðu sína á þeim fjórum árum sem hún var við völd.
SHB2012

17. feb. 2014 : Drifkraftur nýrrar sóknar

Það er sterkur samhljómur í málflutningi atvinnulífsins nú á þessu unga vori. Það er sést vel á ársfundum sem öll samtök atvinnulífsins halda nú hvert af öðru. Efst á dagskrá allra er að leysa úr læðingi vaxtarkrafta efnahagslífsins til að snúa frá kreppu til verðmætasköpuna og vaxtar.

SHB2012

31. jan. 2014 : Virkjum drifkraft iðnaðar

Niðurstaða atkvæðagreiðslu félaga Alþýðusambandsins um kjarasamningana er umhugsunarverð áskorun. Einstaklega vandaður undirbúningur málsins og markmið – sem ómögulegt er að halda fram að hafi ekki verið skynsamleg – dugðu ekki til að skila samningunum alla leið.

20. des. 2013 : Fyrir 20 árum og framundan eftir 20 ár

Sama dag og Samtök iðnaðarins tóku til starfa varð Ísland aðili að innri markaði Evrópu með EES samninginn sem aðgöngumiða sinn. Það skref átti eftir að breyta gjörvallri umgjörð atvinnulífs í landinu og skapa fleiri tækifæri en nokkurn óraði fyrir.

Orri Hauksson

11. nóv. 2013 : Framleiðni er ekki allt...

Á austurströnd Bandaríkjanna býr úfinn og úrillur Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði að nafni Paul Krugman. Sá dælir út blaðagreinum og bloggfærslum og hefur tautað ýmislegt óvenjulegt í skegg sér í gegnum tíðina. Að mati hans eru ríkisútgjöld flestra efnahagsmeina bót.

25. sep. 2013 : Pattstaða á fasteignamarkaði

Íbúðarhúsnæði er helsta uppspretta eigna og eignamyndunar í samfélag­inu, bæði hjá þeim sem eiga húsnæði en líka hjá þeim sem lána fé til kaupa á húsnæði. Ennfremur er íbúðarhúsnæði ein af grunnþörfum manna. Þróun þessa markaðar snertir því alla með einum eða öðrum hætti, bæði heimili og atvinnulíf.

Orri Hauksson

17. júl. 2013 : Ekki vernda störfin

Þegar efnahagssamdrátturinn skall á Íslendingum fyrir um fimm árum sögðu margir íslenskir stjórnmálamenn að þeir hygðust vernda störfin. Fólk úr öllum stjórnmálaflokkum, hvort sem var í meirihluta eða minnihluta, í sveitarstjórnum eða á Alþingi, tók undir þessa stefnu. Hún fólst í að halda eins mörgum á launaskrá hins opinbera og framast væri unnt við erfiðar aðstæður. Yfirlýst markmið var að missa fólk ekki úr virkni í atvinnuleysi.
SHB2012

10. jún. 2013 : Tækifæri til að efla atvinnulífið

Árlegt stefnumót atvinnulífsins í Evrópu (European Business Summit) fór fram í Brussel um miðjan maí. Þar komu saman helstu forystumenn atvinnulífsins og Evrópusambandsins til að ræða um framtíðina. Viðfangsefni fundarins að þessu sinni var að finna leiðir til að efla evrópskan iðnað og skapa vöxt með því að nýta þau fjölmörgu tækifæri sem eru til staðar.
Síða 23 af 35