Greinasafn (Síða 24)

Fyrirsagnalisti

Ragnheidur-2011

2. nóv. 2011 : Skattar draga ekki úr offitu

Fregnir af að Íslendingar séu orðin næst feitasta þjóðin á Vesturlöndum hafa enn á ný vakið upp hugmyndir um sértæka skattlagningu á „óhollar“ mat­vörur. Slík skattlagning er margreynd og virðist ekki skila tilætluðum árangri í baráttunni við aukakíló landsmanna. Hins vegar hefur sértæk skattlagning alvarleg, neikvæð áhrif á samkeppnishæfni ís­­lensks matvælaiðnaðar og atvinnu mörg hundruð manna.
OrriH-2011

30. sep. 2011 : Á forsendum félagsmanna

Samtök iðnaðarins eru stærstu sam­tök á Íslandi sem fyrirtæki eiga beina aðild að. Innan okkar raða eru fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum. Sum eru með 10 starfsmenn en önnur hafa þúsundir fólks á launaskrá. Sum hafa tekjur í tugum gjaldmiðla en önnur í einum. Í sumum þeirra er fólk að störf­um allan sólarhringinn einhvers staðar í heiminum en önnur starfa á 50 fermetr­um hérlendis.
Bjarni-Mar-05

25. ágú. 2011 : Íslensk peningahagfræði í algerum sérflokki

Krónan var sett á flot í mars 2001 og verðbólgumarkmið tekið upp undir faglegri forystu núverandi stjórnenda Seðlabankans. Á þeim tíma þótti verðbólgumarkmið skynsamleg stefna og  í takt við nýjustu stefnu og strauma í peningahagfræði. Krónan var á floti í 92 mánuði en hrundi endanlega með bankakerfinu í október 2008. Af þessum 92 mánuðum var verðbólgan aðeins á eða undir verðbólgumarkmiði í 17 mánuði eða 18% tímans.
orri_hauksson

18. júl. 2011 : Eigin gæfu smiðir

Fjárlagagerð fyrir árið 2012 stendur nú yfir. Sú smíði mun miklu skipta fyrir efnahagslega framvindu Íslands, en verður örugglega ekki neinn hægðarleik­ur að koma saman. Fyrir því eru tvær meginástæður. Önnur er hnattræn. Heimshagkerfið er fremur brotakennt og verður vísast um hríð.

Bjarni-Mar-05

1. júl. 2011 : Skynsemin látin lönd og leið

Sterk öfl í samfélagi okkar hafa litla trú hagrænum lögmálum. Einstaka stjórnmálamenn og hreyfingar virðast trúa því að með pólitíska hugsjón að leiðarljósi megi búa til betra og sterkara samfélag jafnvel þótt það þýði að horfa þurfi framhjá augljósum hagrænum sjónarmiðum.

orri_hauksson

3. jún. 2011 : Déjà vu 2012?

Í maí 2009 var vor í lofti. Eftir efna­hagshrun vetrarins gekk hún víst býsna vel rústabjörgunin, sem svo var nefnd. Endurreisnin var hafin og leiðin upp fremur greið. Svo leið ár. Aftur var vor í lofti. Rústabjörgunin hafði haldið áfram en reynst heldur tafsamari en ráð hafði verið fyrir gert. En nú var botninum náð og fátt gat hamlað endurreisn. Síðan hefur liðið enn eitt ár. Það er vorið 2011 og aska úr gosinu í Grímsvötnum er að hverfa úr lofti. Trú árstíðinni segja stjórn­völd okkur nú að senn ljúki rústa­björguninni og batinn muni þá blasa við.

Stjórn 2009 Helgi

9. maí 2011 : Óásættanlega skilyrðið

Kjaraviðræður hafa staðið yfir undan­farna mánuði þar sem stefnan var tekin á þriggja ára samning á vinnumarkaði. Brýnt er að bæta kaup­mátt fólks. Atvinnulífið hefur hins vegar ekki möguleika á að bæta kjör nema til komi umtalsverður hagvöxtur næstu árin. Talað er um að 5% hagvöxtur næstu árin þurfi að verða til að unnt sé að bæta kjör að raungildi og taka mark­verð skref til minnkunar atvinnuleysis.

BMG

5. apr. 2011 : Aðgerðir þurfa að fylgja fögrum fyrirheitum

 

Hinar ýmsu hagtölur og hagspár gefa til kynna að botni kreppunnar hafi verið náð. Íslenska hagkerfið sökkvi ekki dýpra. Stjórnvöld keppast við að sann­færa okkur um að bjartari tíð sé handan við hornið og sú söguskýring fær gjarnan að fljóta með að íslenska krónan sé helsti bjargvættur íslensks atvinnulífs.

orri_hauksson

21. feb. 2011 : Stoppum í menntagatið

Einstakt er hve margir eru nú án vinnu hér á landi. Viðvarandi fjöldi á atvinnuleysisskrá sveiflast kringum 14 þúsund manns.  Margir eiga tímabundna vist á þeirri skrá en sumir eru þar um langa hríð. Hlutfall atvinnulausra undir 26 ára aldri er sláandi hátt á þeim lista.

DAVLVKS1

25. jan. 2011 : Sókn með klasasamstarfi

Samtök iðnaðarins efndu í nóvember til fundar þar sem fjár­lögin voru rýnd með augum nýsköpunar. Tilgangurinn var að skoða hvort hægt væri að sjá tækifæri í fjárlagafrumvarpinu þrátt fyrir niðurskurð.

Stjórn 2009 Helgi

21. des. 2010 : Er bjart yfir?

Þótt raknað hafi úr ýmsum hnútum í efnahagslífi Íslendinga á árinu 2010 eigum við ennþá sorglega langt í land. Kreppan hefur staðið í 2 ár og fyrst um sinn verður hún ekki blásin formlega af. Ástæðan er sú að tíminn hefur verið notaður illa og í meginatriðum hefur verið fylgt rangri efnahagsstefnu.

Ragnheidur-Hedinsdottir

23. nóv. 2010 : Nýsköpun í matvælaiðnaði byggð á hefðum

 

Matvælaframleiðendur gegna mikil­vægu hlutverki í íslensku samfélagi. Lykillinn að sveigjan­leika og aðlögun að sveiflukenndum aðstæðum er nýsköpun. Endurbætur á vörum, umbúðum, verkferlum og þjón­ustu er fyrirtækjum lífsnauðsynlegt til að halda samkeppnisstöðu á síbreytilegum markaði.

Síða 24 af 34