Fyrirsagnalisti
Gæðastjórnun hefur verið mikið kappsmál innan Samtaka iðnaðarins í langan tíma. Þrátt fyrir þá einföldu staðreynd að gæðastjórnun þýðir einfaldlega „góð stjórnun“ og fjallar um „stjórnunarleg gæði“ hefur hugtakinu verið haldið á lofti sem mjög háfleygu hugtaki sem einungis sérfræðingum væri ætlað að skilja. Þetta viðhorf hefur, illu heilli, valdið því að meiri árangur hefur ekki náðst en raun ber vitni.
Þótt bati sé hafinn í hagkerfinu standa félagsmenn í Samtökum iðnaðarins frammi fyrir krefjandi áskorunum. Fjögur ár eru liðin frá falli bankanna og krónunnar. Tvö ár eru liðin síðan kaupleigusamningar voru dæmdir ólögleg lán og eitt ár er liðið frá því að fjármögnunarleigusamningar voru dæmdir sem ólögleg lán. Samt eru þessi mál og uppgjör félagsmanna okkar ófrágengin.
Kosningavetur er runninn upp, eins og fjárlagafrumvarpið ber skýrt vitni um. Stjórnvöld hafa hvorki í hyggju að ná endum saman með því draga úr útgjöldum til stórra kjósendahópa né hækka á þá sýnilega skatta. Fyrirtækjunum í landinu eru í staðinn skammtaðar stórauknar byrðar, fjórða árið í röð.
Ekki er ofmælt að miklir möguleikar eru framundan á sviði málm- og véltækni hér á landi. Þessi tæknigrein varð ekki illa úti í kreppunni vegna skorts á verkefnum eins og margar aðrar greinar þurftu að þola. Skýringarinnar er m.a. að leita í því að greinin hefur byggt á áratuga viðhaldsþjónustu við öflug fyrirtæki hér á landi eins og álver, orkuvirki, útgerðir og matvælavinnslu.
Menntamál eru um þessar mundir í brennidepli hjá mörgum af félagsmönnum SI. Fjöldi fyrirtækja er sífellt að leita að starfsmönnum með tilskylda þekkingu. Sé þessi tilskylda þekking ekki í boði verða fyrirtæki að hætta við fyrirhuguð verkefni eða sætta sig við minni framlegð og jafnvel aukinn kostnað við verkefni sem annars ættu að skila bæði fyrirtækinu og þjóðarbúinu virðisauka. Þetta er háalvarleg staða sem dregur úr samkeppnishæfni fyrirtækja okkar.
Nýlega voru birtar niðurstöður könnunar á fylgi félaga innan Samtaka iðnaðarins við aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þær sýna að viðhorf félagsmanna hefur breyst nokkuð frá síðustu könnun sem gerð var árið 2007. Þá voru heldur fleiri félagsmenn jákvæðir en neikvæðir í garð ESB.
Svana Helen Björnsdóttir, formaður SI skrifaði grein í Fréttablaðið miðvikudaginn 18. apríl þar sem hún fjallar um möguleika til aukins hagvaxtar. Svana Helen segir að vilji menn auka hagvöxt sé best að líta fyrst til þeirrar verðmætasköpunar sem þegar á sér stað á landinu.
Hjá Samtökum iðnaðarins er höfð í heiðri sú regla að enginn getur setið lengur í senn sem stjórnarmaður eða formaður en 6 ár. Með því er tryggð nauðsynleg endurnýjun og komið er í veg fyrir að stjórnarmenn lendi í þeirri sjálfheldu að trúa því að þeir séu ómissandi og megi ekki hætta vegna þess að engum öðrum sé treystandi.
Við hjá Samtökum iðnaðarins höfum á undanförnum vikum haft samband við ýmsa félagsmenn okkar, stjórnendur íslenskra iðnfyrirtækja og spurt um stöðu og horfur í rekstri þeirra. Sum þessara svara eru birt hér í blaðinu og sýna fjölbreytta mynd. Ýmsir eru hóflega bjartsýnir, ekki síst þeir sem stunda útflutning eða byggja hluta rekstrar síns á erlendum ferðamönnum.
Samtök iðnaðarins hafa aldrei verið sterkari en nú. Samtökin eru að stækka umtalsvert og fjölgun félaga gefur okkur aukinn slagkraft í þeirri baráttu sem framundan er. Ekki veitir af því efnahagsumhverfið er áfram veikt, það vantar aukinn kraft í margar greinar atvinnulífsins ekki síst vegna þess að áfram hefur verið fylgt rangri efnahagsstefnu.
Áform stjórnvalda um svokallaðan kolefnisskatt á eldsneyti í föstu formi ollu talsverðu uppnámi í síðasta mánuði. Þarna var um að ræða stórfellda tvöfalda gjaldtöku af stórum iðnfyrirtækjum hér á landi. Sú gjaldtaka braut í bága við sérstakt samkomulag sem ríkisstjórnin gerði við þau fyrirtæki fyrir tveimur árum.
Fregnir af að Íslendingar séu orðin
næst feitasta þjóðin á Vesturlöndum hafa enn á ný vakið upp hugmyndir um
sértæka skattlagningu á „óhollar“ matvörur. Slík skattlagning er margreynd og
virðist ekki skila tilætluðum árangri í baráttunni við aukakíló landsmanna.
Hins vegar hefur sértæk skattlagning alvarleg, neikvæð áhrif á samkeppnishæfni
íslensks matvælaiðnaðar og atvinnu mörg hundruð manna.