Greinasafn (Síða 24)

Fyrirsagnalisti

Katrín Dóra Þorsteinsdóttir

4. jún. 2012 : Skýr framtíðarsýn og samvinna

Menntamál eru um þessar mundir í brennidepli hjá mörgum af félagsmönnum SI. Fjöldi fyrirtækja er sífellt að leita að starfsmönnum með tilskylda þekkingu. Sé þessi tilskylda þekking ekki í boði verða fyrirtæki að hætta við fyrir­huguð verkefni eða sætta sig við minni framlegð og jafnvel aukinn kostnað við verkefni sem annars ættu að skila bæði fyrirtækinu og þjóðarbúinu virðisauka. Þetta er háalvarleg staða sem dregur úr samkeppnishæfni fyrirtækja okkar.
Svanahelenbjörnsdóttir

2. maí 2012 : Fagleg umræða um Evrópumál

Nýlega voru birtar niðurstöður könn­unar á fylgi félaga innan Samtaka iðnaðarins við aðild Íslands að Evrópu­sambandinu. Þær sýna að viðhorf félags­manna hefur breyst nokkuð frá síðustu könnun sem gerð var árið 2007. Þá voru heldur fleiri félagsmenn jákvæðir en neikvæðir í garð ESB.
Svanahelenbjörnsdóttir

20. apr. 2012 : Aukum hagvöxt

Svana Helen Björnsdóttir, formaður SI skrifaði grein í Fréttablaðið miðvikudaginn 18. apríl þar sem hún fjallar um möguleika til aukins hagvaxtar. Svana Helen segir að vilji menn auka hagvöxt sé best að líta fyrst til þeirrar verðmætasköpunar sem þegar á sér stað á landinu.

Stjórn 2009 Helgi

2. mar. 2012 : Alltaf vantar tíma

Hjá Samtökum iðnaðarins er höfð í heiðri sú regla að enginn getur setið lengur í senn sem stjórnarmaður eða formaður en 6 ár. Með því er tryggð nauðsynleg endurnýjun og komið er í veg fyrir að stjórnarmenn lendi í þeirri sjálfheldu að trúa því að þeir séu ómiss­andi og megi ekki hætta vegna þess að engum öðrum sé treystandi.

OrriH-2011

6. feb. 2012 : Þetta er vel hægt

Við hjá Samtökum iðnaðarins höfum á undanförnum vikum haft samband við ýmsa félagsmenn okkar, stjórnendur íslenskra iðnfyrirtækja og spurt um stöðu og horfur í rekstri þeirra. Sum þessara svara eru birt hér í blaðinu og sýna fjöl­breytta mynd. Ýmsir eru hóflega bjart­sýn­­ir, ekki síst þeir sem stunda útflutning eða byggja hluta rekstrar síns á erlend­um ferðamönnum.
Stjórn 2009 Helgi

20. des. 2011 : Sterk samtök í veiku umhverfi

Samtök iðnaðarins hafa aldrei verið sterkari en nú. Samtökin eru að stækka umtalsvert og fjölgun félaga gefur okkur aukinn slagkraft í þeirri baráttu sem framundan er. Ekki veitir af því efnahagsumhverfið er áfram veikt, það vantar aukinn kraft í margar greinar atvinnulífsins ekki síst vegna þess að áfram hefur verið fylgt rangri efnahags­stefnu.

OrriH-2011

30. nóv. 2011 : Hollywood endir?

Áform stjórnvalda um svokallaðan kol­efnisskatt á eldsneyti í föstu formi ollu talsverðu uppnámi í síðasta mánuði. Þarna var um að ræða stórfellda tvöfalda gjaldtöku af stórum iðnfyrirtækjum hér á landi. Sú gjaldtaka braut í bága við sér­stakt samkomulag sem ríkisstjórnin gerði við þau fyrirtæki fyrir tveimur árum.

Ragnheidur-2011

2. nóv. 2011 : Skattar draga ekki úr offitu

Fregnir af að Íslendingar séu orðin næst feitasta þjóðin á Vesturlöndum hafa enn á ný vakið upp hugmyndir um sértæka skattlagningu á „óhollar“ mat­vörur. Slík skattlagning er margreynd og virðist ekki skila tilætluðum árangri í baráttunni við aukakíló landsmanna. Hins vegar hefur sértæk skattlagning alvarleg, neikvæð áhrif á samkeppnishæfni ís­­lensks matvælaiðnaðar og atvinnu mörg hundruð manna.
OrriH-2011

30. sep. 2011 : Á forsendum félagsmanna

Samtök iðnaðarins eru stærstu sam­tök á Íslandi sem fyrirtæki eiga beina aðild að. Innan okkar raða eru fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum. Sum eru með 10 starfsmenn en önnur hafa þúsundir fólks á launaskrá. Sum hafa tekjur í tugum gjaldmiðla en önnur í einum. Í sumum þeirra er fólk að störf­um allan sólarhringinn einhvers staðar í heiminum en önnur starfa á 50 fermetr­um hérlendis.
Bjarni-Mar-05

25. ágú. 2011 : Íslensk peningahagfræði í algerum sérflokki

Krónan var sett á flot í mars 2001 og verðbólgumarkmið tekið upp undir faglegri forystu núverandi stjórnenda Seðlabankans. Á þeim tíma þótti verðbólgumarkmið skynsamleg stefna og  í takt við nýjustu stefnu og strauma í peningahagfræði. Krónan var á floti í 92 mánuði en hrundi endanlega með bankakerfinu í október 2008. Af þessum 92 mánuðum var verðbólgan aðeins á eða undir verðbólgumarkmiði í 17 mánuði eða 18% tímans.
orri_hauksson

18. júl. 2011 : Eigin gæfu smiðir

Fjárlagagerð fyrir árið 2012 stendur nú yfir. Sú smíði mun miklu skipta fyrir efnahagslega framvindu Íslands, en verður örugglega ekki neinn hægðarleik­ur að koma saman. Fyrir því eru tvær meginástæður. Önnur er hnattræn. Heimshagkerfið er fremur brotakennt og verður vísast um hríð.

Bjarni-Mar-05

1. júl. 2011 : Skynsemin látin lönd og leið

Sterk öfl í samfélagi okkar hafa litla trú hagrænum lögmálum. Einstaka stjórnmálamenn og hreyfingar virðast trúa því að með pólitíska hugsjón að leiðarljósi megi búa til betra og sterkara samfélag jafnvel þótt það þýði að horfa þurfi framhjá augljósum hagrænum sjónarmiðum.

Síða 24 af 34