Greinasafn (Síða 25)

Fyrirsagnalisti

orri_hauksson

25. okt. 2010 : Leysum sköpunarkraftinn úr læðingi

Sérhvern dag í meira en tvö ár hafa neikvæðar fréttir glumið í eyrum okkar. Ekkert lát virðist á frásögnum af skuld­um, skatta­hækkunum, gjaldþrotum, atvinnuleysi og nauðungarsölum. Sem betur fer er veruleikinn þó ekki svo einhliða.

orri_hauksson

1. okt. 2010 : Þjónusta fyrir iðnaðinn í landinu

Það er margt sem brennur á iðnaði á Íslandi, núna þegar tvö ár eru liðin frá upphafi óvenjulega djúprar efnahagslægðar. Um 13 þúsund manns eru á atvinnuleysisskrá í landinu. Verklegar framkvæmdir hafa skroppið saman, raunar langt umfram það sem eðlileg aðlögun að snöggkældum efnahag landsins hefði átt að kalla á.

Stjórn 2009 Helgi

27. ágú. 2010 : NÁUM HAGSTÆÐUM SAMNINGI

Full ástæða er til að fagna samþykkt ráðherraráðs Evrópusambandsins frá í júlí um að hefja viðræður við Ísland um aðild okkar að ESB. Aðild Íslands að ESB og upptaka evru sem gjaldmiðils í stað krónu hafa verið á stefnuskrá Samtaka iðnaðarins um árabil.

Stjórn 2009 Helgi

11. ágú. 2010 : Skattastefna dauðans

Það er skylda atvinnurekendasamtaka eins og Samtaka iðnaðarins að vara við og benda á þær hættur sem felast í skattpíningu sem leiðir til minnkandi hagvaxtar, landflótta fólks, minnkandi áhuga á vinnu, aukningu skattsvika og tilburða fyrirtækja til að flytja starfsemi sína úr landi.

Jón Steindór Valdimarsson

23. jún. 2010 : Krossgötur og tímamót

Þann 17. júní gleðjumst við yfir því að vera sjálfstæð og fullvalda þjóð. Vissulega er þakkarvert að geta með sanni sagt að smáríki á borð við Ísland hafi burði til þess að standa á eigin fótum og hafi að mörgu leyti staðið sig vel og búið vel að þegnum sínum.

Jón Steindór Valdimarsson

26. maí 2010 : Afl til framfara

Endurreisn efnahagslífsins og endur­heimt lífskjara almennings hvílir á því að atvinnulífið vaxi og dafni í sinni fjöl­breyttustu mynd. Höfuðáherslu þarf að leggja á að efla og styrkja þær greinar og fyrirtæki sem eru best í stakk búin til þess að afla þjóðarbúinu tekna með sem minnstum tilkostnaði. Á næstu tíu árum blasir við að um 35.000 manns þurfa störf. Kappkosta þarf að sem flestir fái störf við útflutn­ingsgreinar. Störf hjá fyrirtækjum sem framleiða og selja vörur og þjónustu með miklum virðisauka og geta greitt góð laun.

Bjarni Már Gylfason

26. apr. 2010 : Hrollvekjandi sýn

Í ræðu sinni á ársfundi Seðlabankans sagði seðlabankastjóri að það væri „tál­sýn að halda að umtalsverður við­snún­ingur yrði í fjárfestingum væru vext­ir lækkaðir verulega“.
Jón Steindór Valdimarsson

26. mar. 2010 : Mennt verður að mætti

Umrót liðinna missera hefur sett margt úr skorðum. Á mörgum sviðum er ekki hægt að halda áfram með gamla laginu. Menntakerfið verður ekki rekið með sama hætti og áður. Það verður að horfast í augu við það. Það blasir við að iðn-, verk- og tækninám á undir högg að sækja á framhaldsskólastigi. Það er sett skör lægra en bóknámið þrátt fyrir áratuga tal um annað. Þetta viðhorf fer gegn staðreyndum um þörf samfélagsins fyrir menntun af þessu tagi á næstu árum og áratugum.
Jón Steindór Valdimarsson

17. feb. 2010 : Menntun til vaxtar

Á menntadegi iðnaðarins var kastljósinu beint að samhengi menntunar og vaxtar. Tengslin þarna er brýnt að ræða og setja í samhengi við verkefnin sem blasa við og ekki verður með neinu móti vikist undan. Athyglinni hefur verið beint að því að á næstu tíu árum þurfi að skapa um 35.000 manns atvinnu og bent á að stærsti hlutinn verður að hasla sér völl í þeim greinum sem líklegastar eru til þess að vaxa á næstu árum og geta tekið við öllum þessum fjölda. Það blasir við að gjaldeyrisskapandi iðnaður og þjónusta í víðum skilningi orðanna eru þær greinar sem verða að bera hitann og þungan af vextinum.

Jón Steindór Valdimarsson

22. jan. 2010 : Vöxtur fyrir framtíðina

Atvinnuleysi er í sögulegum hæðum og fer vaxandi. Atvinnuleysi meðal ungs fólks eykst, einkum meðal lítið menntaðra karla. Sýnu verst er þó að langtímaatvinnuleysi vex hröðum skrefum. Takist ekki að stemma stigu við því er hætt við að félagsleg vandamál af margvíslegu tagi aukist og að með hverjum degi sem líður muni þeim fjölga sem ekki eiga afturkvæmt á vinnumarkaðinn.
Helgi Magnússon

21. des. 2009 : Er von?

Ársins 2009 verður ekki minnst með neinni gleði á Íslandi. Árs mótlætis, vonbrigða og margháttaðra mistaka á mörgum sviðum stjórnsýslu og þjóðlífsins alls. Eftir risaáföllin á haustdögum 2008 stóðu vonir til þess að Íslendingar hefðu víðsýni til að taka höndum saman um skjóta endurreisn. Sú varð því miður ekki raunin. Í stað þess að stjórnmálaforysta landsins semdi vopnahlé til að koma þjóðlífinu inn á réttar brautir á sem skemmstum tíma, var mestri orku eytt í marklítið karp og óarðbært pólitískt vopnaskak sem gerði það að verkum að margir mánuðir fóru fyrir lítið á meðan þjóðin beið eftir lausnum sem hafa jafnvel enn ekki látið á sér kræla.

Jón Steindór Valdimarsson

27. nóv. 2009 : Skattarugl

Stjórnvöld sveipuðu sig skikkju hinnar umhyggjusömu neyslustýringar og kölluðu nýja skattinn sykurskatt og fóru þannig með hann í gegnum þingið gegn ítrekuðum mótmælum Samtaka iðnaðarins og ábendingum um aðrar leiðir. Þingmenn létu blekkjast. Það sem gerðist var einfalt. Gamla vörugjaldskerfið var vakið upp frá dauðum og kerfið frá 2007 tekið upp að nýju nema skattaálagið var tvöfaldað - hvorki meira né minna! Skattlagningin hefur lítið sem ekkert með sykur að gera.

Síða 25 af 34