Greinasafn (Síða 25)
Fyrirsagnalisti

Déjà vu 2012?
Í maí 2009 var vor í lofti. Eftir efnahagshrun vetrarins gekk hún víst býsna vel rústabjörgunin, sem svo var nefnd. Endurreisnin var hafin og leiðin upp fremur greið. Svo leið ár. Aftur var vor í lofti. Rústabjörgunin hafði haldið áfram en reynst heldur tafsamari en ráð hafði verið fyrir gert. En nú var botninum náð og fátt gat hamlað endurreisn. Síðan hefur liðið enn eitt ár. Það er vorið 2011 og aska úr gosinu í Grímsvötnum er að hverfa úr lofti. Trú árstíðinni segja stjórnvöld okkur nú að senn ljúki rústabjörguninni og batinn muni þá blasa við.

Óásættanlega skilyrðið
Kjaraviðræður hafa staðið yfir undanfarna mánuði þar sem stefnan var tekin á þriggja ára samning á vinnumarkaði. Brýnt er að bæta kaupmátt fólks. Atvinnulífið hefur hins vegar ekki möguleika á að bæta kjör nema til komi umtalsverður hagvöxtur næstu árin. Talað er um að 5% hagvöxtur næstu árin þurfi að verða til að unnt sé að bæta kjör að raungildi og taka markverð skref til minnkunar atvinnuleysis.

Aðgerðir þurfa að fylgja fögrum fyrirheitum
Hinar ýmsu hagtölur og hagspár gefa til kynna að botni kreppunnar hafi verið náð. Íslenska hagkerfið sökkvi ekki dýpra. Stjórnvöld keppast við að sannfæra okkur um að bjartari tíð sé handan við hornið og sú söguskýring fær gjarnan að fljóta með að íslenska krónan sé helsti bjargvættur íslensks atvinnulífs.

Stoppum í menntagatið
Einstakt er hve margir eru nú án vinnu hér á landi. Viðvarandi fjöldi á atvinnuleysisskrá sveiflast kringum 14 þúsund manns. Margir eiga tímabundna vist á þeirri skrá en sumir eru þar um langa hríð. Hlutfall atvinnulausra undir 26 ára aldri er sláandi hátt á þeim lista.
Sókn með klasasamstarfi
Samtök iðnaðarins efndu í nóvember til fundar þar sem fjárlögin voru rýnd með augum nýsköpunar. Tilgangurinn var að skoða hvort hægt væri að sjá tækifæri í fjárlagafrumvarpinu þrátt fyrir niðurskurð.

Er bjart yfir?
Þótt raknað hafi úr ýmsum hnútum í efnahagslífi Íslendinga á árinu 2010 eigum við ennþá sorglega langt í land. Kreppan hefur staðið í 2 ár og fyrst um sinn verður hún ekki blásin formlega af. Ástæðan er sú að tíminn hefur verið notaður illa og í meginatriðum hefur verið fylgt rangri efnahagsstefnu.

Nýsköpun í matvælaiðnaði byggð á hefðum
Matvælaframleiðendur gegna mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi. Lykillinn að sveigjanleika og aðlögun að sveiflukenndum aðstæðum er nýsköpun. Endurbætur á vörum, umbúðum, verkferlum og þjónustu er fyrirtækjum lífsnauðsynlegt til að halda samkeppnisstöðu á síbreytilegum markaði.

Leysum sköpunarkraftinn úr læðingi
Sérhvern dag í meira en tvö ár hafa neikvæðar fréttir glumið í eyrum okkar. Ekkert lát virðist á frásögnum af skuldum, skattahækkunum, gjaldþrotum, atvinnuleysi og nauðungarsölum. Sem betur fer er veruleikinn þó ekki svo einhliða.

Þjónusta fyrir iðnaðinn í landinu
Það er margt sem brennur á iðnaði á Íslandi, núna þegar tvö ár eru liðin frá upphafi óvenjulega djúprar efnahagslægðar. Um 13 þúsund manns eru á atvinnuleysisskrá í landinu. Verklegar framkvæmdir hafa skroppið saman, raunar langt umfram það sem eðlileg aðlögun að snöggkældum efnahag landsins hefði átt að kalla á.

NÁUM HAGSTÆÐUM SAMNINGI
Full ástæða er til að fagna samþykkt ráðherraráðs Evrópusambandsins frá í júlí um að hefja viðræður við Ísland um aðild okkar að ESB. Aðild Íslands að ESB og upptaka evru sem gjaldmiðils í stað krónu hafa verið á stefnuskrá Samtaka iðnaðarins um árabil.

Skattastefna dauðans
Það er skylda atvinnurekendasamtaka eins og Samtaka iðnaðarins að vara við og benda á þær hættur sem felast í skattpíningu sem leiðir til minnkandi hagvaxtar, landflótta fólks, minnkandi áhuga á vinnu, aukningu skattsvika og tilburða fyrirtækja til að flytja starfsemi sína úr landi.

Krossgötur og tímamót
Þann 17. júní gleðjumst við yfir því að vera sjálfstæð og fullvalda þjóð. Vissulega er þakkarvert að geta með sanni sagt að smáríki á borð við Ísland hafi burði til þess að standa á eigin fótum og hafi að mörgu leyti staðið sig vel og búið vel að þegnum sínum.