Greinasafn (Síða 26)
Fyrirsagnalisti

Afl til framfara
Endurreisn efnahagslífsins og endurheimt lífskjara almennings hvílir á því að atvinnulífið vaxi og dafni í sinni fjölbreyttustu mynd. Höfuðáherslu þarf að leggja á að efla og styrkja þær greinar og fyrirtæki sem eru best í stakk búin til þess að afla þjóðarbúinu tekna með sem minnstum tilkostnaði. Á næstu tíu árum blasir við að um 35.000 manns þurfa störf. Kappkosta þarf að sem flestir fái störf við útflutningsgreinar. Störf hjá fyrirtækjum sem framleiða og selja vörur og þjónustu með miklum virðisauka og geta greitt góð laun.

Hrollvekjandi sýn

Mennt verður að mætti

Menntun til vaxtar
Á menntadegi iðnaðarins var kastljósinu beint að samhengi menntunar og vaxtar. Tengslin þarna er brýnt að ræða og setja í samhengi við verkefnin sem blasa við og ekki verður með neinu móti vikist undan. Athyglinni hefur verið beint að því að á næstu tíu árum þurfi að skapa um 35.000 manns atvinnu og bent á að stærsti hlutinn verður að hasla sér völl í þeim greinum sem líklegastar eru til þess að vaxa á næstu árum og geta tekið við öllum þessum fjölda. Það blasir við að gjaldeyrisskapandi iðnaður og þjónusta í víðum skilningi orðanna eru þær greinar sem verða að bera hitann og þungan af vextinum.

Vöxtur fyrir framtíðina

Er von?
Ársins 2009 verður ekki minnst með neinni gleði á Íslandi. Árs mótlætis, vonbrigða og margháttaðra mistaka á mörgum sviðum stjórnsýslu og þjóðlífsins alls. Eftir risaáföllin á haustdögum 2008 stóðu vonir til þess að Íslendingar hefðu víðsýni til að taka höndum saman um skjóta endurreisn. Sú varð því miður ekki raunin. Í stað þess að stjórnmálaforysta landsins semdi vopnahlé til að koma þjóðlífinu inn á réttar brautir á sem skemmstum tíma, var mestri orku eytt í marklítið karp og óarðbært pólitískt vopnaskak sem gerði það að verkum að margir mánuðir fóru fyrir lítið á meðan þjóðin beið eftir lausnum sem hafa jafnvel enn ekki látið á sér kræla.

Skattarugl
Stjórnvöld sveipuðu sig skikkju hinnar umhyggjusömu neyslustýringar og kölluðu nýja skattinn sykurskatt og fóru þannig með hann í gegnum þingið gegn ítrekuðum mótmælum Samtaka iðnaðarins og ábendingum um aðrar leiðir. Þingmenn létu blekkjast. Það sem gerðist var einfalt. Gamla vörugjaldskerfið var vakið upp frá dauðum og kerfið frá 2007 tekið upp að nýju nema skattaálagið var tvöfaldað - hvorki meira né minna! Skattlagningin hefur lítið sem ekkert með sykur að gera.

Hugsað til morguns
Dagur kemur eftir þennan dag er spakmæli sem gott er að hafa í huga þegar tekist er á um markmið og leiðir til lausnar á þeim erfiðleikum sem íslenskt samfélag hefur ratað í. Umræðan um hvað morgundagurinn muni bera í skauti er of oft lituð af því að einungis sé um tvo kosti að ræða – svart eða hvítt, þetta eða hitt – í raun er það sjaldnast svo. Því miður virðist þetta viðhorf vera að sækja í sig veðrið og átök á þeim grundvelli fara harðnandi í samfélaginu. Það er auðvitað grátlegt að samstaðan sé ekki meiri þegar svo mikið liggur við í íslensku samfélagi. Sundrungin seinkar framförum og kemur í veg fyrir að við náum tökum á efnahagsvandanum.

Við verðum að vaxa
Til þess að íslenskt efnahags- og atvinnulíf fái risið á fætur að nýju þarf skýra sýn á nokkur grundvallaratriði og sameinast um að ná þeim fram. Sumt þarf að gerast strax, annað tekur lengri tíma en er samt samtvinnað og þarf að vinna jöfnum höndum. Allt sem gert er á að hafa það að markmiði að skjóta styrkum stoðum undir velferð og farsæld til langrar framtíðar. Forsenda þess er öflugt atvinnulíf sem býr við stöðug og samkeppnishæf starfsskilyrði.

Sundurlyndisfjandinn

Samheldni og samstaða
Þessi misserin hefur sjaldan eða aldrei legið meira við að iðnaðurinn eigi sterk samtök, sterkan málsvara sem talar máli iðnaðarins í þeim sviptingum sem nú skekja atvinnu- og efnahagslíf þjóðarinnar. Því fleiri og virkari félagsmenn sem skipa raðir SI þeim mun meiri slagkraft hafa þau.

Vopnahlé
Ástandið í atvinnulífi og þjóðlífi Íslendinga er því miður orðið með þeim hætti að nú dugar ekkert minna en vopnahlé í stjórnmálum og allri hagsmunabaráttu ef ekki á að fara mjög illa. Það verður ljósara með hverri vikunni sem líður að þeir sem hafa varað við og krafist skjótra aðgerða til varnar fólki og fyrirtækjum, til eflingar atvinnulífi og til að hamla gegn enn frekara atvinnuleysi, hafa ekki verið illa lyntir úrtölumenn heldur óþægilega raunsæir.