Greinasafn (Síða 26)

Fyrirsagnalisti

DAVLVKS1

25. jan. 2011 : Sókn með klasasamstarfi

Samtök iðnaðarins efndu í nóvember til fundar þar sem fjár­lögin voru rýnd með augum nýsköpunar. Tilgangurinn var að skoða hvort hægt væri að sjá tækifæri í fjárlagafrumvarpinu þrátt fyrir niðurskurð.

Stjórn 2009 Helgi

21. des. 2010 : Er bjart yfir?

Þótt raknað hafi úr ýmsum hnútum í efnahagslífi Íslendinga á árinu 2010 eigum við ennþá sorglega langt í land. Kreppan hefur staðið í 2 ár og fyrst um sinn verður hún ekki blásin formlega af. Ástæðan er sú að tíminn hefur verið notaður illa og í meginatriðum hefur verið fylgt rangri efnahagsstefnu.

Ragnheidur-Hedinsdottir

23. nóv. 2010 : Nýsköpun í matvælaiðnaði byggð á hefðum

 

Matvælaframleiðendur gegna mikil­vægu hlutverki í íslensku samfélagi. Lykillinn að sveigjan­leika og aðlögun að sveiflukenndum aðstæðum er nýsköpun. Endurbætur á vörum, umbúðum, verkferlum og þjón­ustu er fyrirtækjum lífsnauðsynlegt til að halda samkeppnisstöðu á síbreytilegum markaði.

orri_hauksson

25. okt. 2010 : Leysum sköpunarkraftinn úr læðingi

Sérhvern dag í meira en tvö ár hafa neikvæðar fréttir glumið í eyrum okkar. Ekkert lát virðist á frásögnum af skuld­um, skatta­hækkunum, gjaldþrotum, atvinnuleysi og nauðungarsölum. Sem betur fer er veruleikinn þó ekki svo einhliða.

orri_hauksson

1. okt. 2010 : Þjónusta fyrir iðnaðinn í landinu

Það er margt sem brennur á iðnaði á Íslandi, núna þegar tvö ár eru liðin frá upphafi óvenjulega djúprar efnahagslægðar. Um 13 þúsund manns eru á atvinnuleysisskrá í landinu. Verklegar framkvæmdir hafa skroppið saman, raunar langt umfram það sem eðlileg aðlögun að snöggkældum efnahag landsins hefði átt að kalla á.

Stjórn 2009 Helgi

27. ágú. 2010 : NÁUM HAGSTÆÐUM SAMNINGI

Full ástæða er til að fagna samþykkt ráðherraráðs Evrópusambandsins frá í júlí um að hefja viðræður við Ísland um aðild okkar að ESB. Aðild Íslands að ESB og upptaka evru sem gjaldmiðils í stað krónu hafa verið á stefnuskrá Samtaka iðnaðarins um árabil.

Stjórn 2009 Helgi

11. ágú. 2010 : Skattastefna dauðans

Það er skylda atvinnurekendasamtaka eins og Samtaka iðnaðarins að vara við og benda á þær hættur sem felast í skattpíningu sem leiðir til minnkandi hagvaxtar, landflótta fólks, minnkandi áhuga á vinnu, aukningu skattsvika og tilburða fyrirtækja til að flytja starfsemi sína úr landi.

Jón Steindór Valdimarsson

23. jún. 2010 : Krossgötur og tímamót

Þann 17. júní gleðjumst við yfir því að vera sjálfstæð og fullvalda þjóð. Vissulega er þakkarvert að geta með sanni sagt að smáríki á borð við Ísland hafi burði til þess að standa á eigin fótum og hafi að mörgu leyti staðið sig vel og búið vel að þegnum sínum.

Jón Steindór Valdimarsson

26. maí 2010 : Afl til framfara

Endurreisn efnahagslífsins og endur­heimt lífskjara almennings hvílir á því að atvinnulífið vaxi og dafni í sinni fjöl­breyttustu mynd. Höfuðáherslu þarf að leggja á að efla og styrkja þær greinar og fyrirtæki sem eru best í stakk búin til þess að afla þjóðarbúinu tekna með sem minnstum tilkostnaði. Á næstu tíu árum blasir við að um 35.000 manns þurfa störf. Kappkosta þarf að sem flestir fái störf við útflutn­ingsgreinar. Störf hjá fyrirtækjum sem framleiða og selja vörur og þjónustu með miklum virðisauka og geta greitt góð laun.

Bjarni Már Gylfason

26. apr. 2010 : Hrollvekjandi sýn

Í ræðu sinni á ársfundi Seðlabankans sagði seðlabankastjóri að það væri „tál­sýn að halda að umtalsverður við­snún­ingur yrði í fjárfestingum væru vext­ir lækkaðir verulega“.
Jón Steindór Valdimarsson

26. mar. 2010 : Mennt verður að mætti

Umrót liðinna missera hefur sett margt úr skorðum. Á mörgum sviðum er ekki hægt að halda áfram með gamla laginu. Menntakerfið verður ekki rekið með sama hætti og áður. Það verður að horfast í augu við það. Það blasir við að iðn-, verk- og tækninám á undir högg að sækja á framhaldsskólastigi. Það er sett skör lægra en bóknámið þrátt fyrir áratuga tal um annað. Þetta viðhorf fer gegn staðreyndum um þörf samfélagsins fyrir menntun af þessu tagi á næstu árum og áratugum.
Jón Steindór Valdimarsson

17. feb. 2010 : Menntun til vaxtar

Á menntadegi iðnaðarins var kastljósinu beint að samhengi menntunar og vaxtar. Tengslin þarna er brýnt að ræða og setja í samhengi við verkefnin sem blasa við og ekki verður með neinu móti vikist undan. Athyglinni hefur verið beint að því að á næstu tíu árum þurfi að skapa um 35.000 manns atvinnu og bent á að stærsti hlutinn verður að hasla sér völl í þeim greinum sem líklegastar eru til þess að vaxa á næstu árum og geta tekið við öllum þessum fjölda. Það blasir við að gjaldeyrisskapandi iðnaður og þjónusta í víðum skilningi orðanna eru þær greinar sem verða að bera hitann og þungan af vextinum.

Síða 26 af 35