Greinasafn (Síða 27)

Fyrirsagnalisti

Jón Steindór Valdimarsson

14. sep. 2009 : Við verðum að vaxa

Til þess að íslenskt efnahags- og atvinnulíf fái risið á fætur að nýju þarf skýra sýn á nokkur grundvallaratriði og sameinast um að ná þeim fram. Sumt þarf að gerast strax, annað tekur lengri tíma en er samt samtvinnað og þarf að vinna jöfnum höndum. Allt sem gert er á að hafa það að markmiði að skjóta styrkum stoðum undir velferð og farsæld til langrar framtíðar. Forsenda þess er öflugt atvinnulíf sem býr við stöð­ug og samkeppnishæf starfsskilyrði.

Jón Steindór Valdimarsson

25. ágú. 2009 : Sundurlyndisfjandinn

Í þrengingum og vanda ríður á að samstaða náist um markmið og leiðir. Víðsýni, skynsemi og fyrirhyggja verða að ráða för frekar en þröngsýni, heimótti og skammsýni. Við vitum að á næstu misserum og árum bíða okkar erfið úrlausnarefni sem felast í því að rísa undir skuldabyrði og byggja upp þróttmikið atvinnulíf. Atvinnulíf sem getur selt vörur og þjónustu úr landi samtímis því að byggja upp traust umheimsins á Íslandi og Íslendingum en ekki síður traust okkar sjálfra og trú á eigin framtíð.
Jón Steindór Valdimarsson

9. júl. 2009 : Samheldni og samstaða

Þessi misserin hefur sjaldan eða aldrei legið meira við að iðnaðurinn eigi sterk samtök, sterkan málsvara sem talar máli iðnaðarins í þeim sviptingum sem nú skekja atvinnu- og efnahagslíf þjóðarinnar. Því fleiri og virkari félagsmenn sem skipa raðir SI þeim mun meiri slagkraft hafa þau.

Helgi Magnússon

16. jún. 2009 : Vopnahlé

Ástandið í atvinnulífi og þjóðlífi Íslendinga er því miður orðið með þeim hætti að nú dugar ekkert minna en vopnahlé í stjórnmálum og allri hagsmunabaráttu ef ekki á að fara mjög illa. Það verður ljósara með hverri vikunni sem líður að þeir sem hafa varað við og krafist skjótra aðgerða til varnar fólki og fyrirtækjum, til eflingar atvinnulífi og til að hamla gegn enn frekara atvinnuleysi, hafa ekki verið illa lyntir úrtölumenn heldur óþægilega raunsæir.

Jón Steindór Valdimarsson

6. maí 2009 : Tíminn er kominn

Kosningar eru að baki. Nýtt kjörtímabil er framundan. Sitjandi ríkisstjórn er ekki lengur minnihlutastjórn og hefur því þingstyrk til að taka til hendinni. Þegar þetta er ritað (5. maí) hefur samkomulag ekki tekist um stjórnarsáttmála og því ekki endanlega útséð hvernig málum lyktar. Myndun nýrrar stjórnar má alls ekki dragast á langinn. Hver dagur sem líður án þess að fyrir liggi hvað stjórnvöld ætla sér á næstu dögum, vikum og misserum er dýrkeyptur.
Jón Steindór Valdimarsson

3. apr. 2009 : Veljum okkur framtíð

Kosningar til alþingis eru undir lok þessa mánaðar. Nýrrar ríkisstjórnar bíða mikil og erfið verkefni. Þeir sem bjóða sig fram verða að gera grein fyrir hvernig þeir ætla að greiða úr málum til skamms og langs tíma. Þeir verða að gera grein fyrir framtíðarsýn sinni fyrir hönd Íslands og hvernig þeir hyggjast gera hana að veruleika.
Jón Steindór Valdimarsson

18. feb. 2009 : Horfst í augu við staðreyndir

Íslenskt efnahagslíf hefur orðið fyrir miklu áfalli. Það hefur áhrif á alla þætti þjóðlífsins. Ytri aðstæður fara að auki versnandi en svo virðist sem hinn vestræni heimur muni á næstu misserum takast á við djúpa efnahagslægð.

Jón Steindór Valdimarsson

16. jan. 2009 : Framtíðin ræðst af verkum dagsins

Okkur er tamt að velta fyrir okkur hvað framtíðin ber í skauti sér en ekki síður að líta yfir farinn veg. Óhætt er að segja að nú sé ærin ástæða til þess að líta til baka enda blasir við að ekki hefur verið haldið rétt á spilunum.
Jón Steindór Valdimarsson

18. des. 2008 : Hið kalda hagsmunamat

Senn er að baki árið 2008. Það mun án efa verða ofarlega í huga okkar í framtíðinni sem upphafsár mikilla umskipta. Tíminn einn mun leiða í ljós hve róttæk og afdrifarík þau verða.
Jón Steindór Valdimarsson

6. nóv. 2008 : Traustar stoðir framtíðar

Afleiðingar þess að íslenska fjármálakerfið hrundi nánast til grunna í einni svipan eru enn að koma í ljós. Við blasir að í hönd fara tímar margvíslegra breytinga og endurmats.

Jón Steindór Valdimarsson

11. okt. 2008 : Bitið á jaxlinn

Atburðir síðustu vikna og daga hafa verið íslensku efnahags- og atvinnulífi erfiðir og sér ekki enn fyrir endann á þeim. Erfitt er að meta hverjar afleiðingar þessa áfalls verða en óhætt er að fullyrða að þær verða miklar og munu hafa langvarandi áhrif. Félagsmenn SI hafa orðið fyrir búsifjum í þessu gjörningaveðri í heimi fjármálanna líkt og flestir aðrir. SI munu því leggja sig öll fram um að hafa áhrif á framvindu mála með það að markmiði að tryggja sem allra best hagsmuni félagsmanna sinna.

Helgi Magnússon

17. sep. 2008 : Hagvöxtur er svarið

Takist Íslendingum ekki að skapa sér viðvarandi hagvöxt næstu árin verður ekki komist hjá djúpri og langvarandi niðursveiflu í þjóðarbúskap landsmanna. Ef hagvöxtur á að geta orðið viðvarandi þurfum við á erlendu áhættufé að halda ekki síður en erlendu lánsfé. Líklegast er að erlent áhættufé fáist í tengslum við markvissa nýtingu orkuauðlinda og til fjárfestinga í stóriðju af ýmsu tagi.
Síða 27 af 35