Greinasafn (Síða 27)

Fyrirsagnalisti

Jón Steindór Valdimarsson

22. jan. 2010 : Vöxtur fyrir framtíðina

Atvinnuleysi er í sögulegum hæðum og fer vaxandi. Atvinnuleysi meðal ungs fólks eykst, einkum meðal lítið menntaðra karla. Sýnu verst er þó að langtímaatvinnuleysi vex hröðum skrefum. Takist ekki að stemma stigu við því er hætt við að félagsleg vandamál af margvíslegu tagi aukist og að með hverjum degi sem líður muni þeim fjölga sem ekki eiga afturkvæmt á vinnumarkaðinn.
Helgi Magnússon

21. des. 2009 : Er von?

Ársins 2009 verður ekki minnst með neinni gleði á Íslandi. Árs mótlætis, vonbrigða og margháttaðra mistaka á mörgum sviðum stjórnsýslu og þjóðlífsins alls. Eftir risaáföllin á haustdögum 2008 stóðu vonir til þess að Íslendingar hefðu víðsýni til að taka höndum saman um skjóta endurreisn. Sú varð því miður ekki raunin. Í stað þess að stjórnmálaforysta landsins semdi vopnahlé til að koma þjóðlífinu inn á réttar brautir á sem skemmstum tíma, var mestri orku eytt í marklítið karp og óarðbært pólitískt vopnaskak sem gerði það að verkum að margir mánuðir fóru fyrir lítið á meðan þjóðin beið eftir lausnum sem hafa jafnvel enn ekki látið á sér kræla.

Jón Steindór Valdimarsson

27. nóv. 2009 : Skattarugl

Stjórnvöld sveipuðu sig skikkju hinnar umhyggjusömu neyslustýringar og kölluðu nýja skattinn sykurskatt og fóru þannig með hann í gegnum þingið gegn ítrekuðum mótmælum Samtaka iðnaðarins og ábendingum um aðrar leiðir. Þingmenn létu blekkjast. Það sem gerðist var einfalt. Gamla vörugjaldskerfið var vakið upp frá dauðum og kerfið frá 2007 tekið upp að nýju nema skattaálagið var tvöfaldað - hvorki meira né minna! Skattlagningin hefur lítið sem ekkert með sykur að gera.

Jón Steindór Valdimarsson

19. okt. 2009 : Hugsað til morguns

Dagur kemur eftir þennan dag er spakmæli sem gott er að hafa í huga þegar tekist er á um markmið og leiðir til lausnar á þeim erfiðleikum sem íslenskt samfélag hefur ratað í. Umræðan um hvað morgundagurinn muni bera í skauti er of oft lituð af því að einungis sé um tvo kosti að ræða – svart eða hvítt, þetta eða hitt – í raun er það sjaldnast svo. Því miður virðist þetta viðhorf vera að sækja í sig veðrið og átök á þeim grundvelli fara harðnandi í samfélaginu. Það er auðvitað grátlegt að samstaðan sé ekki meiri þegar svo mikið liggur við í íslensku samfélagi. Sundrungin seinkar framförum og kemur í veg fyrir að við náum tökum á efnahagsvandanum.

Jón Steindór Valdimarsson

14. sep. 2009 : Við verðum að vaxa

Til þess að íslenskt efnahags- og atvinnulíf fái risið á fætur að nýju þarf skýra sýn á nokkur grundvallaratriði og sameinast um að ná þeim fram. Sumt þarf að gerast strax, annað tekur lengri tíma en er samt samtvinnað og þarf að vinna jöfnum höndum. Allt sem gert er á að hafa það að markmiði að skjóta styrkum stoðum undir velferð og farsæld til langrar framtíðar. Forsenda þess er öflugt atvinnulíf sem býr við stöð­ug og samkeppnishæf starfsskilyrði.

Jón Steindór Valdimarsson

25. ágú. 2009 : Sundurlyndisfjandinn

Í þrengingum og vanda ríður á að samstaða náist um markmið og leiðir. Víðsýni, skynsemi og fyrirhyggja verða að ráða för frekar en þröngsýni, heimótti og skammsýni. Við vitum að á næstu misserum og árum bíða okkar erfið úrlausnarefni sem felast í því að rísa undir skuldabyrði og byggja upp þróttmikið atvinnulíf. Atvinnulíf sem getur selt vörur og þjónustu úr landi samtímis því að byggja upp traust umheimsins á Íslandi og Íslendingum en ekki síður traust okkar sjálfra og trú á eigin framtíð.
Jón Steindór Valdimarsson

9. júl. 2009 : Samheldni og samstaða

Þessi misserin hefur sjaldan eða aldrei legið meira við að iðnaðurinn eigi sterk samtök, sterkan málsvara sem talar máli iðnaðarins í þeim sviptingum sem nú skekja atvinnu- og efnahagslíf þjóðarinnar. Því fleiri og virkari félagsmenn sem skipa raðir SI þeim mun meiri slagkraft hafa þau.

Helgi Magnússon

16. jún. 2009 : Vopnahlé

Ástandið í atvinnulífi og þjóðlífi Íslendinga er því miður orðið með þeim hætti að nú dugar ekkert minna en vopnahlé í stjórnmálum og allri hagsmunabaráttu ef ekki á að fara mjög illa. Það verður ljósara með hverri vikunni sem líður að þeir sem hafa varað við og krafist skjótra aðgerða til varnar fólki og fyrirtækjum, til eflingar atvinnulífi og til að hamla gegn enn frekara atvinnuleysi, hafa ekki verið illa lyntir úrtölumenn heldur óþægilega raunsæir.

Jón Steindór Valdimarsson

6. maí 2009 : Tíminn er kominn

Kosningar eru að baki. Nýtt kjörtímabil er framundan. Sitjandi ríkisstjórn er ekki lengur minnihlutastjórn og hefur því þingstyrk til að taka til hendinni. Þegar þetta er ritað (5. maí) hefur samkomulag ekki tekist um stjórnarsáttmála og því ekki endanlega útséð hvernig málum lyktar. Myndun nýrrar stjórnar má alls ekki dragast á langinn. Hver dagur sem líður án þess að fyrir liggi hvað stjórnvöld ætla sér á næstu dögum, vikum og misserum er dýrkeyptur.
Jón Steindór Valdimarsson

3. apr. 2009 : Veljum okkur framtíð

Kosningar til alþingis eru undir lok þessa mánaðar. Nýrrar ríkisstjórnar bíða mikil og erfið verkefni. Þeir sem bjóða sig fram verða að gera grein fyrir hvernig þeir ætla að greiða úr málum til skamms og langs tíma. Þeir verða að gera grein fyrir framtíðarsýn sinni fyrir hönd Íslands og hvernig þeir hyggjast gera hana að veruleika.
Jón Steindór Valdimarsson

18. feb. 2009 : Horfst í augu við staðreyndir

Íslenskt efnahagslíf hefur orðið fyrir miklu áfalli. Það hefur áhrif á alla þætti þjóðlífsins. Ytri aðstæður fara að auki versnandi en svo virðist sem hinn vestræni heimur muni á næstu misserum takast á við djúpa efnahagslægð.

Jón Steindór Valdimarsson

16. jan. 2009 : Framtíðin ræðst af verkum dagsins

Okkur er tamt að velta fyrir okkur hvað framtíðin ber í skauti sér en ekki síður að líta yfir farinn veg. Óhætt er að segja að nú sé ærin ástæða til þess að líta til baka enda blasir við að ekki hefur verið haldið rétt á spilunum.
Síða 27 af 35