Greinasafn (Síða 27)
Fyrirsagnalisti

Við verðum að vaxa
Til þess að íslenskt efnahags- og atvinnulíf fái risið á fætur að nýju þarf skýra sýn á nokkur grundvallaratriði og sameinast um að ná þeim fram. Sumt þarf að gerast strax, annað tekur lengri tíma en er samt samtvinnað og þarf að vinna jöfnum höndum. Allt sem gert er á að hafa það að markmiði að skjóta styrkum stoðum undir velferð og farsæld til langrar framtíðar. Forsenda þess er öflugt atvinnulíf sem býr við stöðug og samkeppnishæf starfsskilyrði.

Sundurlyndisfjandinn

Samheldni og samstaða
Þessi misserin hefur sjaldan eða aldrei legið meira við að iðnaðurinn eigi sterk samtök, sterkan málsvara sem talar máli iðnaðarins í þeim sviptingum sem nú skekja atvinnu- og efnahagslíf þjóðarinnar. Því fleiri og virkari félagsmenn sem skipa raðir SI þeim mun meiri slagkraft hafa þau.

Vopnahlé
Ástandið í atvinnulífi og þjóðlífi Íslendinga er því miður orðið með þeim hætti að nú dugar ekkert minna en vopnahlé í stjórnmálum og allri hagsmunabaráttu ef ekki á að fara mjög illa. Það verður ljósara með hverri vikunni sem líður að þeir sem hafa varað við og krafist skjótra aðgerða til varnar fólki og fyrirtækjum, til eflingar atvinnulífi og til að hamla gegn enn frekara atvinnuleysi, hafa ekki verið illa lyntir úrtölumenn heldur óþægilega raunsæir.

Tíminn er kominn

Veljum okkur framtíð

Horfst í augu við staðreyndir
Íslenskt efnahagslíf hefur orðið fyrir miklu áfalli. Það hefur áhrif á alla þætti þjóðlífsins. Ytri aðstæður fara að auki versnandi en svo virðist sem hinn vestræni heimur muni á næstu misserum takast á við djúpa efnahagslægð.

Framtíðin ræðst af verkum dagsins

Hið kalda hagsmunamat

Traustar stoðir framtíðar
Afleiðingar þess að íslenska fjármálakerfið hrundi nánast til grunna í einni svipan eru enn að koma í ljós. Við blasir að í hönd fara tímar margvíslegra breytinga og endurmats.

Bitið á jaxlinn
Atburðir síðustu vikna og daga hafa verið íslensku efnahags- og atvinnulífi erfiðir og sér ekki enn fyrir endann á þeim. Erfitt er að meta hverjar afleiðingar þessa áfalls verða en óhætt er að fullyrða að þær verða miklar og munu hafa langvarandi áhrif. Félagsmenn SI hafa orðið fyrir búsifjum í þessu gjörningaveðri í heimi fjármálanna líkt og flestir aðrir. SI munu því leggja sig öll fram um að hafa áhrif á framvindu mála með það að markmiði að tryggja sem allra best hagsmuni félagsmanna sinna.
