Greinasafn (Síða 29)

Fyrirsagnalisti

Sveinn Hannesson

23. feb. 2007 : Þurfum við nokkuð á atvinnurekstri að halda?

Það er ills viti ef íslenska þjóðin er farin að trúa því að við þurfum ekki á því að halda að nýta auðlindir okkar til að skapa útflutningsverðmæti og vel launuð störf. Við getum ekki til lengdar lifað á því að flytja inn og selja hvert öðru flatskjái og bíla, fjármagnaða með erlendum lánum. Vonandi þarf ekki stórkostleg efnahagsáföll til þess að sannfæra þjóðina um að við þurfum á arðbærri framleiðslu og útflutningstekjum að halda.
Helgi Magnússon

26. jan. 2007 : Bjartsýni í byrjun árs

Samtök atvinnulífsins og Seðlabanki Íslands birtu í lok desember sl. niðurstöður reglubundinnar könnunar Capacent Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins á stöðu og framtíðarhorfum. Tæplega þrír fjórðu stjórnenda telja að núverandi aðstæður í efnahagslífinu séu góðar og hafa sjaldan verið bjartsýnni.
Sveinn Hannesson

18. des. 2006 : Virðisaukaskattur og útvistun verkefna

Það á ekki að stýra því með virðisaukaskatti hvaða vörur og þjónustu einkaaðilar geta boðið opinberum aðilum. Samtökin hafa lagt til að allur greiddur virðisaukaskattur verði endurgreiddur ríkisstofnunum og ríkisfyrirtækjum en fjárframlög til þeirra lækkuð að sama skapi. Eftir stendur þá hjá þeim það hagræði að gera eigin innkaup með sem hagkvæmustum hætti.
Sveinn Hannesson

23. nóv. 2006 : Íbúalýðræði og atvinnulíf

Flest bendir til að framundan sé atkvæðagreiðsla í Hafnarfirði um stækkun álversins í Straumsvík. Við fyrstu sýn er þetta sniðug hugmynd. Íbúalýðræði er nútímalegt fyrirbæri og vinsælt meðal stjórnmálamanna ekki síst í aðdraganda kosninga og þegar tekist er á um viðkvæm deilumál. Þegar betur er að gáð er þetta hins vegar alls ekki góð hugmynd.
Sveinn Hannesson

11. okt. 2006 : Loksins, loksins

Litið hafa dagsins ljós tillögur ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að lækka matvælaverð. Þessar tillögur koma á óvart að því leyti að þær ganga lengra og eru róttækari en flesta óraði fyrir. Samtök iðnaðarins fagna þessum tillögum en hvetja jafnframt stjórnvöld til að stíga skrefið til fulls og afnema vörugjöld endanlega af öllum matvælum.

Sveinn Hannesson

25. sep. 2006 : Matarverðið og vextirnir

Ekki eru allir þeirrar skoðunar að háir vextir séu af hinu illa. Fjármagnseigendur og fjármálastofnanir njóta góðs af háum vöxtum á kostnað skuldara. Því má ugglaust halda fram að hátt matvælaverð hér á landi sé af hinu góða fyrir framleiðendur, úrvinnsluaðila og kaupmenn. Með stefnu sinni í Evrópumálum og skattlagningu matvæla eru stjórnvöld í reynd að segja íslensku þjóðinni að henni henti best að búa við háa vexti og hátt matvælaverð.
Bjarni Már Gylfason

23. ágú. 2006 : Aukin framleiðni er forsenda áframhaldandi hagvaxtar

Engum dylst að efnahagslíf okkar hefur einkennst af miklum vexti síðustu ár. Hagvöxtur hefur verið með mesta móti, atvinnuleysi lítið sem ekkert og atvinnuþátttaka í hámarki. Því er eðlilegt að spyrja hvernig hægt sé að viðhalda góðum vexti í ljósi þess að vinnuaflið er því sem næst fullnýtt. Svarið hlýtur að liggja í aukinni framleiðni svo að auka megi verðmætasköpun hvers starfsmanns. Besta leiðin til þess er að bæta menntakerfið og stuðla að traustari grunnmenntun og bættri sí- og endurmenntun.
Helgi Magnússon

12. júl. 2006 : Ný víglína gegn verðbólgu

Aðilar vinnumarkaðarins sýndu ábyrgð og frumkvæði með gerð þess kjarasamnings sem undirritaður var hinn 22. júní síðastliðinn. Aðkoma ríkisstjórnarinnar var óhjákvæmileg og samkomulag náðist við hana um niðurstöðu sem góð sátt virðist ríkja um. Samningar eru nú í gildi út árið 2007 og má vænta þess að á þeim tíma fáist mikilsverður friður á vinnumarkaðinum.
Sveinn Hannesson

28. jún. 2006 : Skýrari leikreglur um erlenda starfsmenn og erlend fyrirtæki

Til þess að markaðslögmál virki og skili hagkvæmri niðurstöðu fyrir þá, sem á markaði starfa, þurfa leikreglurnar að vera skýrar og skiljanlegar. Ennfremur þarf að tryggja að allir fari að þeim leikreglum sem eiga að gilda. Þetta á ekki síður við á vinnumarkaði en öðrum mörkuðum.
Sveinn Hannesson

26. maí 2006 : Sundabrautarsamráð

Samráðið þingnefnda við hagsmunaaðila í þjóðfélaginu, sem fer fram með skriflegum umsögnum og fundum í nefndum Alþingis er með þeim hætti að oftar en ekki virðist fyrirfram ákveðið að hunsa slíkar umsagnir jafnvel þó að þær séu vandaðar, vel rökstuddar og fjöldi umsagna sé á eina lund. Tilgangurinn virðist sá einn að geta fært til bókar að haft hafi verið samráð við hagsmunaaðila.
Helgi Magnússon

11. apr. 2006 : Nýskipan stjórnarráðsins

Um árabil hefur verið rætt um nauðsyn þess að stokka upp Stjórnarráð Íslands og færa skipan þess til nútímalegra horfs. Samtök iðnaðarins hafa lengi bent á mikilvægi þess að hér verði aðeins eitt atvinnuvegaráðuneyti og þessi skoðun var síðast ítrekuð í ályktun Iðnþings frá 17. mars sl. þar sem segir m.a. að hverfa verði frá hólfaskiptingu stjórnarráðsins sem beri svip af atvinnulífi liðinnar aldar.
Sveinn Hannesson

14. mar. 2006 : Stuðningur við nýsköpun og atvinnuþróun

Endurskoðun á því kerfi, sem er ætlað að efla og styðja atvinnuþróun og nýsköpun, er tímabær og því er það sérstakt fagnaðarefni að iðnaðar- og viðskiptaráðherra skuli hafa þau mál til umfjöllunar þessa dagana. Af því tilefni er rétt að gera grein fyrir afstöðu Samtaka iðnaðarins í þessum mikilvæga málaflokki.
Síða 29 af 34