Fyrirsagnalisti
Skilyrði þess að peningastefna, sem byggist á verðbólgumarkmiði geri sitt gagn, eru í grundvallaratriðum tvö. Í fyrsta lagi að Seðlabankinn sé sjálfstæður í ákvörðunum sínum og láti hvorki stjórnmálamenn né aðra hagsmunagæsluhópa hafa áhrif á þær. Annað skilyrðið er að Seðlabankinn hafi engin önnur markmið svo sem um gengi, atvinnustig, atvinnuleysi, launaþróun eða hagvöxt. Þar að auki er afar mikilvægt að Seðlabankinn njóti trausts og trúverðugleika.
Ekki hafa fengist nægilega skýrar upplýsingar frá stjórnvöldum um hvað á nákvæmlega að semja og viðræður ríkjanna vekja því margar spurningar. Ísland er eitt örfárra ríkja sem hafa viðurkennt Kína sem markaðshagkerfi í skilningi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO), með samkomulagi ríkjanna hinn 1. maí 2005. Evrópusambandið hefur ekki viljað viðurkenna Kína sem markaðshagkerfi af margvíslegum ástæðum.
Á Írlandi hefur verið mikill hagvöxtur undanfarin ár. Mun meiri raunar en á Íslandi. Eins og allir vita hafa Írar tekið upp evruna og eru því ekki lengur með sjálfstæða peningastjórn. Samkvæmt kenningum þeirra, sem tala fyrir svokallaðri sjálfstæðri peningastjórn smáþjóða, ættu Írar að vera í vondum málum. Samkvæmt því ættu Írar að hafa mikla þörf fyrir að hækka vexti upp úr öllu valdi til að verjast verðbólgu vegna mikils hagvaxtar.
Atkvæðagreiðsla um stækkun álversins í Straumsvík fór fram 31. mars. Niðurstaðan er sú að nei sögðu 6.382 (50,3%) en já sögðu 6.294 (49,7%). Munurinn er 88 atkvæði. Hafnfirðingar hafa með ótrúlega naumum meirihluta hafnað stækkun stærsta iðnfyrirtækis í bænum.
Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði segir atkvæðagreiðsluna „Mikilvægan áfanga í þróun íbúalýðræðis.“ Það er ástæða til að velta fyrir sér hver verður næsti áfangi í þróun íbúalýðræðis. Stóra spurningin hér hlýtur að vera sú hvort og við hvaða aðstæður slíkum íbúakosningum verður framvegis beitt í tengslum við uppbyggingu atvinnurekstrar í tíma og ótíma? Verða slíkar íbúakosningar teknar upp í öðrum sveitarfélögum eða einskorðaðar við Hafnarfjörð?
Það er ills viti ef íslenska þjóðin er farin að trúa því að við þurfum ekki á því að halda að nýta auðlindir okkar til að skapa útflutningsverðmæti og vel launuð störf. Við getum ekki til lengdar lifað á því að flytja inn og selja hvert öðru flatskjái og bíla, fjármagnaða með erlendum lánum. Vonandi þarf ekki stórkostleg efnahagsáföll til þess að sannfæra þjóðina um að við þurfum á arðbærri framleiðslu og útflutningstekjum að halda.
Samtök atvinnulífsins og Seðlabanki Íslands birtu í lok desember sl. niðurstöður reglubundinnar könnunar Capacent Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins á stöðu og framtíðarhorfum. Tæplega þrír fjórðu stjórnenda telja að núverandi aðstæður í efnahagslífinu séu góðar og hafa sjaldan verið bjartsýnni.
Það á ekki að stýra því með virðisaukaskatti hvaða vörur og þjónustu einkaaðilar geta boðið opinberum aðilum. Samtökin hafa lagt til að allur greiddur virðisaukaskattur verði endurgreiddur ríkisstofnunum og ríkisfyrirtækjum en fjárframlög til þeirra lækkuð að sama skapi. Eftir stendur þá hjá þeim það hagræði að gera eigin innkaup með sem hagkvæmustum hætti.
Flest bendir til að framundan sé atkvæðagreiðsla í Hafnarfirði um stækkun álversins í Straumsvík. Við fyrstu sýn er þetta sniðug hugmynd. Íbúalýðræði er nútímalegt fyrirbæri og vinsælt meðal stjórnmálamanna ekki síst í aðdraganda kosninga og þegar tekist er á um viðkvæm deilumál. Þegar betur er að gáð er þetta hins vegar alls ekki góð hugmynd.
Litið hafa dagsins ljós tillögur ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að lækka matvælaverð. Þessar tillögur koma á óvart að því leyti að þær ganga lengra og eru róttækari en flesta óraði fyrir. Samtök iðnaðarins fagna þessum tillögum en hvetja jafnframt stjórnvöld til að stíga skrefið til fulls og afnema vörugjöld endanlega af öllum matvælum.
Ekki eru allir þeirrar skoðunar að háir vextir séu af hinu illa. Fjármagnseigendur og fjármálastofnanir njóta góðs af háum vöxtum á kostnað skuldara. Því má ugglaust halda fram að hátt matvælaverð hér á landi sé af hinu góða fyrir framleiðendur, úrvinnsluaðila og kaupmenn. Með stefnu sinni í Evrópumálum og skattlagningu matvæla eru stjórnvöld í reynd að segja íslensku þjóðinni að henni henti best að búa við háa vexti og hátt matvælaverð.
Engum dylst að efnahagslíf okkar hefur einkennst af miklum vexti síðustu ár. Hagvöxtur hefur verið með mesta móti, atvinnuleysi lítið sem ekkert og atvinnuþátttaka í hámarki. Því er eðlilegt að spyrja hvernig hægt sé að viðhalda góðum vexti í ljósi þess að vinnuaflið er því sem næst fullnýtt. Svarið hlýtur að liggja í aukinni framleiðni svo að auka megi verðmætasköpun hvers starfsmanns. Besta leiðin til þess er að bæta menntakerfið og stuðla að traustari grunnmenntun og bættri sí- og endurmenntun.
Aðilar vinnumarkaðarins sýndu ábyrgð og frumkvæði með gerð þess kjarasamnings sem undirritaður var hinn 22. júní síðastliðinn. Aðkoma ríkisstjórnarinnar var óhjákvæmileg og samkomulag náðist við hana um niðurstöðu sem góð sátt virðist ríkja um. Samningar eru nú í gildi út árið 2007 og má vænta þess að á þeim tíma fáist mikilsverður friður á vinnumarkaðinum.