Greinasafn (Síða 29)

Fyrirsagnalisti

Helgi Magnússon

21. nóv. 2007 : Peningastefnan komin í þrot

Það er tímabært að horfast í augu við staðreyndir. Núverandi peningastefna skilar okkur ekki þeim árangri sem að var stefnt. Nú þarf að setja nýjan kúrs. Fáir, ef frá eru taldir forvígismenn Seðlabankans, virðast trúa því að markmið peningastefnunnar náist. Trúverðugleiki peningamálastefnunnar hefur beðið skipbrot. Efnahagslífið er í gíslingu hárra vaxta og of sterkrar krónu. Það er óhjákvæmilegt að kalla eftir nýrri stefnu og nýjum vinnubrögðum til þess að leiða okkur út úr þessum ógöngum.
Sveinn Hannesson

25. okt. 2007 : Pétur og iðnaðarmálagjaldið

Í leiðara sínum, um frumvarp Péturs Blöndal og Sigurðar Kára Kristjánssonar um iðnaðarmálagjaldið, bendir Sveinn Hannesson m.a. á að það sé hvorki drengilegt né heiðarlegt af þingmönnunum að halda fram falsrökum þess efnis að gjaldtakan sé brot á lögum, enda tveir Hæstaréttardómar sem staðfesti hið gagnstæða svo og niðurstöður starfshóps fimm ráðuneyta sem fjallaði um málið.
Sveinn Hannesson

27. sep. 2007 : Það er gott að búa á Íslandi

Vandséð er hvernig íslenska hagkerfið hefði þolað það þenslu- og framkvæmdaskeið sem enn stendur ef allt þetta fólk hefði ekki komið hingað og lagt okkur lið. Það er ekki lítið sem nýbúarnir hafa lagt af mörkum í verðmæta­sköpun þjóðarinnar að undanförnu og þar með til velferðar okkar ... Er líklegt að Microsoft eða Google setji hér upp netþjónabú og rannsóknar- og þróunarsetur ef fyrirtækin þurfa að bíða í þrjá til sex mánuði eftir dvalarleyfi fyrir sérfræðinga sem þau þurfa að fá til landsins frá Ameríku eða Indlandi?
Sveinn Hannesson

22. ágú. 2007 : Raforkumarkaðurinn á Íslandi

Því miður hefur borið á því að stjórnmálamenn telja að ástandið á raforkumarkaði megi leysa með sértækum aðgerðum eða niðurgreiðslum úr ríkissjóði. Dæmi um slíkt eru sérsamningar við tiltekin fiskeldisfyrirtæki eða þá að kalla garðyrkju „græna stóriðju“ sem á þá væntanlega að vera forsenda þess að garðyrkjubændur eigi að fái raforku á sérkjörum á kostnað annarra. Slíkar hugmyndir eru dæmi um gamaldags pólitíska mismunun og leysa engan vanda.
Bjarni Már Gylfason

9. júl. 2007 : Óljóst markmið peningastefnunnar

Skilyrði þess að peningastefna, sem byggist á verðbólgu­markmiði geri sitt gagn, eru í grundvallaratriðum tvö. Í fyrsta lagi að Seðlabankinn sé sjálfstæður í ákvörðunum sínum og láti hvorki stjórnmálamenn né aðra hagsmuna­gæslu­hópa hafa áhrif á þær. Annað skilyrðið er að Seðlabank­inn hafi engin önnur markmið svo sem um gengi, atvinnu­stig, atvinnuleysi, launaþróun eða hagvöxt. Þar að auki er afar mikilvægt að Seðlabankinn njóti trausts og trúverðug­leika.
Sigurður B Halldórsson

27. jún. 2007 : Hvað felst í fríverslunarsamningi við Kína?

Ekki hafa fengist nægilega skýrar upplýsingar frá stjórnvöldum um hvað á nákvæmlega að semja og viðræður ríkjanna vekja því margar spurningar. Ísland er eitt örfárra ríkja sem hafa viðurkennt Kína sem markaðshagkerfi í skilningi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO), með samkomulagi ríkjanna hinn 1. maí 2005. Evrópusambandið hefur ekki viljað viðurkenna Kína sem markaðshagkerfi af margvíslegum ástæðum.
Sveinn Hannesson

30. maí 2007 : Þjóðarsátt um stöðugleika

Á Írlandi hefur verið mikill hagvöxtur undanfarin ár. Mun meiri raunar en á Íslandi. Eins og allir vita hafa Írar tekið upp evruna og eru því ekki lengur með sjálfstæða peningastjórn. Samkvæmt kenningum þeirra, sem tala fyrir svokallaðri sjálfstæðri peningastjórn smáþjóða, ættu Írar að vera í vondum málum. Samkvæmt því ættu Írar að hafa mikla þörf fyrir að hækka vexti upp úr öllu valdi til að verjast verðbólgu vegna mikils hagvaxtar.
Sveinn Hannesson

3. apr. 2007 : Áfangi í þróun íbúalýðræðis?

Atkvæðagreiðsla um stækkun álversins í Straumsvík fór fram 31. mars. Niðurstaðan er sú að nei sögðu 6.382 (50,3%) en já sögðu 6.294 (49,7%). Munurinn er 88 atkvæði. Hafnfirðingar hafa með ótrúlega naumum meirihluta hafnað stækkun stærsta iðnfyrirtækis í bænum. 

Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði segir atkvæðagreiðsluna „Mikilvægan áfanga í þróun íbúalýðræðis.“  Það er ástæða til að velta fyrir sér hver verður næsti áfangi í þróun íbúalýðræðis. Stóra spurningin hér hlýtur að vera sú hvort og við hvaða aðstæður slíkum íbúakosningum verður framvegis beitt í tengslum við uppbyggingu atvinnurekstrar í tíma og ótíma? Verða slíkar íbúakosningar teknar upp í öðrum sveitarfélögum eða einskorðaðar við Hafnarfjörð?

Sveinn Hannesson

23. feb. 2007 : Þurfum við nokkuð á atvinnurekstri að halda?

Það er ills viti ef íslenska þjóðin er farin að trúa því að við þurfum ekki á því að halda að nýta auðlindir okkar til að skapa útflutningsverðmæti og vel launuð störf. Við getum ekki til lengdar lifað á því að flytja inn og selja hvert öðru flatskjái og bíla, fjármagnaða með erlendum lánum. Vonandi þarf ekki stórkostleg efnahagsáföll til þess að sannfæra þjóðina um að við þurfum á arðbærri framleiðslu og útflutningstekjum að halda.
Helgi Magnússon

26. jan. 2007 : Bjartsýni í byrjun árs

Samtök atvinnulífsins og Seðlabanki Íslands birtu í lok desember sl. niðurstöður reglubundinnar könnunar Capacent Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins á stöðu og framtíðarhorfum. Tæplega þrír fjórðu stjórnenda telja að núverandi aðstæður í efnahagslífinu séu góðar og hafa sjaldan verið bjartsýnni.
Sveinn Hannesson

18. des. 2006 : Virðisaukaskattur og útvistun verkefna

Það á ekki að stýra því með virðisaukaskatti hvaða vörur og þjónustu einkaaðilar geta boðið opinberum aðilum. Samtökin hafa lagt til að allur greiddur virðisaukaskattur verði endurgreiddur ríkisstofnunum og ríkisfyrirtækjum en fjárframlög til þeirra lækkuð að sama skapi. Eftir stendur þá hjá þeim það hagræði að gera eigin innkaup með sem hagkvæmustum hætti.
Sveinn Hannesson

23. nóv. 2006 : Íbúalýðræði og atvinnulíf

Flest bendir til að framundan sé atkvæðagreiðsla í Hafnarfirði um stækkun álversins í Straumsvík. Við fyrstu sýn er þetta sniðug hugmynd. Íbúalýðræði er nútímalegt fyrirbæri og vinsælt meðal stjórnmálamanna ekki síst í aðdraganda kosninga og þegar tekist er á um viðkvæm deilumál. Þegar betur er að gáð er þetta hins vegar alls ekki góð hugmynd.
Síða 29 af 35